Borgarráð - Fundur nr. 5212

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 12. apríl, var haldinn 5212. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Eva Einarsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 3. og 11. apríl. R12020166

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 27. mars. R12010012

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 7. mars. R12010016

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 22. mars. R12010017

5. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 26. mars og 3. apríl. R12010019

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 11. apríl. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. mars. R12010033

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R12030114

- Kl. 9.05 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

9. Lögð fram tillaga um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðbogarsvæðisins frá 29. f.m. ásamt fylgiskjölum. R11090095
Vísað til umsagnar skipulagsráðs.

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 11. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð heimili borgarstjóra að undirrita, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, meðfylgjandi drög að samningi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu og bókanir umhverfis- og samgönguráðs dags. 10. þ.m. R11070014
Vísað til borgarstjórnar.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grafarholts vegna lóða nr. 23., 25 og 27 við Grænlandsleið. R12030132
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi. R12030131
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf staðgengils sviðsstjóra velferðarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 29. s.m., um breytingu á gjaldskrá um akstursþjónustu fyrir aldraða og ferðaþjónustu fatlaðs fólks. R11020021
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sitja hjá. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar til bókana í velferðarráði. Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar vísa einnig til bókana í velferðarráði.

14. Lagt fram bréf staðgengils sviðsstjóra velferðarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 29. s.m., um breytingu á reglum um forvarnasjóð Reykjavíkurborgar. R12040005
Samþykkt.

15. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. f.m. um heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. s.d., og minnisblað frá 10. þ.m. um erindið. R12030103
Vísað til borgarstjórnar.

16. Lögð fram tillaga að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar - skapandi borg, dags. 25. nóvember sl., ásamt umsögnum hagsmunaaðila og samantekt verkefnisstjóra. R10090142
Borgarráð samþykkir að taka drög að atvinnustefnu til frekari vinnu á sérstökum fundum sem fulltrúar í borgarráði verða boðaðir á, að frátöldum þeim þætti sem lýtur að stofnun einingar í stjórnkerfinu sem annist atvinnumál og borgarþróun. Hinu síðarnefnda verði vísað til umfjöllunar stjórnkerfisnefndar. Gert verði ráð fyrir fullnaðarafgreiðslu atvinnustefnu Reykjavíkurborgar fyrir sumarleyfi borgarstjórnar.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. samþykkt borgarstjórnar 20. f.m. þar sem tillögunni var vísað til borgarráðs:
Aukin umsvif í hagkerfinu, fleiri atvinnutækifæri og nýsköpun í atvinnulífi eru forsendur þess að lífsgæði íbúa aukist á komandi árum. Til þess að svo geti orðið skorar Borgarstjórn Reykjavíkur á ríkisvaldið að huga að áherslum og aðgerðum sem bætt geta rekstrarumhverfi fyrirtækja í borginni. Pólitískur vilji til verka, hófleg skattheimta og öflugt samráð við atvinnulífið um leiðir og lausnir skipta hér mestu. Slíkar áherslur geta og munu hraða nauðsynlegri uppbyggingu í íslensku samfélagi, auk þess sem vöxtur í atvinnulífinu hefur veruleg áhrif á þá grunnþjónustu sem sveitarfélög og ríki geta veitt. Reykjavíkurborg hefur metnað til að gera vel við þau þúsund fyrirtækja sem starfa í borginni og þá tugi þúsunda starfsmanna sem hér stunda sína vinnu og skorar því á ríkisvaldið að tryggja umhverfi sem auðveldar fyrirtækjum að nýta sem best þau tækifæri sem bjóðast í íslensku samfélagi. R12030081
Vísað til meðferðar borgarráðsfulltrúa samhliða atvinnustefnu Reykjavíkurborgar.

18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12030002

19. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli nr. E-3808/2010, Hverfi ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10050137

20. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-2253/2011, Brynjar Gunnlaugsson og Ásdís Ósk Smáradóttir gegn Reykjavíkurborg. R11050119

21. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms í máli X-48/2010, Reykjavíkurborg gegn Landsbanka Íslands. R10100096

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um sölu byggingarréttar fyrir raðhús á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut með nánar tilgreindum skilmálum. R12040008
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um sölu byggingarréttar fyrir raðhús á lóð nr. 48-56 við Haukdælabraut með nánar tilgreindum skilmálum. R12040009
Samþykkt.

24. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í febrúar 2012. R12010071

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 10. þ.m.:
Lagt er til að tekjur á fjármagnslið vegna ársins 2012 verði hækkaðar um 66 m.kr. og sama fjárhæð færð á ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.
Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun ársins verði endurskoðuð til samræmis.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060068
Vísað til borgarstjórnar.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 10. þ.m.:
Lagt er til að varið verði 25 m.kr til þess að fjármagna 90 sumarstörf fyrir námsmenn í samstarfi við Vinnumálastofnun (12 m.kr.) og 50 sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni (13 m.kr.). Framlagið komi af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060068
Vísað til borgarstjórnar.

27. Kynntur er ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011. R12030043

- Kl. 11.30 víkur Eva Einardóttir af fundi.

28. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar ósk sína frá 22. mars sl. um álit borgarlögmanns á því hvort innkaupareglum borgarinnar hafi verið fylgt þegar samið var við Samhjálp um rekstur gistiskýlisins við Þingholtsstrætis. R12030090

29. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir nýjum tölum um hlutfall yfirvinnu af heildarlaunagreiðslum, sundurliðuðum eftir fagsviðum, til samanburðar við þau gögn sem áður hafa verið lögð fram, síðast þann 5. október 2011. Óskað er eftir að yfirlitið nái aðeins til launagreiðslna þann 1. apríl 2012. R11080085

Fundi slitið kl. 12.15

Dagur B. Eggertsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir