Borgarráð - Fundur nr. 5211

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 29. mars, var haldinn 5211. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Óttarr Ólafur Proppé.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 14. og 21. mars. R12020166

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 12. mars. R12010009

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 19. mars. R12010014

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 15. mars. R12010015

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 28. mars. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12. mars. R12010032

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R12020129

8. Lögð fram umsögn forstjóra Landspítala frá 20. þ.m. um ályktun stjórnar Landssambands heilbrigðisstofnana frá 18. nóvember sl. um nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landspítala. R11010038

- Kl. 9.06 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir sæti á fundi.

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12030002

10. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 22. þ.m. um rekstrarleyfi í flokki II fyrir veitingahúsið Silfurtunglið að Snorrabraut 37. R12030002
Samþykkt. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sitja hjá.

11. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 25. þ.m. um afgreiðslu ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011. R12030043
Samþykkt.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. þ.m.:

Lagt er til að stofnaður verði nýr skuldabréfaflokkur til 7 ára að fjárhæð allt að 3.500.000.000 til að nýta þau tækifæri sem nú bjóðast á fjármálamarkaði til að lækka fjármagnskostnað borgarinnar. Fjármálastjóra verði veitt umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga, sem og til þess að móttaka og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast stofnun þessa nýja skuldabréfaflokks. Fjármálastjóra verði falið að ákveða m.t.t. markaðsaðstæðna í hverju útboði á þessu ári hvort boðið verður út í nýjum flokki eða í RVK09 1.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11060068
Samþykkt með 5 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sitja hjá.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 27. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að greiða áætlað framlag vegna þjónustusamninga við tónlistarskóla þann 30. mars nk. þrátt fyrir að þjónustusamningar liggi ekki enn fyrir. Borgarráð samþykkir jafnframt að greiða sérstaklega Söngskólanum í Reykjavík fyrirfram 5,7 m.kr. og Tónlistarskólanum í Reykjavík 5 m.kr. til að þessir skólar geti haldið áfram óbreyttri starfsemi sinni. Þessar greiðslur teljast fyrirframgreiðslur upp í væntanlega þjónustusamninga.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11060115
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. þ.m. um heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. s.d., um erindið. R12030103
Frestað.

15. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 26. þ.m. um endurbætur og breytingar á Breiðagerðisskóla. Kostnaðaráætlun er um 180 m.kr. sem skiptist á árin 2012 og 2013. R12030100
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. þ.m. varðandi átaksverkefni við hönnun og framkvæmdir sundlaugamannvirkja 2012-2014. Heildarkostnaður árið 2012 er áætlaður 500 m.kr. sem færist á kostnaðarstaði 1105 og 7102. R12030102
Vísað til umsagnar starfshóps um framtíð sundlauganna í Reykjavík.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs frá 27. þ.m. varðandi undirbúning og forsögn endurgerðar Pósthússtrætis milli Kirkjustrætis og Geirsgötu og forsögn vegna endurgerðar Frakkastígs milli Laugavegar og Hverfisgötu. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um 50 m.kr. og færist á kostnaðarstað 3105. R12030105
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 21. s.m., um fjölgun skipulagsdaga á leikskólum Reykjavíkurborgar. R12030101
Samþykkt með 5 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sitja hjá.

19. Lögð fram dagskrá kynningarfundar um nýjan Landspítala - Háskólasjúkrahús sem haldinn verður í Ráðhúsinu í dag. R12020127

Fundi slitið kl. 9.40

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir