Borgarráð - Fundur nr. 5210

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 22. mars, var haldinn 5210. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. mars. R12010027

2. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. febrúar og 16. mars. R12010031

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. mars. R12010028

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 19. mars. R12010029

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R12020129

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna lóðar nr. 4 við Sæmundargötu. R12030060
Samþykkt.

- Kl. 9.12 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um að eiganda lóðar að Lækjargötu 6a verði veittur tímafrestur að viðlögðum dagsektum til að fjarlægja óleyfisfilmu úr gluggum. R12030050
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fram við Úlfarsbraut. R12030059
Samþykkt.

9. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra frá 7. þ.m. um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 12. janúar um að hefja undirbúning að endurskoðun skipulags Öskjuhlíðar. R12010083

10. Lagt fram svar sviðsstjóra velferðarsviðs, ódags., við fyrirspurn borgarráðs um þjónustusamninga við trúfélög og lífsskoðunarhópa, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. mars. R10100305

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Svar velferðarsviðs um samskipti þess við trúar- og lífsskoðunarhópa vekur upp spurningar um hvort verklag á sviðinu sé í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Þar kemur fram að trúar- og lífsskoðunarfélög séu ekki skilgreind sérstaklega inni á sviðinu og því verður að teljast ólíklegt að metið sé hvort samningsaðilar fylgi ákvæðum mannréttindastefnunnar um trúarbrögð og stjórnmálaskoðanir. Svarið gerir því ekkert annað en að sýna fram á mikilvægi þess að útbúnar verði reglur um samskipti sviðsins við trúar- og lífsskoðunarfélög með sambærilegum hætti og gert hefur verið varðandi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Það er miður að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar skuli skorta pólitískan kjark til þess.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 19. þ.m. um samning til tveggja mánaða um afnot af landi í Gunnunesi til dúntekju. R11050066
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 14. s.m., um úthlutun styrkja úr húsverndarsjóði árið 2012. R12030087
Samþykkt.

- Kl. 9.23 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12030002

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. um frestun á greiðslu gatnagerðargjalds og bílastæðagjalds við Sætún 10. R12030071
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 19. þ.m. um áætlaðar framkvæmdir við gönguleiðir skólabarna og umferðaröryggismál 2012. R12030070
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi tilboð í skuldabréf borgarsjóðs RVK 09 01 að nafnverði 380 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,50#PR. R11060068
Samþykkt.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. í dag:
Lagt er til að samþykkt verði 10 m.kr. fjárheimild vegna nýrrar endurskoðunarnefndar á nýjan kostnaðarstað, 09212 endurskoðunarnefnd, undir sameiginlegum kostnaði, ÖNN060 ýmis kostnaður, sem verði fjármagnað af liðunum ófyrirséð 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10110111
Vísað til borgarstjórnar.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. í dag:
Lagt er til að samþykkt verði 41,6 m.kr. fjárheimild vegna stjórnsýsluúttektar á starfsemi Reykjavíkurborgar. Fjárheimildin verði færð á kostnaðarstað 01420 ytri endurskoðun og fjármögnuð af liðnum ófyrirséð 09205. Fjárheimildinni verði ráðstafað á tvö verkefni, annars vegar 21,6 m.kr. á verkefnisnr. 14003 úttektarnefnd borgarstjórnar í samræmi við kostnaðaráætlun úttektarnefndar um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 8. mars sl. Hins vegar verði 20 m.kr. ráðstafað til stjórnsýsluúttektar á Orkuveitu Reykjavíkur verkefnisnr. 14004 úttektarnefnd OR.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10040061
Vísað til borgarstjórnar.

19. Kynnt er mánaðaruppgjör a-hluta fyrir janúar-desember 2011. R11040014

20. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs frá 13. s.m., um tillögu að leiksvæðastefnu. R10060068
Vísað til borgarstjórnar.

21. Lögð fram tillaga umhverfis- og samgönguráðs frá 20. janúar um forgangsakrein fyrir Strætó við Klambratún. Jafnframt lögð fram umsögn hverfisráðs Hlíða frá 29. f.m. um tillöguna. R12030068
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs.

22. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. 19. þ.m.
R11070040
Umsókn Marita á Íslandi vísað til forvarnasjóðs.
Samþykkt að veita eftirtöldum styrk:
ReykjavíkurAkademían 750 þ.kr. vegna rannsóknarverkefnis Investigating Cultural Sustainability.
Skrautás ehf. 700 þ.kr. vegna útgáfu hverfisblaða Grafarvogs og Árbæjar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

23. Kynnt er staða viðræðna um verkefnið Efling almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess – tilraunaverkefni til 10 ára. R11070014

24. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir áliti borgarlögmanns á því hvort innkaupareglum borgarinnar hafi verið fylgt í hvívetna þegar samið var við Samhjálp um rekstur gistiskýlisins við Þingholtsstræti. Vinstri græn hafa efasemdir um að svo sé, þar sem skýrt er kveðið á um að bjóða skuli út slíka þjónustu í innkaupareglunum, eða í það minnsta auglýsa eftir áhugasömum skv. undanþáguheimild. Hvorugt var gert í þessu tilfelli og sætir það furðu. R12030090

25. Lagður fram bæklingurinn Klámvæðing er kynferðisleg áreitni. R11100197

- Kl. 12.12 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi.
- Kl. 12.19 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.

Fundi slitið kl. 12.25

Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir