Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 3. maí, var haldinn 5215. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 16. apríl. R12010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 8. mars. R12010010
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 27. apríl. R12010028
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R12040084
5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH frá 27. f.m. um breytingar á svæðisskipulagi vegna Holtsganga. R11090095
Borgarráð samþykkir fyrir sitt leyti þá breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis varðandi Holtsgöng og Landspítala Háskólasjúkrahús sem kynnt var á almennum kynningarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur 29. mars sl. og að tillagan verði tekin til umfjöllunar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og þar vísað til hlutaðeigandi sveitarstjórna til samþykktar skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Júlíus Vífill Ingvarsson situr hjá.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra frá 30. f.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tilfærslu innan samþykktrar fjárhagsáætlunar 2012:
Að 2,8 m.kr. verði fluttar frá skóla- og frístundasviði, kostnaðarstað D008, yfir til mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar á kostnaðarstað 01240 í samræmi við samkomulag um flutning fjármagns til að efla miðlæga mannauðsráðgjöf Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060068
Vísað til borgarstjórnar.
7. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör a-hluta janúar-febrúar 2012. R11120032
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
8. Lögð fram að nýju tillaga fjármálastjóra að endurskoðun á innheimtureglum Reykjavíkurborgar, dags. 5. mars. Jafnframt lögð fram umsögn innri endurskoðanda frá 10. s.m. R11090110
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. f.m. um heimild til að verja kr. 305.350.000 til kaupa á bifreiðum sem verði færð á kostnaðarstað 2101. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 2. þ.m. um málið. R12010065
Frestað.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. þar sem óskað er heimilda til að ljúka verkhönnun og efna til útboða vegna verkefna í Laugardal. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 25. s.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 24. s.m., um framkvæmdir við stíga. R12040068
Samþykkt að undanskildum brettagarði við Engjaveg.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs s.d., um opnun Laugavegar fyrir gangandi umferð sumarið 2012. R11060028
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta nauðsyn þess að reynslan af þeim tilraunum sem fleiri göngugötur í miðborginni eru, sé skipulega mæld og greind; samhliða því að tryggja gott samstarf um verkefnið við hagsmunaaðila og sérstaklega þá sem starfa og búa við umræddar götur. Fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins voru gerðar nákvæmar talningar á innstigum í verslanir í fyrra, sem mikilvægt er að verði gert aftur í ár. Sömu sögu er að segja um kannanir á viðhorfi fólks til göngugötunnar. Mikilvægt er að fylgjast vel með öllum mælikvörðum um áhrif göngugötunnar á mannlíf, verslun og þjónustu og meta framhaldið með hliðsjón af þeim niðurstöðum.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lýsa yfir mikilli ánægju með að haldið sé áfram að þróa göngugötur í miðborginni. Góð sátt hefur ríkt um málið í umhverfis- og samgönguráði og hafa allir fulltrúar sem þar eiga sæti lagt áherslu á að árangurinn sé mældur og afstaða almennings og rekstraraðila sé könnuð ítarlega. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á afstöðu bæði almennings og rekstraraðila sýna að meirihluti er jákvæður í garð þessarar þróunar.
12. Lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. febrúar varðandi tillögu um verðhækkun veiðileyfa og lengingu veiðitímabils í Elliðaám. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og samgönguráðs frá 30. f.m. um málið. R12020134
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 18. f.m. varðandi stefnumótun vegna Metan hf. R12040064
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs.
14. Lagt fram bréf Garðars Briem hrl. frá 17. f.m. um málskot til borgarráðs vegna tengingu fyrir frárennsli við Hólaberg 84. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 30. s.m. um málið. R12040053
Umsögn borgarlögmanns samþykkt.
15. Rætt um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011. R12030043
16. Lagt fram svar borgarlögmanns frá 23. f.m. og svar velferðarsviðs frá 26. s.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um rekstur gistiskýlisins í Þingholtsstræti og innkaupareglur, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. mars og 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. apríl. R12030090
Svari borgarlögmanns vísað til innkauparáðs.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Greinilegt er að velferðarsvið fór vísvitandi á svig við reglur borgarinnar um innkaup þegar gerður var samningur við Samhjálp um rekstur gistiskýlisins án þess að aðrir aðilar fengju möguleika á að bjóða fram þjónustu sína. Það er óásættanlegt með öllu og raunar umhugsunarvert hvort ekki eigi að taka samninginn til endurskoðunar í ljósi þessarar niðurstöðu. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir því að innkauparáð taki málið til skoðunar og eftir atvikum innri endurskoðandi.
17. Lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 2. þ.m. um endurskoðun þjónustusamninga við tónlistarskóla. R11060115
18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp um veiðigjöld sem hlotið hefur harða gagnrýni úr flestum áttum. Alþingi sendi Reykjavíkurborg frumvarpið til umsagnar enda mikil útgerð stunduð frá höfnum borgarinnar og þúsundir borgarbúa byggja framfæri sitt á störfum við sjómennsku, útgerð og þjónustu við sjávarútveginn. Í borginni eru þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki og eitt þeirra er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. 19#PR af öllum afla á landinu er landað í Reykjavík. Svör höfuðborgarinnar til Alþingis eru engu að síður engin. Frá 20 öðrum sveitarfélögum, sumum fámennum í samanburði við Reykjavík, hafa borist svör og eru þau öll á einn veg. 91 umsögn hefur þegar borist Alþingi og um síðustu helgi bárust fréttir af því að á annað hundrað sveitarstjórnarmenn hvaðanæva að á landinu hefðu skrifað undir mótmælaskjal. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks minna á að það er ekki á valdi meirihluta Samfylkingar og Besta flokks að ákvarða að samþykkja stjórnarfrumvarp þetta með þögninni. Lagt er til að frumvarp til laga um veiðigjöld verði kynnt borgarráðsfulltrúum á næsta fundi borgarráðs ásamt tillögu að umsögn borgarinnar. Farið verði yfir áhrif frumvarpsins, verði það að lögum, á útgerðarfyrirtæki og atvinnulíf í borginni. R12030128
Frestað.
Fundi slitið kl. 10.51
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir