Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 24. maí, var haldinn 5218. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundaritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 18. maí. R12020166
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 7. maí. R12010016
3. Lögð fram fundargerðir innkauparáðs frá 18. maí. R12010019
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 23. maí. R12010027
b-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R12040084
6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, sbr. bréf framkvæmdastjóra SSH frá 29. mars s.l. um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. R11090095
Samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson óskar bókað:
Rík ástæða er til þess að vinna nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Helsta vandamál við framkvæmd núverandi svæðisskipulags er að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa aðeins að takmörkuðu leyti sameiginlega sýn í skipulagsmálum og hafa ekki talið sig skuldbundin til þess að fara eftir gildandi svæðisskipulagi. Ekki er í nýju samkomulagi um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis settar fram hugmyndir um það hvernig halda má betur á þessum málum m.a. varðandi heildstæða byggðarþróun á skipulagstímabilinu. Af fenginni reynslu má ljóst vera að það er nauðsynlegt.Fylgiskjöl sem samkomulaginu fylgja eru óþörf og misvísandi og ýmislegt í þeim er ekki hægt að taka undir.Þrjú sveitarfélög Reykjavík, Kópavogur og Mosfellsbær, eru langt komin með gerð aðalskipulagsáætlana. Samstarf á milli sveitarfélaganna hefur ekki verið varðandi skipulagsgerðina en nýtt svæðisskipulag mun taka til sama tímabils.
Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar vísa til bókunnar fulltrúa sinna í skipulagsráði.
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Sæmundarskóla, Gvendargeisla 168. R12050084
Samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson óskar bókað:
Ég samþykki að setja tillöguna í lögbundið auglýsingarferli með fyrirvara um endanlega niðurstöðu þegar athugasemdir og nánari upplýsingar hafa borist.
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi í Sogamýri. R11040107
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókana sinna í skipulagsráði.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., um lýsingu vegna nýs deiliskipulags í Sogamýri. R11040107
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókana sinna í skipulagsráði.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna innsiglingarmerkja við höfnina í Bryggjuhverfi. R12050093
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf formanns stjórnar kirkjubyggingarsjóðs frá 16. þ.m. um styrkúthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2012. R12030076
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um framsal lóðarréttinda að Sjafnarbrunni 1-3 með nánar tilgreindum skilmálum. R12050078
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um framsal lóðarréttinda að Úlfarsbraut 80 með nánar tilgreindum skilmálum. R12050079
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 18. þ.m. um framsal lóðarréttinda að Friggjarbrunni 14-16 með nánar tilgreindum skilmálum. R12050080
Samþykkt.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 22. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð heimili framkvæmda- og eignasviði að verja 8 m.kr. til kaupa á 12 eftirlitsmyndavélum til nota í miðborginni. Árleg innri leiga vegna kaupanna mun nema 1.120 þ.kr.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11090070
Samþykkt.
16. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. um heimild til að verja 160 m.kr. af kostnaðarstað 7101, átaksverkefni og óráðstafað, til kaupa á dráttarvélum. Samkvæmt fjárhagsáætlun var heimild fyrir allt að 120 m.kr. R12010065
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. um heimild til að liðnum ósundurliðað átaksverkefni verði skipt niður í verkefni. R12050057
Samþykkt.
18. Fram fer kynning á viðhorfskönnun starfsmanna Reykjavíkurborgar 2012. R12010137
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 22. þ.m.:
Lagt er til að Reykjavíkurborg styðji hreinsunarátak rekstraraðila Miðborgarinnar okkar í miðborg Reykjavíkur helgina 9.-10. júní nk. með kaupum á áhöldum fyrir 250.000 kr. Kostnaður verði færður af kostnaðarstaðnum miðborgarmál (09513)
Greinargerð fylgir tillögunni. R12030019
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 21. þ.m. um viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs til leikskólans Vinaminnis. R09040113
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
21. Lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. f.m. um hugmynd af vefnum Betri Reykjavík um ódýrt rafmagn til grænmetisræktenda. R12040004
Vísað frá.
Raforkuverð er ákveðið af Orkuveitu Reykjavíkur og er tillögunni vísað frá borgarráði með vísan til umsagnar Orkuveitunnar.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra og fjárstýringahóps til borgarráðs:
Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi tilboð í skuldabréf borgarsjóðs RVK 09 1 að nafnverði 200 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,45#PR og fyrirliggjandi tilboð í nýjan skuldabréfaflokk, RVK 19 01, að nafnverði 345 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,00#PR. Einnig er lagt til að gefin verði út skuldabréf í skuldabréfaflokknum RVK 19 1 að nafnverði 240 m.kr. vegna fyrirgreiðslu við viðskiptavaka í samræmi við aðmiðlarasamninga sem samþykktir voru í borgarráði þann 18. maí sl. R11060068
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. um að borgarráð skipi fulltrúa í hverfiskjörstjórnir við forsetakosningar 30. júní 2012. R12020068
Samþykkt.
24. Lögð fram skýrsla vinnuhóps um húsnæðisbætur dags. í maí 2012. R12050086
Vísað til umsagnar húsnæðishóps Reykjavíkurborgar og fjármálaskrifstofu.
Fundi slitið kl. 10.00
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir