Borgarráð - Fundur nr. 5217

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 18. maí, var haldinn 5217. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Eva Einarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 10. maí. R12010010

2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 2. apríl og 9. maí. R12020166

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 7. maí. R12010014

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 28. apríl. R12010018

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 16. maí. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R12040084

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12050001

8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs dags. 18. þ.m. R12010038
Borgarráð samþykkir að veita styrki sem hér segir:
Til útgáfu hverfablaðs Laugardals, Háaleiti og Bústaða kr. 350 þús. Borgarkórinn kr. 600 þús. Golfklúbbur borgarstarfsmanna kr. 150 þús.

9. Lagt fram að nýju bréf staðgengils sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 12. s.m., um kaup Félagsbústaða á 32 einstaklingsíbúðum fyrir geðfatlaða. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 8. þ.m., um málið. Þá er lagt fram minnisblað borgarlögmanns frá 15. þ.m. um túlkun á 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um frávik frá fjárhagsáætlun.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að tillögu velferðarráðs um að Félagsbústaðir kaupi 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða á þremur árum, 2012-2014, þ.a. 12 íbúðir á þessu ári, verði vísað til borgarstjórnar þar sem tillagan felur í sér breytingu á fjárhagsáætlun samstæðunnar vegna 2012 og fimm ára áætlunar 2012-2016.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12040045
Vísað til borgarstjórnar.

10. Kynntir eru aðalmiðlarasamningar við MP-banka, Íslandsbanka og Straum í tengslum við útgáfu skuldabréfa og viðskiptavaktar á eftirmarkaði. R10060030
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.

11. Lögð fram tillaga fjármálastjóra Reykjavíkurborgar frá 15. þ.m. um endurskoðun á tímasetningum vegna verkefna í maí- og júní mánuði til undirbúnings fjárhagsáætlunar. 2013-2017. R12010171
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.

12. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis frá 11. þ.m. ásamt úrskurði ráðuneytisins í máli nr. IRR12010331, kæra Sextán ehf. á ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. R12020086

13. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis frá 11. þ.m. ásamt úrskurði ráðuneytisins í máli nr. IRR12010329, kæra Casino ehf. á ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. R12020087

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða Sundabakka vegna lóða Eimskipa. R12050049
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., um breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits syðri, reitur 1.186.4. R12020154
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. þ.m. ásamt húsaleigusamningi við fyrirtækið Tré lífsins um söluturn á Lækjartorgi. R11050064
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 11. þ.m. um heimild til verkhönnunar vegna endurbóta og breytinga á aðkomu frístundamiðstöðvarinnar í Gufunesi. R12050056
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 11. þ.m. þar sem óskað er heimilda til að ljúka verkhönnun og bjóða út framkvæmdir við nýjan hjólabrettagarð í Laugardal. R12040068
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 11. þ.m. ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda í maí 2012. R10110008

20. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. þ.m. um heimild til að ljúka verkhönnun og láta framkvæma lokun Bólstaðarhlíðar skv. meðfylgjandi greinargerð. R12050055
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um heimild til að láta vinna verkhönnun á 1. verðlaunatillögu í hönnunarsamkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. R11100289
Samþykkt.

22. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs frá 11. þ.m. um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. R11080063
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs.

23. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Faxaflóahafna s.d., á eignarhaldi á landi við Mýrargötu og mörk hafnar og borgar á svæðinu. R12050058
Vísað til meðferðar sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs.

24. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 11. þ.m. ásamt rekstraryfirliti janúar til apríl 2012.
Vísað til borgarstjórnar. R11100292

25. Lögð fram ársskýrsla Faxaflóahafna fyrir árið 2011. R12050060

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð veiti 3,6 m.kr. til íþrótta- og tómstundasviðs vegna frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni í Hinu Húsinu í sumar. Þá er lagt til að íþrótta- og tómstundasvið, velferðarsvið og skóla- og frístundasvið skipi starfshóp til að móta heildstæða stefnu vegna þessarar þjónustu. Kostnaður af verkefninu greiðist af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12050065
Samþykkt.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. þ.m.:
Lagt er til við borgarráð að samþykkja 90 m.kr. fjárveitingu til að byggja yfir áhorfendastæði við Fylkisvöll. Fjárveitingin greiðist sem byggingarstyrkur til knattspyrnufélagsins Fylkis, 45 m.kr. árið 2013 og 45 m.kr. árið 2014. Þó skal taka tillit til framvindu verkefnisins. Fjárveitingin verðbætist miðað við byggingarvísitölu maímánaðar 2012. Fjárveitingin er háð þeim skilyrðum að 15 m.kr. framlag komi frá KSÍ vegna byggingarinnar og að viðhaft verði alútboð þar sem ákveðin framkvæmdaupphæð, 105 m.kr., verði tilgreind sem hámarkskostnaður, ásamt því að kröfur KSÍ til áhorfendaaðstöðu í efstu deild verði uppfylltar. Jafnframt að með þessum aðgerðum sé samningur frá 9. júní árið 2006 milli knattspyrnufélagsins Fylkis og Reykjavíkurborgar, að fullu uppfylltur. Þá er lagt til að framkvæmda- og eignasviði verði heimilað að verja allt að 5 m.kr. af stofnfjárfestingu ársins 2012 til breytinga á holræsi sem liggur undir fyrirhuguðu mannvirki en gera þarf ákveðnar breytingar á því svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir við yfirbyggingu og stækkun áhorfendaaðstöðu. Gerður verður sérstakur samningur um styrkinn í samræmi við ofangreinda tillögu og verður hann lagður fram í borgarráði til staðfestingar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10040098
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf velferðarráðherra frá 14. þ.m. þar sem leitað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg á móttöku á allt að átta flóttamönnum til Íslands árið 2012 úr verkefninu Konur í hættu. R12050067
Mannréttindastjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs falið að ganga til viðræðna við velferðarráðuneytið vegna verkefnisins.

29. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 26. f.m.:
Borgarráð samþykkir breytt skipurit fyrir miðlæga stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg í samræmi við meðfylgjandi minnisblað borgarritara, dags. 26. apríl 2012. Nýtt skipurit taki gildi hinn 1. september 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar frá 15. þ.m. ásamt umsögn um tillöguna.
Lögð fram tillaga borgarráðs að samþykkt. R12030116
Vísað til borgarstjórnar.

30. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra frá 8. þ.m. um nýtt umhverfis- og skipulagssvið og nýja skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar ásamt fylgigögnum. Jafnframt lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar frá 15. þ.m. ásamt umsögn um tillöguna.
Lögð fram tillaga borgarráðs að samþykkt. R12030116
Vísað til borgarstjórnar.

31. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 26. f.m.:
Lagt til að stofnað verði embætti „umboðsmanns borgarbúa“ er leiðbeini íbúum í samskiptum þeirra við embætti og stofnanir borgarinnar og veiti þeim ráðgjöf um rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa skal hafa sjálfstæða stöðu, heyra stjórnskipulega undir forsætisnefnd og vera staðsettur á skrifstofu borgarstjórnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar frá 15. þ.m. ásamt umsögn um tillöguna. Þá er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar og mannréttindaskrifstofu frá 2. þ.m. um tillöguna.
Lögð fram tillaga borgarráðs að samþykkt. R12030116
Vísað til borgarstjórnar.

32. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga frá fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar frá 12. apríl 2011:
Sameiginlegur fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa beinir því til borgarráðs að gera þá breytingu á samþykktum um íþrótta- og tómstundaráð, að Reykjavíkurráði ungmenna verði heimilað að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í íþrótta- og tómstundaráð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna að máli sem vísað var til borgarráðs fyrir ári skuli enn vera óafgreitt. Það er óvirðing gagnvart þeim vettvangi sem sameiginlegur fundur borgarstjórnar og ungmennaráðs Reykjavíkur er og á að vera.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Minnt er á að tillögunni var vísað til meðferðar ÍTR þann 28. apríl 2011 sem stóð fyrir fundum með fulltrúum ungmennaráðsins um málið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokkks óska bókað:
Bókun meirihlutans staðfestir einfaldlega að málið hefur verið óafgreitt í rúmt ár og enn engin niðurstaða fengin. R12040077

33. Lögð fram umsögn borgarráðs um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, dags. 17. þ.m. R12030128
Samþykkt með 5 atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Reykjavíkurborg er einn helsti útgerðarstaður landsins. Í borginni starfa mörg stór útgerðarfyrirtæki og þar á meðal er stærsta fyrirtækið í greininni á landsvísu. Við mat á áhrifum frumvarps um veiðigjöld á sjávarútveginn hefur einkum verið litið til meðalstórra og smærri fyrirtækja sem staðsett eru á landsbyggðinni en borgarráð Reykjavíkur vill benda á að verði frumvörpin að lögum munu þau einnig hafa harkalega áhrif á stærri útgerðarfyrirtæki sem meðal annars eru staðsett í borginni og þá um leið þau þúsund manna sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi og þjónustu við hann. Reykjavíkurborg varar alvarlega við því að sett verði lög sem íþyngja svo undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar að rekstrarforsendur fjölmargra fyrirtækja geti verið brostnar með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóðfélagið í heild. Það er því ámælisvert að áhrif frumvarpanna hafi ekki verið metin til fulls áður en þau voru lögð fram á Alþingi. Óháðir sérfræðingar hafa varað við þeirri leið sem sett er fram í frumvörpunum og þeirri miklu gjaldtöku sem að er stefnt. Það er því mikilvægt, m.a. með tilliti til umsagna, sem borist hafa atvinnumálanefnd, að Alþingi taki sér þann tíma sem nauðsynlegur er til að vanda lagasetningu um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Með framlagningu frumvarpanna hefur verið sköpuð óvissa meðal þjóðarinnar og tortryggni í stað þess að leita sátta og samráðs um ásættanlega lausn í svo stóru hagsmunamáli fyrir þjóðina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa gert tillögu um að leitað verði til óháðra sérfræðinga um frekari úttekt á stöðu borgarinnar og borgarbúa, verði frumvörpin að lögum, og mun skila Alþingi skýrslu að úttekt lokinni verði tillagan samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.58

Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé