Borgarráð - Fundur nr. 5216

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 10. maí, var haldinn 5216. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 27. apríl. R12020166

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 27. apríl og 2. maí. R12010019

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 3. maí. R12010017

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 9. maí. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. apríl. R12010033

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R12040084

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12050001

8. Fram fer umræða um Gagnaveitu Reykjavíkur. R12040062

- Kl. 9.14 tekur Eva Einarsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 10.20 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi og Kjartan Magnússon tekur þar sæti.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis. R12020072
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. f.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Þórsgötu og nr. 2 við Lokastíg. R12040089
Samþykkt.

11. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 12. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., um breytingu á deiliskipulagi að Rafstöðvarvegi 9 og 9A. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og samgönguráðs frá 5. þ.m. R12010188
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 8. þ.m. þar sem lagðar eru til breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2012 vegna hverfapotta og íbúakosninga. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. þar sem óskað er heimildar til að ljúka verkhönnun og láta framkvæma verkefni í samræmi við niðurstöðu íbúakosninga á Betri Reykjavík. R11090037
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 4. þ.m. varðandi framsal byggingarréttar á lóð nr. 1 við Lambasel. R08110098
Samþykkt.

14. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. f.m. um heimild til að verja kr. 305.350.000 til kaupa á bifreiðum sem verði færðar á kostnaðarstað 2101. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 2. þ.m. um málið. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 4. s.m. R12010065
Samþykkt. Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. um kynningu á viðhaldi gatna og bygginga. R12050010

16. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í mars 2012. R12010071

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 7. þ.m. um heimild til að láta vinna verkhönnun vegna byggingar félagsmiðstöðvar í Spönginni 43. R12050020
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 7. þ.m. um heimild til að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum. R11040042
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 7. þ.m. um heimild til að bjóða út framkvæmdir við gerð göngu- og hjólastígs við Vesturlandsveg milli Lambhagavegar og Mosfellsbæjar. R12050021
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 7. þ.m. um heimild til að bjóða út framkvæmdir við gerð nýrra strætóbiðstöðva við Vesturlandsveg. R12050019
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 7. þ.m. um heimild til að bjóða út framkvæmdir við lagfæringar og endurbætur á tengivegi milli Sævarhöfða og Stórhöfða. R12050018
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. þ.m. um að yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma fari með verkefni yfirkjörstjórna í hvoru kjördæmi, sbr. heimild í 2. mgr. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. R12020068
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs s.d., um stefnumótun stjórnar Sorpu vegna Metans hf. R12040064
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Besta flokks og Samfylkingar vísa til bókana sinna í umhverfis- og samgönguráði.

24. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs s.d., um breytingu á leiðakerfi Strætó bs. R10060004
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Besta flokks og Samfylkingar vísa til bókana sinna í umhverfis- og samgönguráði.

25. Fram fer kynning á frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða. R11040003

26. Fram fer kynning á frumvarpi til laga um veiðigjöld. R12030128

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega óvönduð vinnubrögð meirihlutans í þessu máli. Enn sem komið er hefur hann ekki tekið afstöðu til þess stóra hagsmunamáls sem fyrirhugaðar breytingar á umhverfi sjávarútvegs eru með því að skila inn athugasemdum innan tilsetts tíma. Þannig hefur borgin ekki skoðað málið sjálfstætt eða metið áhrif hugsanlegra breytinga á reykvískt atvinnulíf, þrátt fyrir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi flutt tillögu um slíka úttekt strax sl. haust. Þeirri tillögu var vísað til meðferðar borgarráðs en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, fengið nokkra afgreiðslu á þeim vettvangi. Að auki hefur borgarráð ekki enn brugðist við beiðni Alþingis um umsögn um fyrirhugaðar breytingar, heldur gengið svo langt að kynna ekki málið fyrir borgarráði fyrr en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu sérstaklega eftir að málið færi á dagskrá. Alvarlegt er ef meirihlutinn hefur kosið að ganga erinda ríkisstjórnarinnar í þessu máli frekar en að ganga erinda borgarbúa. Slíkt væri auðvitað óásættanlegt, enda felur fyrirliggjandi frumvarp í sér mikla óvissu fyrir einn af undirstöðuatvinnuvegum borgarinnar og getur sem slíkt ógnað lífsgæðum borgar sem lengi hefur byggt á sjávarútvegi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa sig andsnúna frumvarpinu, telja það fela í sér afar slæm tíðindi fyrir Reykjavík og hvetja meirihlutann í Reykjavík til að einbeita sér að þeim hagsmunum.

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að láta gera sjálfstæða úttekt á áhrifum lagafrumvarps um stjórn fiskveiða (þskj. 1052 - 657. mál) og lagafrumvarps um veiðigjöld (þskj. 1053 - 658. mál) á rekstrarskilyrði útgerðarinnar, starfsfólk þeirra og atvinnulífið í borginni. Jafnframt verði lagt mat á hver áhrif slíkrar lagasetningar geti orðið á fjárhag borgarinnar til lengri og skemmri tíma. Leitað verði til óháðra sérfræðinga til að annast úttektina. Úttektin verði grunnur að endanlegri umsögn Reykjavíkurborgar um lagafrumvörpin ef enn verður svigrúm til að gera athugasemdir. Úttekin nýtist einnig við fullvinnslu atvinnustefnu fyrir Reykjavíkurborg. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að leggja fyrir næsta fund borgarráðs tillögu að nánari útfærslu á ofangreindri úttekt ásamt áætluðum kostnaði við gerð hennar og drögum að erindisbréfi. Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað enda hafði Reykjavíkurborg til 20. apríl að veita umsögn um ofangreint lagafrumvarp um veiðigjöld samkvæmt umsagnarbeiðni Alþingis. R12030128
Frestað.

28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu að umsögn um stjórnarfrumvarp um veiðigjöld (þskj. 1053 -658. mál):
Reykjavíkurborg er einn helsti útgerðarstaður landsins. Í borginni starfa þrjú stór útgerðarfyrirtæki og þar á meðal er stærsta fyrirtækið í greininni á landsvísu. Við mat á áhrifum frumvarps um veiðigjöld á sjávarútveginn hefur einkum verið litið til meðalstórra og smærri fyrirtækja sem staðsett eru á landsbyggðinni en borgarráð Reykjavíkur vill benda á að verði frumvörpin að lögum munu þau einnig hafa harkaleg áhrif á stærri útgerðarfyrirtæki sem meðal annars eru staðsett í borginni og þá um leið þau þúsund manna sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi og þjónustu við hann. Reykjavíkurborg varar alvarlega við því að sett verði lög sem íþyngja svo undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar að rekstrarforsendur fjölmargra fyrirtækja geti verið brostnar með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóðfélagið í heild. Það er því ámælisvert að áhrif frumvarpanna hafi ekki verið metin til fulls áður en þau voru lögð fram á Alþingi. Óháðir sérfræðingar hafa varað við þeirri leið sem sett er fram í frumvörpunum og þeirri miklu gjaldtöku sem að er stefnt. Það er því mikilvægt m.a. með tilliti til umsagna sem borist hafa atvinnumálanefnd að Alþingi taki sér þann tíma sem nauðsynlegur er til að vanda lagasetningu um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Með framlagningu frumvarpanna hefur verið sköpuð óvissa meðal þjóðarinnar og tortryggni í stað þess að leita sátta og samráðs um ásættanlega lausn í svo stóru hagsmunamáli fyrir þjóðina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa gert tillögu um að leitað verði til óháðra sérfræðinga um frekari úttekt á stöðu borgarinnar og borgarbúa, verði frumvörpin að lögum, og mun skila Alþingi skýrslu að úttekt lokinni verði tillagan samþykkt. R12030128
Frestað.

29. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nokkur umræða hefur skapast um stöðu mála á nýsameinuðum leikskólum sem virðast nú hyggja á breytingar á deildum. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir kynningu á næsta fundi borgarráðs á fyrirhuguðum breytingum á nýsameinuðum leikskólum í borginni. R10110007

30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi fyrirhugaða vegtengingu skv. samþykktu skipulagi milli Fellavegar við Reynisvatnsás og Úlfarsvegar í Úlfarsárdal. R12050043

- Kl. 11.30 víkja borgarstjóri, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 11.40
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Eva Einarsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon