Borgarráð - Fundur nr. 5222

Borgarráð

BORGARRÁÐ


Ár 2012, fimmtudaginn 21. júní, var haldinn 5222. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra,Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Einarsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Oddný Sturludóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 19. þ.m. um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara til eins árs á fundi borgarstjórnar s.d. R12060089
Dagur B. Eggertsson er kosinn formaður borgarráðs til eins árs og Óttarr Ólafur Proppé varaformaður.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 6. júní. R12010009

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 13. júní. R12010011

4. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarvogs frá 16. maí og 12. júní. R12010012

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. júní. R12010015

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 4. júní. R12010016

7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 14. júní. R12010018

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 25. maí. R12010028

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. varðandi umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar. R12060090

- Kl. 9.11 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum.

10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 21. þ.m. R12010038
Samþykkt að veita Bylgjunni og hljómsveitinni Of Monsters and Men styrk að fjárhæð kr. 250 þúsund til undirbúnings og þrifa vegna tónleika í Hljómskálagarðinum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.

11. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m., um auglýsingu á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota. R12060065
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m., um gjaldskyldu bílastæða við Háskólann í Reykjavík. R12060062
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m., varðandi drög að samningi um Ingólfstorg í fóstur. R12060042
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 12. s.m., um afnám banns við hjólreiðum á Laugavegi. R12060066
Samþykkt.

15. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 535/2011, Reykjavíkurborg gegn Brimborg. R10090077

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar á Rafstöðvarvegi 41. R12060053
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um sölu byggingarréttar fyrir keðjuhús á lóð nr. 30 við Lautarveg með nánar tilgreindum skilmálum. R12060084
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um sölu byggingarréttar fyrir keðjuhús á lóð nr. 98 við Haukdælabraut með nánar tilgreindum skilmálum. R12060085
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um heimild til útboðs á endurgerð Klapparstígs milli Laugavegar og Hverfisgötu. Kostnaður er áætlaður 65 m.kr. sem færist á kostnaðarstað 3105. R12060083
Samþykkt með fyrirvara um niðurstöðu í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur vegna fráveitu.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um heimild til útboðs framkvæmda við grasæfingavelli á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Áætlaður kostnaður er 50 m.kr. sem færist á kostnaðarstað 1105. R12060081
Samþykkt.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 19. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð heimili að gengið verði til samninga við Kex Hostel og Landey ehf. um afnotasamning til 5 ára af ófrágengnu svæði sunnan við Kex Hostel skv. meðfylgjandi tillögu af afmörkun svæðisins. Jafnframt er lagt til að varið verði allt að 6 m.kr. til framkvæmda á svæðinu af fjárfestingalið, kostnaðarstað 7102, og að leitað verði eftir þátttöku Bílastæðasjóðs um gjaldskyld bílastæði á lóðinni. Endanlegir samningar verða lagðir fyrir borgarráð til samþykktar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12060082
Samþykkt.

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 18. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að á öllum starfsstöðvum borgarinnar verði pappi og pappír flokkaður til endurvinnslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12060087
Frestað.

23. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta janúar-apríl 2012. R11120032

24. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 18. þ.m. um tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2013-2017. R12010171
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.

25. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. um samþykkt stjórnar OR um breytingu á greiðsluröð afborgana lána frá Depfa bankanum. Óskað er staðfestingar á breytingunum. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra og sameiginleg umsögn fjármálaskrifstofu og borgarlögmanns frá 19. s.m. um erindið. R11030100
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. um samþykkt stjórnar OR um breytingu á greiðsluröð afborgana lána frá Dexia bankanum. Óskað er staðfestingar á breytingunum. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra og sameiginleg umsögn fjármálaskrifstofu og borgarlögmanns frá 19. s.m. um erindið. R11030100
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. varðandi ábyrgð vegna samnings við Arion banka. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra og sameiginleg umsögn fjármálaskrifstofu og borgarlögmanns frá 19. s.m. um erindið. R12060099
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. þ.m. um endurnýjun lánalína og beiðni um heimild til nýtingar. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra og sameiginleg umsögn fjármálaskrifstofu og borgarlögmanns frá 19. s.m. um erindið. R11110115
Samþykkt.

29. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. f.m. um samþykkt stjórnar OR varðandi endurnýjað söluferli Perlunnar. Jafnframt er lagt bréf borgarlögmanns f.h. starfshóps um sölu eigna OR, dags. 19. þ.m. R11060060
Samþykkt að óska eftir því að Orkuveita Reykjavíkur fresti fyrirhuguðu söluferli til 1. september nk., sbr. bréf borgarlögmanns.

30. Lögð fram drög að Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, dags. í júní 2012.
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs. R12060098

31. Lögð fram tillaga fjármálaskrifstofu dags. 21. þ.m. að tilkynningu til greiðenda fasteignagjalda á hesthúsum þar sem kynnt er breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Borgarráð samþykkir lækkun fasteignaskatta á hesthús úr 1,65#PR í 0,2#PR og nýtir sér nýsamþykkta heimild í bráðabirgðaákvæði laga nr. 4/1995, sem sett voru að ósk borgarráðs. R12020059

32. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 19 þ.m. um breytingu á samkomulagi um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar vegna endurfjármögnunar. R11010037
Hanna Birna Kristjánsdóttir leggur fram tillögu um frestun málsins til næsta fundar borgarráðs.
Tillagan er felld með 4 akvæðum.
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Þar sem ekki var orðið við beiðni um frestun afgreiðslu málsins um eina viku, sitja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá enda ekki gefist nægjanlegt ráðrúm til að fara yfir gögn málsins.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Ekki er unnt að verða við ósk um frestun málsins í ljósi þess að tímafrestir eru það naumir að vikufrestur getur haft áhrif á endurfjármögnunina

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Félag eldri borgara hefur með samþykkt stjórnar félagsins frá 19. þ.m. skorað á borgaryfirvöld að endurskoða þá ákvörðun sína að draga verulega úr félasstarfi aldraðra í öllum félagsmiðstöðum borgarinnar sem mun meira og minna lama það mikilvæga félagsstarf sem þar hefur verið byggt upp. Uppsagnir á þriðja tug starfsmanna í félagsstarfi, sem ekki verður séð að hafi verið samþykktar í velferðarráði eða kynntar í borgarráði, eru einnig sagðar hafa valdið miklum skaða. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir að borgarráð fái sem allra fyrst upplýsingar varðandi stöðu þessara mála og hvernig brugðist verði við áskorun Félags eldri borgara. Borgarráði verði kynnt skýrsla starfshóps um sjálfbært félagsstarf; Valdefling og þátttaka frá því í maí 2011 ásamt upplýsingum um það hvernig sú stefnumörkun var innleidd og aðgerðaáætlun starfshóps sem unnið er eftir við framkvæmd hennar. R12060070
Frestað.

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Alþingi hefur samþykkt lög um veiðigjöld. Þau lög eru ekki byggð á mati á greiðslugetu sjávarútvegfyrirtækja heldur byggja á samkomulagi þingflokka sem gert var á síðustu dögum þingsins fyrir sumarhlé. Í samkomulaginu felst að lögin verða endurskoðuð með aðkomu allra flokka á þinginu með það að markmiði að ná sátt um endanlega gerð þeirra. 10. maí sl. fluttu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks tillögu um að gerð yrði sjálfstæð úttekt á áhrifum lagafrumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld á rekstrarskilyrði útgerðarinnar, starfsfólk þeirra og atvinnulífið í borginni. Þá yrði, samkvæmt tillögunni, einnig lagt mat á áhrif slíkra lagasetninga á fjárhag borgarinnar til lengri og skemmri tíma. Óháðum sérfræðingum yrði falið að annast úttektina. Þar sem vinna við endurskoðun lagafrumvarps um veiðigjöld mun þegar fara af stað og nýtt frumvarp um sama efni verður lagt fram á næsta þingi er tillaga um sjálfstæða úttekt Reykjavíkurborgar á ofangreindu ítrekuð. R12030128
Frestað.

35. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í gögnum fyrir fund velferðarráðs sem hefst nú eftir hádegi er erindi frá skrifstofu borgarstjórnar sem sagt er að sé sent fyrir hönd borgarráðs en fyrir liggur að ráðið hefur ekki fjallað um málið. Um er að ræða skýrslu starfshóps um skilgreiningu mannréttinda utangarðsfólks sem mannréttindaráð samþykkti samhljóða og vísaði til borgarráðs 29. maí sl. Borgarráðsfulltrúi VG óskar eftir upplýsingum um það hver ástæðan er fyrir því að erindið hefur ekki verið tekið fyrir í borgarráði, hvert skrifstofa borgarstjórnar sótti umboð sitt og hvort rétt hafi verið staðið að málum hvað þetta varðar. R12060011


Fundi slitið kl. 11.40

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Eva Einarsdóttir