Borgarráð - Fundur nr. 5205

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 16. febrúar, var haldinn 5205. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 2. febrúar. R12010018

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R12010186

3. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis. R12020072
Samþykkt.

4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2-4 við Sóltún. R11110049
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna innsiglingarmerkja. R12020070
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna göngu- og hjólabrúar við Geirsnef. R12020071
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. þar sem lagt er til að Íslandsbanki verði lóðarhafi lóðar nr. 4 við Norðlingabraut með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R12020076
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 10. þ.m. ásamt leigusamningi um Fólkvang á Kjalarnesi við íbúasamtök Kjalarness. R12020080
Samþykkt.

9. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í desember. R11040094

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um tillögu að átaksverkefnum vegna leikvalla, torga og opinna svæða árið 2012. R12020085
Samþykkt.

11. Lagðar fram umsagnir leikskólaskrifstofu frá 31. október og umhverfis- og samgöngusviðs frá 2. þ.m. um erindi foreldrafélags leikskólans Geislabaugs frá 30. júní sl. varðandi styrk til að ganga frá lóð að Þorláksgeisla 2-4. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. þ.m., þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað. R11070003
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkt með 5 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sitja hjá.

12. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 14. þ.m. um greiðslu kjarasamningsbundinna hækkana til félagsmanna Félags grunnskólakennara ásamt bréfi mannauðsstjóra frá 6. s.m. um samningaviðræður við Félag grunnskólakennara. R12020053
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf mannauðsstjóra frá 1. þ.m. ásamt viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2011, dags. í janúar 2012. R09090013

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:
Nú loks hefur verið gengið til þess verks að framkvæma viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar en því var á síðasta ári frestað vegna óánægju starfsfólks í skólakerfinu sem talin var geta skekkt niðurstöðurnar. Sú ákvörðun meirihlutans var harðlega gagnrýnd enda mjög ámælisverð og án efa einsdæmi að valdhafar velji eftir geðþótta þá tímapunkta sem þeir telja henta sjálfum sér og sinni pólitík best til að gefa starfsfólki tækifæri til að segja skoðun sína á eigin starfsumhverfi. Áður hafði könnunin alltaf verið framkvæmd á ákveðnum tíma árs með tveggja ára millibili til að tryggja samanburðarhæfni og faglega úrvinnslu. Niðurstaða þeirrar könnunar sem nú liggur fyrir staðfestir engu að síður að verulega hefur dregið úr starfsánægju á svo til öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Þetta á jafnt við um starfsumhverfi, samskipti og stjórnunarhætti en á öllum þessum kvörðum mælist ánægja minni en hún var síðast þegar slík könnun var gerð árið 2009. Þessi þróun er sérstaklega áberandi á sviðum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur og allra mest á leikskólasviði, sem kemur ekki á óvart í ljósi forgangsröðunar meirihlutans. Borgarstjórn hlýtur að taka þessar niðurstöður til sérstakrar athugunar með það að markmiði að gera betur og tryggja að Reykjavík verði áfram fyrirmyndarvinnustaður. Vegna þessara niðurstaðna munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska eftir sérstakri umræðu um minnkandi starfsánægju hjá borginni á næsta fundi borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar fagnar niðurstöðum starfsmannakönnunar sem gerð var 2011. Meirihlutinn þakkar starfsfólki fyrir gott viðhorf í garð borgarinnar sem vinnustaðar og eru niðurstöður sérstaklega ánægjulegar ef litið er til samanburðar við ýmsar aðrar stærri viðhorfs- og árangurskannanir. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöður heldur lægri einkunnir en voru 2009 en í minnisblaði mannauðsstjóra er sagt að það ár hafi verið mjög sérstakt og kunni ytri þættir, þ.e. efnahagshrunið, að hafa haft áhrif þar á. Niðurstöðurnar eru svipaðar og árin þar á undan. Mikilvægt er að greina hvernig er best að fara með þessar upplýsingar til að bæta starfsumhverfi hjá Reykjavíkurborg enn frekar.

14. Fram fer kynning á ábendingagátt framkvæmda- og eignasviðs. R12020090

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 14. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki styrk að fjárhæð 8,2 m.kr. vegna húsaleigu fyrir Fjölsmiðjuna á árinu 2012. Útgjöldin verði fjármögnuð af kostnaðarstaðnum ófyrirséð, 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagður fram húsaleigusamningur, dags. 7. desember 2009. R12010194
Samþykkt.

16. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. 9. þ.m.
Samþykkt með 4 atkvæðum að veita styrk til eftirfarandi aðila:
Bandalag íslenskra skáta 500 þ.kr. vegna 100 ára afmælishátíðar.
Skátasamband Reykjavíkur 500 þ.kr. vegna 100 ára afmælishátíðar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir sitja hjá. R11070040

17. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-2201/2011, Frjálslyndi flokkurinn gegn Reykjavíkurborg. R11050046

- Kl. 11.20 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi.

18. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs frá 6. þ.m. yfir úthlutun styrkja ÍTR vegna ársins 2012. R12020056

- Kl. 11.30 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

19. Lagðar fram umsagnir skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m. og borgarminjavarðar frá 10. s.m. um frumvarp til laga um menningarminjar. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar um málið, dags. 14. þ.m. R12020017
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. þ.m. um rekstur skíðasvæðisins í Skálafelli. R12010152

Bókun borgarráðs:
Samþykkt að veita allt að 2,5 m.kr. viðbótarframlag af styrkjalið borgarráðs til Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna opnunar í Skálafelli enda liggi fyrir samþykki annarra samstarfssveitarfélaga um þeirra viðbótarframlag.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna hefur fulla samúð með skíðaiðkendum en telur ómögulegt við núverandi aðstæður að veita frekari fjármunum til rekstrar skíðasvæðanna á sama tíma og verið er að skera niður í grunnþjónustu borgarinnar, m.a. við börn og fjölskyldur.

21. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. í dag, um staðfestingu borgarráðs á tilboði um kaup á eignarhlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum. Jafnframt lagt fram bréf sveitarstjóra Borgarbyggðar frá 15. þ.m. og bréf hafnarstjóra, dags. s.d., um málið. R12010168
Samþykkt.

22. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 1. desember á síðasta ári var tillögum starfshóps um aðgerðir gegn kynbundnum launamun vísað til umsagnar fjármálastjóra. Nú, rúmum tveimur mánuðum síðar óskar borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna eftir að umsögnin verði lögð fram hið fyrsta. R10090203

23. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela mannréttindaskrifstofu að setja á laggirnar starfshóp til að vinna reglur um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög. Reglurnar taki bæði til þjónustu á vegum sviðsins og aðkeyptrar þjónustu. Reglurnar verði unnar í samráði við alla hlutaðeigandi og í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. R10100305
Frestað.

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í kjölfar sameiningar unglingastigs í safnskóla munu fjölmargir grunnskólanemendur þurfa að fara á milli hverfa borgarinnar til að komast til og frá skóla. Foreldrar og nemendur hafa bent á að ekki sé gert ráð fyrir slíkum ferðum á milli hverfisskóla í deiliskipulagsáætlunum. Leiðir nemenda séu víða ekki greiðfærar, fullnægjandi lýsingu vanti og í flestum tilfellum sé yfir umferðarþungar stofnbrautir að fara. Þá hefur verið bent á að strætisvagnaleiðir taki ekki mið af ferðum skólanemenda á milli hverfisskóla. Áhyggjur foreldra komu m.a. fram á opnum fundum í Grafarvogi. Vegna þess óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins svara við eftirfarandi spurningum:
Hvernig hyggst meirihluti borgarstjórnar tryggja öryggi barna á leið í skóla eftir sameiningu unglingastiga í safnskóla?
Hvaða framkvæmdir hafa verið settar á dagskrá til að bæta samgönguleiðir nemenda?
Munu skólabílar verða notaðir þar sem fjarlægðir eru mestar?
Hefur verið gert ráð fyrir aukinni bílaumferð í nágrenni skólanna í tengslum við skutl á nemendum?
Hefur verið gert ráð fyrir framkvæmdum á göngu- og hjólastígum, gangbrautarljósum, aukinni lýsingu o.s.frv. í fjárhagsáætlun ársins í tengslum við þetta?
Hafa fulltrúar meirihluta borgarstjórnar tekið það upp við stjórn Strætó bs. að endurskoða leiðakerfi með tilliti til ofangreindra breytinga á ferðavenjum ungs fólks? R11010176

Fundi slitið kl. 11.48

Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir