Borgarráð - Fundur nr. 5209

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 15. mars, var haldinn 5209. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 7. mars. R12020166

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 7. mars. R12010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 12. mars. R12010013

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 27. febrúar. R12010014

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. desember. R12010015

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. mars. R12010019

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. mars. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 9. mars. R12010029

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2. mars. R12010033

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R12020129

- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 28. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um samgöngur, framkvæmdir og fleira varðandi sameiningu grunnskóla í Grafarvogi, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. s.m. R11010176
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Svar varðandi framkvæmdir á gönguleiðum barna í tengslum við sameiningu skóla veldur vonbrigðum.Samkvæmt framlögðum upplýsingum eru þessi mikilvægu öryggsimál ýmist í skoðun eða til umhugsunar. Það er algjörlega ófullnægjandi. Ekki virðist hafa verið hugað að því að nota skólabíla eða strætisvagna í tengslum við sameininguna. Umferðaröryggi barna á unglingastigi verður að vera tryggt.

12. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, ásamt drögum að viðaukasamningi við Íþróttabandalag Reykjavíkur vegna styrkveitinga til íþróttafélaga í ár. Viðaukasamningurinn felur í sér 40 m.kr. viðbótarfjárveitingu til íþróttafélaganna sem fjármögnuð verði af liðnum ófyrirséð. R12010157
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorleifur Gunnlaugsson sitja hjá og vísa til bókana í íþrótta- og tómstundráði. Besti flokkur og Samfylking vísa einnig til bókana í íþrótta- og tómstundaráði.

13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 6 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12030002

14. Lögð fram umsögn stjórnar Miðborgarinnar okkar frá 5. þ.m. um erindi umhverfis- og samgöngussviðs frá 15. f.m. um breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá á gjaldsvæðum 1-3 og 2 og 4. R10050094
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis- og samgönguráðs.

15. Lagður fram undirskriftarlisti verslunareigenda á Laugarvegi frá 7. þ.m. þar sem mótmælt er öllum frekari fyrirætlunum um lokun Laugavegar fyrir bílaumferð. R12030022
Vísað til meðferðar umhverfis- og samgönguráðs.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 13. þ.m.:
Borgarráð samþykkir tillögur starfshóps um kynbundinn launamun hjá Reykjavíkurborg og að sérstökum aðgerðarhópi verði falið fylgja eftir tillögum starfshópsins í samráði við mannauðs- og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hópurinn skili af sér eða kynni áfangaskýrslu í borgarráði eigi síðar en 15. maí 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10090203
Samþykkt samhljóða.

17. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. 13. þ.m.
Erindi Golfklúbbs borgarstarfsmanna vísað til mannauðsstjóra.
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi 200 þ.kr. styrk vegna ráðstefnu í samgönguviku.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorleifur Gunnlaugsson sitja hjá. R11070040

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 13. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki þau markmið, skilgreiningar og formreglur sem settar eru fram um styrkveitingar, gerð samstarfssamninga og gerð þjónustusamninga í fyrirliggjandi styrkjahandbók.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11070040
Samþykkt samhljóða.

19. Fram fer kynning á atkvæðagreiðslu á Betri Reykjavík - betri hverfi. Um nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum Reykjavíkur. R12010190

20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 13. þ.m. um skipan kjörstjórnar vegna atkvæðagreiðslu á Betri Reykjavík um nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum Reykjavíkur. R12010155

21. Lögð fram hugmynd, tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. f.m., um bætta götulýsingu í Fossvogsdal og Elliðaárdal. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. um erindið. R11120084
Samþykkt. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorleifur Gunnlaugsson sitja hjá.

22. Lögð fram samantekt slökkviliðsstjóra frá 29. f.m. um áhættumat fyrir Reykjavík, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. nóvember sl. R11050134

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. um verkhönnun og útboð á grundvelli tillögu um gerð göngu- og hjólastígs frá Elliðaárósum að Hlemmi. Kostnaðaráætlun er 380 m.kr. R11100289
Samþykkt að heimila framkvæmda- og eignasviði að ljúka verkhönnun og efna til útboðs á grundvelli tillögu um gerð göngu- og hjólastígs frá Elliðaárósum að Hlemmi að undanskildum undirgöngum undir Reykjaveg. Borgarráð felur umhverfis- og samgönguráði, í samstarfi við framkvæmda- og eignasvið, að yfirfara tillöguna vegna undirganganna og skoða aðrar útfærslur á hjólastígnum við gatnamót Reykjavegar og Suðurlandsbrautar, ef ástæða þykir til.
Bókun borgarráðs:
Til að auka enn frekar hlut hjólreiða sem almenns samgöngumáta í Reykjavík er nauðsynlegt að ráðast bæði í uppbyggingu nýrra hjólastíga og lagfæringar á núverandi hjólastígakerfi. Til grundvallar er það net hjólastíga sem lagður var grunnur að með samþykkt borgarstjórnar á nýrri hjólreiða áætlun þann 2. febrúar 2010. Í vegalögum og samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ríkið takist á hendur hluta af kostnaði við uppbyggingu stofnstígakerfis hjólreiða. Miklvægt er því að ná samstöðu um skilgreiningu grunnkerfisins og kostnaðarhlutdeild Vegagerðarinnnar þannig að Reykjavíkurborg geti ráðist í framkvæmdir við stígakerfið á næstu árum, jafnvel þótt umsamin kostnaðarhlutdeild ríkisins komi til greiðslu á lengri tíma. Markmið borgarinnar verður að hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar verði lögð til grundvallar. Borgarráð óskar eftir viðræðum við Vegagerðina um skilgreiningu á stofnstígakerfi hjólreiða innan borgarmarkanna og kostnaðarskiptingu við uppbyggingu þess. Umhverfis- og samgöngusviði verði falið að leiða viðræðurnar fyrir hönd Reykjavíkurborgar í samráði við framkvæmda- og eignasvið og skipulags- og byggingarsvið.

24. Fram fer umræða um stöðu mála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. R11020039
Á fundinn komu fulltrúar Orkuveitunnar og gerðu grein fyrir sölu OR um sölu á eignarhlutum dótturfélags OR, Reykjavik Energy Invest (REI), á 19,53#PR hlut í Enex-Kína og 24,5#PR hlut í Envent Holding.

25. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á kælibúnaði fyrir tæknirými UTM í Borgartúni. Kostnaður er áætlaður 12 m.kr. og færist á kostnaðarstað 2101. R12030032
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. ásamt leigusamningi um verslunarrými að Álfabakka 14a. R12020080
Samþykkt.

27. Lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. um erindi Guðmundar Tryggva Sigurðssonar varðandi leigu Lundeyjar, Þerneyjar, Engeyjar, Akureyjar og Gunnuness. R12010138
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. varðandi samning um leigu á landspildu í landi Skrauthóla á Kjalarnesi.
Samþykkt. R12030033

29. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. um endurbætur á kjallara Breiðholtslaugar að Austurbergi 3. R12030035
Samþykkt.

30. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli nr. X-520/2010, Reykjavíkurborg gegn Glitni banka hf. R09110113

- Kl. 11.55 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi.

31. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 12. þ.m. varðandi skuldabréfaútboð vegna Hörpu. R11010037

32. Lögð fram svohljóðandi tillaga bogarstjóra frá 13. þ.m.:
Borgarráð samþykkir tillögur starfshóps um endurnýjun upplýsingatæknibúnaðar hjá Reykjavíkurborg árið 2012, sbr. skýrslu starfshópsins dags. 15. febrúar 2012. Upplýsingatæknimiðstöð borgarinnar verði falið að hrinda tillögunum í framkvæmd. Úthlutun fjármagns í gegnum blandaða leið til grunnskóla verði unnin í samráði við yfirstjórn skóla- og frístundasviðs. Upplýsingatæknimiðstöð er einnig falið að fylgja eftir almennum tillögum starfshópsins um leiðir til að stuðla að aukinni hagkvæmni við úthlutun upplýsingatæknibúnaðar. Lagt er til að 100 m.kr. fjárheimild til kaupa á upplýsingatæknibúnaði verði flutt af kostnaðarstað 01367 til UTM og færast þá annars vegar 42 m.kr. á kostnaðarstað 01393 og hins vegar 58 m.kr. á kostnaðarstað 01394.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12010125
Samþykkt.

33. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 12. þ.m. um 2,1 m.kr. tilfærslu innan fjárhagsáætlunarfrá íþrótta- og tómstundasviði til skóla- og frístundasviðs vegna verkefna frístundamiðstöðva. R11060068
Vísað til borgarstjórnar.

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi borgarráðs 24.11. 2011 lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að tillit yrði tekið til kostnaðar vegna fasteignaskatta í framlögum til tónlistarskóla. Frá þeim tíma hefur fjárhagsleg staða tónlistarskóla orðið grafalvarleg og dæmi um að rekstrarstöðvun sé á næsta leyti. Hvað líður þeirri tillögu og viðbrögðum meirihluta borgarstjórnar við þessari stöðu tónlistarskólanna? R11060115

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi borgarstjórnar 17. janúar sl. var samþykkt að vísa til borgarráðs tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um víðtækt samráð borgarbúa um fjármál ríkis og Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013. 26. s.m. var henni vísað til fjármálastjóra til umsagnar. Tillagan byggir á því að tímabært sé að líta á opinber gjöld, skatta og gjaldskrár sveitarfélaga sem eina heild fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Verði hún samþykkt þarf vinna samkvæmt henni að hefjast strax. Hvað líður þessu máli? R11060068

Fundi slitið kl. 12.09

Óttarr Ólafur Proppé

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Þorleifur Gunnlaugsson