Borgarráð - Fundur nr. 5213

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, mánudaginn 16. apríl, var haldinn 5213. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Eva Einarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Kynntur er ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011. Einnig er lagt fram bréf PWC, dags. í dag. Ákveðið að halda kynningarfund um ársreikninginn fyrir borgarfulltrúa 2. maí kl. 15.00 og að umræður í borgarstjórn um ársreikninginn skuli fara fram 30. apríl og 8. maí. R12030043

Borgarráð samþykkir óendurskoðaða ársreikninga Reykjavíkurborgar vegna ársins 2011 til endurskoðunar í samræmi við 61. gr. laga nr. 138/2011.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi umboð borgarráðs í tengslum við forsetakosningar 30. júní nk., staðsetningu kjörstaða og skipan undirkjörstjórna. R12020068
Vísað til borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 14.25

Dagur B. Eggertsson
Björk Vilhelmsdóttir Eva Einarsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir