Borgarráð - Fundur nr. 5206

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 23. febrúar, var haldinn 5206. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. febrúar. R12010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 13. febrúar. R12010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 9. febrúar. R12010015

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. febrúar. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. janúar. R12010031

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. febrúar. R12010028

7. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13. febrúar. R12010032

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R12010186

9. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngussviðs frá 15. þ.m. um breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá á gjaldsvæðum 1-3 og 2 og 4. R10050094
Vísað til umsagnar stjórnar Miðborgarinnar okkar.

10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 21. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um stöðu mála í sameiningarmálum grunnskóla, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. f.m. R11010176

11. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. f.m. um tilnefningar í ráðgjafarhóp um Elliðaárnar, sbr. tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna frá 21. júlí sl. R11070048
Borgarráð samþykkir að eftirtaldir fulltrúar sitji í ráðgjafarhópnum:
Fulltrúi borgarstjórnar, Hjörtur Þorbjörnsson, fulltrúi Stangveiðifélags Reykjavíkur, Ragnheiður Thorsteinsson, fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, Hólmfríður Sigurðardóttir, fulltrúi Veiðimálastofnunar, Þórólfur Antonsson.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra 22. þ.m.:

Borgarráð heimilar að gengið verði frá og undirritað meðfylgjandi samkomulag milli Reykjavíkurborgar annars vegar og fjármálaráðuneytisins og velferðarráðuneytisins hins vegar um landsvæði tengt uppbyggingu Landspítala háskólasjúkrahúss (hér eftir LSH) og Háskóla Íslands (hér eftir HÍ) við Hringbraut og nefnt hefur verið A, B, C og U-reitir. Samþykki borgarráðs verður með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags á athafnasvæði LSH við Hringbraut.

Greinargerð fylgir tillögunni. R12020127
Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Samkvæmt samningnum sem nú er framlagður um framtíðaruppbyggingu Landspítala er gert ráð fyrir a.m.k. 293.000 ferm byggingarmagni á lóðinni. Það er fjórföldun núverandi byggingarmagns. Gildi samningsins hvílir á því að deiliskipulagstillaga sem hvorki hefur verið samþykkt í skipulagsráði né farið í lögbundið kynningar- og samráðsferli verði samþykkt. Sú tillaga að nýjum spítalabyggingum sem rekja má til forhönnunarsamkeppni árið 2010 hefur verið mjög umdeild, ekki síst vegna umfangsins og því ljóst að endanleg niðurstaða um uppbyggingu mun ráðast af þeim viðbrögðum sem tillagan mun fá meðal almennings í kynningar- og auglýsingarferlinu. Skipulagsráð verður að taka sér þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að móta uppbyggingu á lóð Landspítalans með heildarhagsmuni að leiðarsljósi. Áður en því mikilvæga og lögbundna ferli lýkur getur borgarráð ekki afgreitt samninga sem ganga út frá ákveðinni niðurstöðu í þessu stóra máli.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:

Nýtt samkomulag um lóð og lendur ríkisins á og í kringum Landspítalann er endurskoðun á eldri samningum. Eldri samningar gera ráð fyrir að Landspítali og Háskóli Íslands eigi byggingarheimildir á svokölluðum A, B, C og U reitum. Í endurskoðuðu samkomulagi er gert ráð fyrir að byggingarheimildir á U, C og syðsta hluta B reits gangi til borgarinnar. Í samkomulaginu eru aðilar sammála um að vinna að framsetningu deiliskipulags á skipulagsreitum í samræmi við vinningstillögu í forhönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala frá júlí 2010. Endurskoðun á deiliskipulagi Landspítalalóðar hefur staðið yfir um nokkurt skeið og verið í vinnslu hjá skipulagsráði. Þeirri vinnu er ekki lokið. Fallist skipulagsráð ekki í megindráttum á þær tillögur sem hafa verið til umfjöllunar hjá ráðinu í tæp tvö ár mun samkomulag þetta ekki öðlast gildi. Gildistaka skipulags er forsenda þess að samkomulagið sé í gildi. Bent er á að endurskoðað skipulag þarf að taka mið af samningum ríkis og borgar um ráðstöfun byggingarréttar og því eðlilegt að nýtt samkomulag liggi fyrir í megindráttum áður en skipulagsbreyting er hagsmunaaðilakynnt eða auglýst. Mikill ávinningur er af því fyrir borgina að geta nýtt þær byggingarheimildir sem kunna að verða til á svæðinu án tillits til uppbyggingarþarfa Landspítalans og Háskóla Íslands með tilliti til ábyrgrar borgarþróunar og því er lögð áhersla á að samningar við ríkið um nýtingu landsins séu skýrir.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 8. þ.m. ásamt drögum að viðauka við þjónustusamning Sorpu bs. og sveitarfélaganna um rekstur endurvinnslustöðva. R06010059
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs.

14. Lögð fram umsögn velferðarsviðs frá 16. þ.m. um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. R12020015
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir sátu hjá.

15. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgönguráðs frá 16. þm. um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2012. R12020039
Frestað.

16. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. 17. þ.m. R11070040
Samþykkt með 4 atkvæðum að veita styrk til eftirfarandi aðila:
Breiðholtsblaðið 350 þ.kr.
Vesturbæjarblaðið 350 þ.kr.
Grænn apríl 200 þ.kr.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 21. þ.m. ásamt skilagrein starfshóps vegna atvinnutorgs, sumarstarfa og átaksins til vinnu. R11120042

18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12020001

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 20. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að greiða áætlað framlag vegna þjónustusamninga við tónlistarskóla þann 29. febrúar nk. þrátt fyrir að þjónustusamningar liggi ekki enn fyrir. Borgarráð samþykkir jafnframt að greiða sérstaklega Söngskólanum í Reykjavík fyrirfram 2,5 m.kr. og Tónlistarskólanum í Reykjavík 7 m.kr. til að þessir skólar geti haldið áfram óbreyttri starfsemi sinni. Þessar greiðslur teljast fyrirframgreiðslur upp í væntanlega þjónustusamninga.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11060115
Samþykkt.

20. Lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 21. þ.m. um tillögur starfshóps um aðgerðir gegn kynbundnum launamun.
Borgarráð þakkar umsögnina og mun fylgja eftir skýrslu starfshópsins með tillögum á næsta fundi ráðsins. R10090203

21. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að Ellý Katrín Guðmundsdóttir taki sæti í Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í stað Regínu Ásvaldsdóttur. R10090054
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um Félagsbústaði og húsaleigubætur, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. f.m. R12010082

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 12. janúar, um drög að nýjum samningi Sjúkratrygginga Íslands og Reykjavíkurborgar um hjúkrun í heimahúsum. R11030112
Vísað til borgarstjórnar.

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 16. s.m., um tillögu starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga til velferðarmála. R11030027
Borgarráð samþykkir tillögu velferðarsviðs að þjónustusamningum til þriggja ára nema lið nr. 17.
Liður nr. 17, Samhjálp, er samþykktur með 6 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar til bókana í fundargerð velferðarráðs 16. þ.m.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vísa einnig til bókana í fundargerð velferðarráðs 16. þ.m.

25. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. þ.m. ásamt samstarfsyfirlýsingu velferðarsviðs og Vinnumálastofnunar um atvinnutorg og minnisblaði um kostnað borgarinnar vegna atvinnutorgs. R11120042
Borgarráð vill koma á framfæri bestu þökkum til þeirra sem að undirbúningi verkefnisins Atvinnutorgs hafa komið. Verkefnið er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnunar. atvinnutorg var sett á fót sem aðgerð fyrir fólk yngra en 25 ára til að grípa inn í óvirkni með ráðgjöf og þátttöku á vinnumarkaði. Það er einróma álit borgarráðs að hér sé um gífurlega mikilvægt og þarft verkefni að ræða

26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð álítur að mikilvægt sé að hafa góðar upplýsingar um þróun verslunar í miðborginni. Í þeim tilgangi verði gerð könnun á nýtingu verslunarrýmis og annars atvinnuhúsnæðis við Laugaveg og á svæði þróunaráætlunar miðborgar. Þá verði einnig skoðaður aldur fyrirtækja á svæðinu og eðli verslunarrekstrarins. Miðborgin okkar annist söfnun upplýsinganna og samantekt þeirra. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins eru kr. 400.000 sem teknar verði af liðnum ófyrirséð. R12020145
Frestað.

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í ljósi þeirra upplýsinga að öll tilboð í Perlunni hafi falið í sér tillögu um breytingu á skipulagi á svæðinu og í framhaldi af fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið í borgarstjórn, er óskað eftir því að öll gögn er tengjast sölu/auglýsingu hússins verði lögð fram í borgarráði. R11060060

- Kl. 11.58 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

Fundi slitið kl. 12.15

Óttarr Ólafur Proppé
Björk Vilhlemsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna birna Kristjánsdóttir Hjálmar Sveinsson
Sóley Tómasdóttir