No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 7. júní, var haldinn 5220. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 30. maí. R12020166
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 30. maí. R12010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 31. maí. R12010018
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 1. júní. R12010019
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 6. júní. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. maí. R12010033
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R12060017
8. Lagt fram bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 25. f.m. þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingahússins Mónakó. R12020087
Frestað.
9. Lagt fram bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 25. f.m. þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingahússins Monte Carlo. R12020086
Frestað.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 30. s.m., um breytingu á aðalskipulagi vegna nemendaíbúða að Brautarholti 7, Ásholtsreit. R12060005
Samþykkt
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 30. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. R12060003
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 30. s.m., um að veita eiganda lóðar nr. 6 við Lambasel 30 daga tímafrest til að hefja framkvæmdir við byggingu hússins að viðlögðum dagsektum. R12050116
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 30. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 105 við Laugaveg. R12060004
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 30. s.m., um ný götuheiti í Keldnaholti og Kjalarnesi. R12050115
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 30. s.m., um breytingu á aðalskipulagi vegna undirganga undir Reykjaveg. R12060002
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá og leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna sér ekki nauðsyn þess að grafa göng til að greiða fyrir hjólandi umferð á svæðinu. Ljóst er að kostnaður verður mikill við hönnun og framkvæmd verksins án þess að mikið hagræði hljótist af fyrir hjólreiðafólk sem mun þurfa að hjóla lengri vegalengd samkvæmt þeim teikningum sem nú liggja fyrir. Á þeirri leið sem um ræðir eru fjölmörg gatnamót sem hjólreiðafólk mun þurfa að fara yfir og mörg mun erfiðari en þessi. Auk þess verður ekki séð að komist verði hjá landhækkun á svæðinu með þessari framkvæmd, heldur muni hallinn bara færast yfir á aðra hluta stígsins. Borgarráðsfulltrúinn varar við því að farið verði í flóknar og stórkarlalegar framkvæmdir í þágu hjólreiða í anda þess sem gert hefur verið í þágu einkabílsins í Reykjavík og hvetur til þess að ódýrari og einfaldari lausnir verði fundnar fyrir báða samgöngumáta.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra velferðarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 30. f.m., um nýjar reglur um stuðningsþjónustu. R12060014
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs frá 25. f.m., um hjólastíg á Suðurlandsbraut milli Engjavegar og Reykjavegar. R12060019
Samþykkt.
18. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs frá 11. f.m. um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. R11080063
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa til fyrri bókana í umhverfis- og samgönguráði. Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna vísa einnig til fyrri bókana í umhverfis- og samgönguráði.
19. Lagt fram minnisblað stýrihóps ódags. um vinnumarkaðsmál vegna atvinnuátaksins Vinnandi vegur. R11120042
20. Lagðar fram fréttatilkynningar um samninga milli OR og Dexia annars vegar og OR og Depfa hinsvegar. Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 6. þ. m. um málið. R11030100
21. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um drög að stefnu í íþrótta- og tómstundamálum í Reykjavík 2012-2020. R12060006
Frestað.
22. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 7. þ.m. R12010038
23. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 288/2012, Reykjavíkurborg gegn Landsbanka Íslands hf. R10100096
24. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 369/2011, Arney Einarsdóttir og Gísli Gíslason gegn Reykjavíkurborg. R10060111
25. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 404/2011, Verkland ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10010165
26. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 391/2011, Anton Egilsson, Berglind Helgadóttir og Gunnar Freyr Freysson gegn Reykjavíkurborg. R10060157
27. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 5. þ.m. um samning við lóðarhafa Urðarbrunns 17 um uppgjör vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011, ásamt drögum að samkomulagi. R11050119
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. þar sem lagt er til að tilboði Sögusafnsins verði tekið um að ganga inn í kaupsamning um Grandagarð 2. Kaupverð er 340 m.kr. sem greiðist af kostnaðarstað 4102. R12010197
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.
29. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í apríl 2012. R12010071
30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 4. þ.m. um höfnun forkaupsréttar og framsal byggingarréttar á lóð nr. 6 við Norðlingabraut með nánar tilgreindum skilmálum. R11010077
Samþykkt.
31. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 5. þ.m. um upplýsingar um lán Orkuveitunnar til Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Línu.nets hf. sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar s.d. R12060026
Vísað til umsagnar stjórnar OR og skrifstofu borgarlögmanns.
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 6. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að 2 mkr. verði varið til aukinna þrifa vegna hátíðarhalda í miðborginni 17. júní nk., kostað af liðnum 09513-miðborgarmál. R10010121
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH frá 6. þ.m. vegna mögulegs samstarfs sveitarfélaganna um tónlist og listmenntun til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna. R12060031
Vísað til umsagnar skóla- og frístundaráðs.
34. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH frá 6. þ.m. um sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á akstri vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. R11020021
Vísað til umsagnar velferðarráðs.
35. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar, dags. júní 2012, um úttekt á rekstri, stjórnarháttum og hlutverki Félagsbústaða hf. R10110019
Bókun borgarráðs:
Borgarráð felur skrifstofu borgarstjórnar að greina þær ábendingar sem koma fram í úttekt innri endurskoðunar og snúa að Reykjavíkurborg sem eiganda Félagsbústaða og gera tillögu að aðgerðaáætlun um úrvinnslu þeirra. Borgarráð óskar jafnframt eftir umsögn stjórnar Félagsbústaða um skýrsluna í heild sinni auk greinargerðar um þær aðgerðir sem hún hyggst grípa varðandi málsmeðferð þeirra ábendinga sem settar eru fram í skýrslu innri endurskoðunar og lúta að starfssviði fyrirtækisins. Það er álit borgarráðs að úttekt innri endurskoðunar á rekstri og stjórnarháttum Félagsbústaða hf. sem nú liggur fyrir geti nýst sem innlegg í umræðu um hlutverk félagsins í tengslum við stefnumótun um húsnæðisrekstur í samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarráð vísar skýrslunni til húsnæðishóps borgarráðs.
- Kl. 11.35 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum og Kjartan Magnússon víkur af fundi.
36. Lagður fram árshlutareikningur A-hluta fyrir janúar-mars 2012. R12060025
37. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fréttum að undanförnu hefur komið fram að formaður menningar og ferðamálaráðs og tveir embættismenn menningar- og ferðamálasviðs hafi þegið boðsferð WOW air til Parísar í síðustu viku. Skýringar formannsins og borgarstjóra í fjölmiðlum í þessu sambandi hafa vakið athygli. Óskað er eftir áliti innri endurskoðanda á ferðalaginu með hliðsjón af siðareglum og góðum starfsháttum kjörinna fulltrúa og embættismanna á vegum borgarinnar. Jafnframt er óskað eftir greinargerð frá menningar- og ferðamálasviði um ástæður og aðdraganda ferðalagsins.
R12060038
- Kl. 12.10 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.
Fundi slitið kl. 12.25
Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson