No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 31. maí, var haldinn 5219. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundaritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 24. maí. R12010008
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 7. maí. R12010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 21. maí. R12010014
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. maí. R12010015
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 30. maí. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. apríl 2012. R12010031
7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. apríl og 21. maí. R12010032
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 21. maí. R12010029
9. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. þ.m. varðandi sölu á aðveitustöð við Austurbæjarskóla. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. þ.m. þar sem lagt er til að framkvæmda- og eignsviði verði heimilað að ganga frá kaupsamningi og afsali vegna kaupanna. R12050104
Samþykkt.
- Kl. 9.30 tekur Geir Sveinsson sæti á fundinum.
10. Lögð fram skýrsla starfshóps um endurbætur og hugmyndir um stækkun Sundhallarinnar við Barónsstíg dags. 24. þ.m. ásamt fylgigögnum. R12030102
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs og starfshóps um framtíð sundlauga.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 30. þ.m. um breytt fyrirkomulag úthlutunar fjármagns til tónlistarskóla og drög að breytingum á reglum um þjónustusamning Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 30. þ.m. um málið. R12050059
Samþykkt.
- Kl. 9.40 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 29. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að greiða áætlað framlag vegna þjónustusamninga við tónlistarskóla þann 31. maí 2012 þrátt fyrir að þjónustusamningar liggi ekki enn fyrir. Borgarráð samþykkir jafnframt að greiða sérstaklega Söngskólanum í Reykjavík fyrirfram 4.2 m.kr. og Tónlistarskólanum í Reykjavík 7 m.kr. til að þessir skólar geti haldið áfram óbreyttri starfsemi sinni. Þessar greiðslur teljast fyrirframgreiðslur upp í væntanlega þjónustusamninga.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060115
Samþykkt.
13. Fram fer kynning skóla- og frístundasviðs á stöðu mála á nýsameinuðum leikskólum skv. beiðni borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. maí. R10110007
14. Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis frá 23. þ.m. í stjórnsýslumáli nr. IRR11060303, Sigríður Jónsdóttir gegn Reykjavíkurborg. R11070019
15. Fram fer kynning á fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. R12050097
- Kl. 10.55 víkur Geir Sveinsson af fundi og Gísli Marteinn Baldursson tekur þar sæti.
16. Lögð fram aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. R08110008
Vísað til borgarstjórnar.
17. Lagður fram listi yfir styrkúthlutun mannréttindaráðs frá 8. þ.m. R12040007
18. Lögð fram umsögn framkvæmda- og eignasviðs frá 25. þ.m. um hugmynd tekna af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. f.m., um að settur verði hitamælir og loftvog í turninn á Lækjartorgi. R12050005
Borgarráð synjaði erindinu. Sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs er falið að gera tillögu að annarri staðsetningu á Lækjartorgi.
19. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 31. þ.m. R12010038
20. Lagt fram svar borgarstjóra frá 29. maí við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stöðu mála varðandi fyrirhugaða vegtengingu milli Fellavegar við Reynisvatnsás og Úlfarsvegar í Úlfarsárdal, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. maí. R12050043
- Kl. 12 .00 víkur Gísli Marteinn Baldursson af fundi.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 18. þ.m. þar sem lagðar eru til breytingar á samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur. R12050082
Vísað til borgarstjórnar.
22. Lagðar fram umsagnir sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. janúar, velferðarsviðs frá 13. febrúar og menningar- og ferðamálasviðs frá 29. f.m. um að breyta veggjakroti í verðmæti, sbr. erindi Ellenar Guðmundsdóttur frá 10. október sl.
Synjað með vísan til framlagðra umsagna. R09090152
23. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. þ.m. um að auglýst verði á ný eftir tilboðum í Perluna. R11060060
Vísað til umsagnar starfshóps um sölu eigna OR.
24. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 25. þ.m. ásamt umsögn umhverfis- og samgönguráðs s.d. um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. R11080063
Frestað.
25. Lögð fram tillaga að atvinnustefna Reykjavíkur. R10090142
Vísað til borgarstjórnar.
Fundi slitið kl. 12.07
Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hjálmar Sveinsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir