Borgarráð - Fundur nr. 5207

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 1. mars, var haldinn 5207. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Helga Björk Laxdal var fundarritari.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 24. febrúar. R12020166

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 9. febrúar. R12010010

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. febrúar. R12010011

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 20. febrúar. R12010014

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 23. febrúar. R12010015

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 2. febrúar. R12010017

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 29. febrúar. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 23. febrúar. R12010029

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R12020129

- Kl. 9.11 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits syðri. R12020154
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 8 og 10. R12020155
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóla. R12020156
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 32 við Sundlaugaveg. R12020157
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóða nr. 4 og 6 við Leirulæk. R12020158
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sóley Tómasdóttir situr hjá.

15. Lagt fram svar borgarlögmanns frá 27. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um atvinnustefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. desember. R10090142

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:
Drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar er eins og áður hefur fram komið, því miður aðeins eins manns atvinnustefna. Dagur B. Eggertsson var eini kjörni fulltrúinn sem skipaður var til verksins en borgarstjóri skipaði þann starfshóp án nokkurrar aðkomu borgarstjórnar eða borgarráðs þrátt fyrir að vinnan byggði á sameiginlegri ákvörðun allrar borgarstjórnar. Það er algjört einsdæmi og mjög ámælisvert að þannig sé unnið að lýðræðislegri stefnumörkun. Þrátt fyrir að sjálfsagt sé hægt að verja slíka ákvörðun með einhverjum hætti lagalega er alveg ljóst að þannig vinnubrögð verða seint talin lýðræðisleg eða góð. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna ítreka andstöðu sína við slík vinnubrögð, gagnrýna að borgarstjóri gæti ekki betur að skyldum sínum gagnvart borgarstjórn og borgarráði og harma að svo illa sé haldið á svo stóru hagsmunamáli.

16. Lagt fram svar borgarstjóra frá 29. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um atvinnustefnu borgarinnar, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. febrúar. R10090142

17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 29. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um fundi eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. febrúar. R10060067

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gefa lítið fyrir þau svör sem liggja fyrir um störf eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Drög að eigendastefnu hafa legið fyrir frá því síðasta sumar og ítrekað hefur verið óskað eftir áliti nefndarinnar vegna mögulegrar sölu á Gagnaveitu Reykjavíkur. Til þess að hægt sé að ganga frá þessum málum og fleirum er nauðsynlegt að kalla saman fundi, en það hefur ekki verið gert frá því 7. nóvember. Borgarráðsfulltrúarnir hvetja meirihlutann til dáða í þessum efnum.

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 21. f.m. ásamt verklagsreglum um aðgang að gögnum og meðferð þeirra fyrir úttektarnefnd á stjórnsýslu o.fl. R10040061
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Vakin er athygli á því að umfang úttektar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hefur ekki verið ákveðin. Afmörkun verkefnisins er óljós og þá um leið kostnaður. Áður en þessa vinna hefst er nauðsynlegt að borgarráð fái upplýsingar um það hver áætlaður kostnaður verkefnisins verður.

19. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 23. f.m. um verslun og þjónustu í miðborginni.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi breytingatillögu:
Borgarráð álítur að mikilvægt sé að hafa góðar upplýsingar um þróun verslunar í miðborginni. Í þeim tilgangi verði gerð könnun á nýtingu verslunarrýmis og annars atvinnuhúsnæðis við Laugaveg og á svæði þróunaráætlunar miðborgar. Þá verði einnig skoðaður aldur og eðli verslunarrekstrar á svæðinu. Skipulags- og byggingarsviði ásamt umhverfis- og samgöngusviði verði falið að safna upplýsingum í samvinnu við hagsmunaaðilasamtök á svæðinu. Vinnunni skal lokið fyrir 1. ágúst og skal hún kynnt fyrir borgarráði. R12020145
Samþykkt.

20. Fram fer kynning á skipulagsmálum á uppbyggingarsvæði LSH við Hringbraut. R12020127

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. f.m.:
Lagt er til að borgarstjóra verði heimilað að undirrita meðfylgjandi samkomulag er varðar leigu lóðarinnar nr. 2 við Sturlugötu (landnr. 205674) til Háskóla Íslands. Jafnframt heimilar borgarráð að Reykjavíkurborg geri leigusamning við Félagsstofnun stúdenta um lóð nr. 14 við Sæmundargötu, sem ætluð er undir stúdentaíbúðir.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11010186
Samþykkt.

22. Lögð fram umsögn skóla- og frístundaráðs frá 20. f.m. um tillögur verkefnishóps SSH um menntamál og sérfræðiþjónustu í skólum, sbr. erindi SSH frá 24. október sl. R11090014
Samþykkt.

23. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráð samþykkir að fela mannréttindaskrifstofu að setja á laggirnar starfshóp til að vinna reglur um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög. Reglurnar taki bæði til þjónustu á vegum sviðsins og aðkeyptrar þjónustu. Reglurnar verði unnar í samráði við alla hlutaðeigandi og í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. R10100305
Tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 1.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Í Reykjavík býr alls konar fólk og það er mikilvægt að Reykjavíkurborg sem stjórnvald fagni þessum fjölbreytileika. Velferðarsvið leggur áherslu á það að þegar fullorðið, sjálfráða fólk vill leita sér hjálpar hafi það val um hvar það fær þjónustu. Allir samstarfsaðilar borgarinnar þurfa að fylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Það er nú þegar hluti af þjónustu- og styrktarsamningum velferðarsviðs að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Þannig er í samningum þeim sem velferðarsvið gerir við þriðja aðila kveðið á um að vinna beri að verkefnum eftir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn 16. maí 2009. Undanfarin ár hefur ennfremur verið meiri áhersla lögð á aukið samstarf við notendur þjónustunnar, auk þess sem leitað hefur verið nýrra leiða í þjónustunni, m.a. með faglegum stuðningi við þriðja aðila frá sérfræðingum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs. Þegar samið er við þriðja aðila er fyrst og fremst horft til þess hvort að starf viðkomandi fyrirtækja, félaga eða samtaka sé virkt og skili árangri fyrir þá einstaklinga sem þangað velja að sækja sér hjálp. Þau trúfélög og/eða lífskoðunarfélög sem velferðarsvið styrkir hafa óskað eftir styrkjum vegna verkefna í þágu fullorðins fólks. Þessi félög vinna mjög óeigingjarnt og nauðsynlegt starf í þágu samfélagsins, en það þýðir ekki að þau séu hafin yfir gagnrýni eða að þau séu undanskilin aðhaldi.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar er skýrt kveðið á um að allir skuli eiga jafnt aðgengi að þjónustu Reykjavíkurborgar, óháð stjórnmála- og trúarskoðunum. Ennfremur er tekið fram að þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaus og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokks tók af myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við uppeldis- og menntastofnanir í borginni en heykist nú á að framfylgja stefnunni gagnvart öðrum íbúum. Fullyrðingar um að fullorðið og sjálfráða fólk hafi val um hvar það leiti sér hjálpar eru í besta falli hæpnar, enda er þjónusta velferðarsviðs í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða í þessum efnum. Í því samhengi verður ekki komist hjá því að nefna styrki og þjónustusamninga við Samhjálp sem veitir fólki í bágri stöðu þjónustu með mjög trúarlegu ívafi. Fullyrðingar í bókun meirihlutans um mikilvægi og þátt mannréttindastefnunnar í starfi velferðarsviðs eiga sér þannig litla stoð í raunveruleikanum.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráð samþykkir að óska eftir því að velferðarsvið upplýsi:
a) hvernig almennu eftirliti er háttað með félögum sem teljast geta til trúfélaga og/eða lífskoðunarfélaga og eru með þjónustu-/ styrktarsamninga við sviðið
b) og hvernig auka megi eftirfylgd vegna ákvæða í þjónustusamningum um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

24. Lögð fram umsögn forstöðumanns UTM frá 20. f.m. um hugmynd tekna af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. janúar sl., um að boðið verði upp á opið þráðlaust internet. R11120085
Tillaga af Betri Reykjavík felld.
Borgarráð samþykkir að upplýsingatæknimiðstöð verði falið að framkvæma eftirfarandi:
1. Að taka saman upplýsingar um opin þráðlaus net í Reykjavík og birta á Reykjavik.is til upplýsinga fyrir notendur.
2. Að kynna sérstaklega „heita reiti“ sem kostaðir eru af Reykjavíkurborg með áberandi merkingum og tilgreiningu í kynningartilgangi.
3. Að setja upp fjóra nýja „heita reiti“ utandyra í Reykjavík og láta fara fram sérstaka kynningu á þeim. Leita skal eftir tillögum á Betri Reykjavík um heppilega staðsetningu. Eftir eins árs mælingar á notkun skal taka ákvörðun um frekari opin þráðlaus net, verði árangurinn góður.

25. Lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 20. f.m. um tillögu tekna af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. janúar, um að gera bókhald borgarinnar sýnilegra. R12020030
Tillaga af Betri Reykjavík samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. varðandi reglur um viðbótargjald af lóðum. R12020077
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. f.m. varðandi niðurfellingu viðbótargjalds við sölu Haukdælabrautar 6. R12020118
Samþykkt.

28. Lögð fram að nýju umsögn umhverfis- og samgönguráðs frá 16. f.m. um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2012. R12020039
Samþykkt með 5 atkvæðum. Júlíus Vífill Ingvarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir sitja hjá.

29. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. 24. f.m. R11070040
Samþykkt með 4 atkvæðum að veita Eddu, Center of Excellence 600 þ.kr. styrk vegna ráðstefnu um samfélagslega þróun á Íslandi. Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. f.m.:
Borgarráð samþykkir að greiða áætlað framlag til Íþróttabandalags Reykjavíkur 1. mars þrátt fyrir að þjónustusamningur liggi ekki fyrir. Óskað er eftir þessari heimild þar sem endurskoðun þjónustusamnings við ÍBR f.h. íþróttafélaganna er ekki lokið. Greiðslan yrði fyrirframgreiðsla upp í væntanlegan þjónustusamning. R12020152
Samþykkt.

31. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 20. f.m. varðandi breytingar á gjaldskrá fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. R12020135
Vísað til borgarstjórnar.

32. Lagt fram bréf Álfhildar Andrésdóttur, ódags., um hvatningu til borgaryfirvalda að opna vistarverur fyrir heimilslausa, ásamt undirskriftarlista. R10080130
Vísað til meðferðar væntanlegs starfshóps um mótun stefnu í málefnum utangarðsfólks.

33. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 525/2011, Reykjavíkurborg gegn Urð og grjóti ehf. R11050118

34. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-3469/2011, Ártúnsbrekka ehf. gegn Reykjavíkurborg. R11060032

35. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 27. f.m. ásamt drögum að samkomulagi um rekstur bílastæða í Mjódd. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 29. s.m. um málið. R12020160
Samþykkt. Heildargreiðsla vegna samnings um uppgjör 34.483.571 kr. fari af ófyrirséðu 09205. Greiðslur vegna þjónustusamnings 3.297.788 kr. fari af þjónustulið umhverfis- og samgöngusviðs 3496 en þar sem ekki var reiknað með þessum lið verður að fylgjast sérstaklega með kostnaðarstaðnum.

36. Lögð fram skýrsla starfshóps um endurnýjun á upplýsingatæknibúnaði, dags. 15. f.m. R12010125

37. Lögð fram samantekt fjármálaskrifstofu frá 16. f.m. um úttekt á hlutverki Reykjavíkurborgar varðandi leigufélög. R10110019

Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar ítarlegri samantekt fjármálaskrifstofu á kostum og göllum þess að Reykjavíkurborg gerist kjölfestufjárfestir á leigumarkaði. Samantektin gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu húsnæðismarkaðarins og þess ósamræmis sem birtist í ívilnun hins opinbera eftir búsetuformi. Í greiningu Capacent á eftirspurn eftir leiguhúsnæði sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg kemur fram að fleiri vilja leigja en gera í dag. Því er brýnt að ríkisvaldið skoði vel hvernig bótakerfi hins opinbera kemur til móts við ólíkar þarfir íbúanna þegar kemur að vali milli þess að eiga húsnæði eða leigja það.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fjármálaskrifstofu góða úttekt á þeirri hugmynd sem meirihlutinn hefur ítrekað rætt og gerir ráð fyrir aðkomu Reykjavíkurborgar að svokölluðum leigufélögum. Í niðurstöðum fjármálaskrifstofu segir orðrétt að ,,óráðlegt sé fyrir sveitarfélög að gerast kjölfestufjárfestir í leigufélagi við óbreyttar aðstæður þar sem íbúðaleiga er álitin skammtíma- og/eða neyðarbúsetuúrræði.“ Að auki bendir fjármálaskrifstofa á að slíkar fjárfestingar Reykjavíkurborgar yrði að líta á ,,sem umtalsverða áhættufjárfestingu.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja meirihlutann til að taka mið af þessum varnaðarorðum þegar teknar eru frekari ákvarðanir um aðkomu borgarinnar að húsnæðiskostum í borginni.

38. Lögð fram tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð, dags. 28. f.m., um fjárheimild vegna verkefnisins Til vinnu. R11120042
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.

39. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. f.m.:
Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur um vinnumarkaðsúrræði. Hópurinn fari með það hlutverk að útfæra hugmyndir um sameiginlega „atvinnumáladeild“ er starfi á einum stað og fari með vinnumiðlun í átaksverkefnum með og án bótaréttar, vinnumiðlun sumarstarfa og vinnumiðlun fatlaðra ásamt námskeiðahaldi fyrir atvinnuleitendur. Til frambúðar er hópnum ennfremur ætlað að vera borgaryfirvöldum til ráðgjafar í atvinnuátaksmálun. Lagt er til að borgarstjóri skipi 5 starfsmenn í þennan hóp.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11120042
Samþykkt með 5 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sitja hjá.

40. Lagðar fram upplýsingar frá Orkuveitu Reykjavíkur um sölugögn vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um gögn er tengjast auglýsingu og sölu Perlunnar, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. f.m. R11060060

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Tilboðin sem gerð voru í Perluna og hafa nú verið gerð opinber og tilboðsgögnin sem nú hafa verið birt skýra hvers vegna tilboðsgjafar virðast allir hafa skilið sölu Perlunnar þannig að til sölu væri ekki aðeins húsið sjálft heldur einnig tækifæri til frekari uppbyggingar á svæðinu. Þannig er hvergi í tilboðsgögnum útilokað að þarna geti orðið frekari uppbygging, auk þess sem ítrekað er minnst á þá ,,gríðarlega miklu möguleika“ sem til staðar séu til að ,,auka og bæta þjónustu“ á svæðinu. Einnig fylgir sérstök yfirlýsing forstjóra þar sem fram kemur að OR muni ekki gera athugasemdir við að útvíkka starfsemina með því t.d. að opna baðstað við suðvesturhlið mannvirkisins. Auðvelt er að túlka sölugögn með þeim hætti að salan feli í sér annað og meira en sölu þeirra mannvirkja sem þarna eru fyrir. Allir tilboðsgjafar skildu það svo.

41. Lagt fram svar borgarstjóra frá 23. f.m. við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um lóðarstækkun Perlunnar, sbr. 5. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 21. s.m. R11110067

42. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fréttum hafa komið fram upplýsingar sem benda til þess að sl. haust hafi Orkuveita Reykjavíkur selt eignir án auglýsingar. Svör forsvarsmanna fyrirtækisins og meirihlutans hafa verið afar óskýr, en séu þessar upplýsingar réttar er um mjög alvarleg og ámælisverð vinnubrögð að ræða. Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvernig það þjónar hagsmunum fyrirtækisins að leita ekki tilboða í eignir með það að markmiði að ná sem hæstu verði; í öðru lagi samrýmist það engan veginn þeirri skyldu sem hvílir á opinberum aðilum við dreifingu takmarkaðra gæða að semja við einn aðila án vitneskju annarra; og í þriðja lagi geta slík vinnubrögð hvorki talist góð né rétt.
Af þessu tilefni spyrja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna:
1. Er það rétt að umræddar eignir hafi verið seldar án auglýsingar?
2. Hver sá um þá sölu?
3. Hverjir eru kaupendur og hvernig fengu þeir vitneskju um umrædda eignasölu?
4. Hafa aðrar eignir OR í þessu ferli verið seldar án auglýsingar?
5. Hvernig hyggst meirihlutinn bregðast við þessum upplýsingum? R11020039


Fundi slitið kl. 13.40

Óttarr Ólafur Proppé
Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir