No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 14. júní, var haldinn 5221. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf formanns eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur frá 8. þ.m. um tillögu að eigendastefnu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. R10060067
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar því að eigendastefna Orkuveitunnar sé loks að líta dagsins ljós og að um hana ríki þverpólítísk sátt. Fulltrúinn áréttar að jafnvel þótt Gagnaveita Reykjavíkur heyri ekki undir kjarnastarfsemi fyrirtækisins í nýrri eigendastefnu, þá gegnir hún ekki síður almannahlutverki en önnur veitustarfsemi Orkuveitunnar. Hún á því bæði að vera í eigu og á forræði almennings. Vinstri græn leggja þunga áherslu á að eigendur hefji þegar samtal við ríkisvaldið um undirbúning sameiginlegs grunnnets sem Gagnaveitan yrði þá hluti af í samræmi við bókun meirihluta borgarráðs frá því í mars 2011.
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 14. maí og 11. júní. R12010013
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. maí. R12010017
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. júní. R12010019
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 13. júní. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R12060017
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12060001
8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 14. þ.m. R12010038
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um samkeppnislýsingu fyrir opna hugmyndasamkeppni um nýtingu Öskjuhlíðar. R12060035
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, breytingu á svæðisskipulagi. R11010187
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Holtsganga, nýr Landspítali. R11010188
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Besta flokks og Samfylkingar vísa til bókana sinna í skipulagsráði.
- Kl. 9.38 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um lýsingu á deiliskipulagi vegna nýs Landspítala við Hringbraut.
Vísað til borgarstjórnar. R12020127
13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi vegna færslu Hringbrautar.
Samþykkt með 5 atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá. R12060058
14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóla. R12020156
Samþykkt með 6 atkvæðum. Júlíus Vífill Ingvarsson situr hjá.
15. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 11. þ.m. um leigusamning vegna gæsluvallarhúss að Freyjugötu 19.
Samþykkt. R11050068
16. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 11. þ.m. um leigusamning vegna hagabeitar á spildu í landi Tindstaða.
Samþykkt. R12060043
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 4. s.m., um að Gunnarshús, Dyngjuvegi 8, verði afhent Rithöfundasambandi Íslands til eignar í tilefni af því að Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO.
Samþykkt. R12060033
18. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs frá 11. þ.m. um nýja staðsetningu styttu óþekkta embættismannsins. R12050015
Samþykkt.
19. Lagt fram að nýju bréf íþrótta- og tómstundasviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um drög að stefnu í íþrótta- og tómstundamálum í Reykjavík 2012-2020. R12060006
Vísað til borgarstjórnar.
20. Lagt fram að nýju bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 25. f.m. þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingahússins Mónakó. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m. R12020087
Bókun borgarráðs:
Í samræmi við niðurstöðu í úrskurði innanríkisráðuneytisins í kærumáli vegna synjunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu afgreiðir borgarráð nú umsögn um rekstrarleyfi þar sem einungis er fjallað um afgreiðslutíma og staðsetningu veitingastaðarins. Það er niðurstaða ráðuneytisins að borgarráði sé ekki heimilt að byggja umsögn sína á tíðni afskipta lögreglu af veitingastaðnum eða gestum hans né að í henni taki borgaryfirvöld tillit til ítrekaðra kvartana íbúa og verslunareigenda í nágrenni staðarins. Af því tilefni telur borgarráð mikilvægt að lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald verði tekin til endurskoðunar á þann hátt að heimildir sveitarfélagsins til að byggja umsagnir sínar á ofangreindum þáttum verði tryggðar.
21. Lagt fram að nýju bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 25. f.m. þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingahússins Monte Carlo. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m. R12020086
Bókun borgarráðs:
Í samræmi við niðurstöðu í úrskurði innanríkisráðuneytisins í kærumáli vegna synjunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu afgreiðir borgarráð nú umsögn um rekstrarleyfi þar sem einungis er fjallað um afgreiðslutíma og staðsetningu veitingastaðarins. Það er niðurstaða ráðuneytisins að borgarráði sé ekki heimilt að byggja umsögn sína á tíðni afskipta lögreglu af veitingastaðnum eða gestum hans né að í henni taki borgaryfirvöld tillit til ítrekaðra kvartana íbúa og verslunareigenda í nágrenni staðarins. Af því tilefni telur borgarráð mikilvægt að lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald verði tekin til endurskoðunar á þann hátt að heimildir sveitarfélagsins til að byggja umsagnir sínar á ofangreindum þáttum verði tryggðar.
- Kl. 10.55 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi.
22. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 5. þ.m. í máli nr. 24/2011, Ásmundur G. Vilhjálmsson gegn Reykjavíkurborg. R11120061
- Kl. 11.00 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga bogarstjóra frá 11. þ.m.:
Lagt er til að meðfylgjandi tillaga að breytingum á stofnsamþykkt Samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar verði samþykkt. Megininntak breytinganna felur í sér að fest er í sessi viðurkennt verklag við rekstur og skipulag sjóðsins. Jafnframt er nýsamþykktur ársreikningur sjóðsins lagður fram.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12060021
Samþykkt.
24. Borgarráð samþykkir að Eva Einarsdóttir taki sæti í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í stað Diljár Ámundadóttur. R10060125
Fundi slitið kl. 11.20
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Þorleifur Gunnlaugsson