No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 9. febrúar, var haldinn 5204. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 23. janúar. R12010009
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 2. febrúar. R12010008
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 26. janúar. R12010015
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 8. febrúar. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 6. janúar. R12010028
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 23. janúar. R12010029
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. janúar. R12010033
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R12010063
- Kl. 9.07 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.13 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagráðs s.d., um að gefa eiganda Veghúsastígs 1 tímafrest að viðlögðum dagsektum til að ljúka endurbótum á húsinu. R12010174
Samþykkt með 6 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.
10. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 8. nóvember sl., um breytingar á gjaldsvæði bílastæða á Miðbakka við Geirsgötu. R12010165
Samþykkt með 6 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.
11. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 25. október sl., um breytingar á gjaldsvæði bílastæða við Túngötu. R12010166
Samþykkt með 6 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.
12. Lögð fram tillaga um að eftirtaldir fulltrúar taki sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar: Ólafur B. Kristinsson, formaður, Sigrún B. Guðmundsdóttir og Jón Sturla Jónsson. Til vara: Helga Harðardóttir, Stefán Auðólfsson og Inga Björk Hjaltadóttir. R10110111
Vísað til borgarstjórnar.
13. Lagt fram að nýju bréf stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20. f.m. vegna rekstrar skíðasvæðisins í Skálafelli í vetur. Jafnframt lögð fram bréf skíðadeildar KR frá 3. f.m. og 7. þ.m. um málið.
Borgarráð tekur jákvætt í erindi skíðadeildar KR og samþykkir að beina því til stjórnar skíðasvæðanna að hefja viðræður við deildina á grundvelli þess sem fram kemur í tilboði þeirra dags. 7. febrúar. Borgarráð óskar eftir því að viðræðum verði hraðað eins og kostur er.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fellst á að vísa erindinu til stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins með fyrirvara um að mögulegt samkomulag krefjist ekki aukinna fjárútláta af hálfu borgarinnar. R12010152
14. Lagt fram svar borgarstjóra frá 7. þ.m við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um lóðarstækkun Perlunnar, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. f.m. R11110067
15. Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp um heildstæða þjónustu í Breiðholti, dags. í dag. R12020052
16. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. í dag, varðandi tilboð um kaup á eignarhlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum:
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að gera Borgarbyggð eftirfarandi tilboð í 0,7044#PR eignarhlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum sf.
Kauptilboð og greinargerð fylgir tillögunni. R12010168
Samþykkt.
17. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns frá 8. þ.m. varðandi greiðslu fasteignaskatts af hesthúsum. R12020059
18. Lagt fram minnisblað frá 31. f.m. um Betri Reykjavík - betri hverfi. R12010190
19. Lagt fam bréf skrifstofustjóra fjármálaskrifstofu frá 7. þ.m. ásamt tillögum að reglum um gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt með 5 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon sitja hjá.
Borgarráð hvetur verkefnisstjórn um kynjaða fjárhagsáætlunargerð til dáða svo kynna megi tillögur um aðferðafræði og vinnulag hið fyrsta. Þannig verði hægt að taka næstu skref við innleiðingu aðferðafræðinnar svo hún nýtist til hagsbóta fyrir borgarbúa. Borgarráð felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að skoða aðkomu og afgreiðslu fagráða á fjárhagsáætlun. R11090109
20. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. þar sem óskað er heimildar til að verja 20 m.kr. til endurbóta á Tjarnarbíó, ásamt minnisblaði Verkís frá 23. f.m. R09060133
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.
21. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 6. þ.m. um viðhaldsáætlun fasteigna 2012. R12020045
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. f.m. varðandi umhverfisframkvæmdir í Víðidal. R09100208
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. þ.m. um sameiginlegan rekstur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á Bolaöldu. R12010150
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.
24. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að hefja vinnu við verkhönnun vegna viðbyggingar við Klettaskóla ásamt breytingum á eldra húsnæði. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 3. s.m. varðandi málið. R11050072
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. um endurbyggingu grunnskóla-, leikskólalóða og boltagerða 2012.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að einungis sé fyrirhugað að vinna að minniháttar lagfæringum á leikskólalóð Hólaborgar á yfirstandandi ári. Á fundi menntaráðs 23. mars 2011 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna fram bókun þar sem óskað var sérstaklega eftir því að haldið yrði áfram endurbótum þeim sem hafnar voru á umræddri leikskólalóð fyrir nokkrum árum og þeim lokið sem fyrst þar sem lóðin er í afar bágbornu ástandi. Áformum um lagningu gervigrasvalla við Breiðagerðisskóla og Foldaskóla er fagnað. Hins vegar er það átalið harðlega hvernig lagning gervigrasvallar við Vesturbæjarskóla hefur tafist árum saman með ótrúlegum hætti og án þess að á því hafi fengist fullnægjandi skýringar. Á lóð fyrirhugaðs gervigrasvallar stendur nú illa farið hús og er hægðarleikur að færa það af lóðinni og hýsa annars staðar þá starfsemi sem þar fer fram svo koma megi slíkum velli fyrir. Enn einu sinni skal bent á að Vesturbærinn er nú eina hverfi borgarinnar þar sem enginn battavöllur er á skólalóð og er löngu orðið tímabært að bætt sé úr því. Í nokkrum hverfum eru nú komnir battavellir á allar skólalóðir og önnur hverfi eru langt komin. Í lok síðasta kjörtímabils höfðu verið lögð drög að því að bætt yrði úr slíkum skorti á battavöllum við skóla í Vesturbænum á árinu 2010 en eftir að nýr meirihluti tók við var því miður horfið frá þeim fyrirætlunum. Er skorað á meirihluta borgarráðs og framkvæmda- og eignasvið að taka tillit til löngu samþykktrar forgangsröðunar vegna battavalla í þágu barna og unglinga og að séð verði til þess að slíkur völlur verði lagður í Vesturbænum árið 2012. Lýst er yfir ánægju með endurnýjun lóðar Seljaskóla en jafnframt ítrekuð sú ósk að í tengslum við hana verði lagður körfuknattleiksvöllur eða fjölnota íþróttavöllur á skólalóðinni með gúmmíundirlagi (tartani eða sambærilegu efni). Að lokum er sú tillaga ítrekuð að við nýframkvæmdir og endurnýjun íþróttavalla á skólalóðum verði tryggt að veggir (battar) umhverfis þá verði úr gegnsæju efni. Battavellir eru með vinsælustu stöðum á skólalóðum en í einhverjum tilvikum jafnframt þeir staðir sem hvað erfiðast er að fylgjast með þar sem þeir eru umluktir ógegnsæjum timburveggjum og því ákveðin hætta á að þar geti þrifist einelti og önnur óæskileg hegðun.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins óska bókað:
Skóla- og frístundaráð hefur þegar samþykkt tillögu um að beina eindregnum tilmælum til framkvæmda- og eignasviðs um að battavöllur verði lagður á lóð Vesturbæjarskóla á árinu 2012 og það mál er í vinnslu. R12020040
26. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 1. s.m., varðandi reglur um styrkveitingu skóla- og frístundaráðs til þróunarverkefna. R12020042
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sóley Tómasdóttir situr hjá.
27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 1. s.m., varðandi breytingar á reglum um framlag vegna barna hjá dagforeldrum. R10120053
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir sitja hjá.
28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 1. s.m., varðandi reglur um styrkveitingu skóla- og frístundaráðs til almennra styrkja. R12020042
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sóley Tómasdóttir situr hjá.
29. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Rafstöðvarvegar 9 og 9a. R12010188
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sóley Tómasdóttir situr hjá.
30. Fram fer kynning og umræða um sameiningarmál grunnskóla, leikskóla og frístundastarfs. R11010176
31. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi ítrekun á fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrirspurn sína frá 28. nóvember 2011 vegna atvinnumálastefnu borgarinnar, en enn hefur ekki verið lagt fram yfirlit yfir þá hagsmunaaðila sem haft var samráð við og hvaða fulltrúar þeirra voru í sambandi við hópinn. Eins hefur ekki verið lagt fram erindisbréf eða nákvæmar upplýsingar um stofnun atvinnumálahópsins. R10090142
32. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks vekja athygli á því að eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki hist um nokkurt skeið og lítið hefur gerst varðandi mótun eigendastefnu frá því í september á síðasta ári. Spurt er hverju sæti og hvort horfið hafi verið frá fögrum fyrirheitum um faglega og vandaða stjórnsýslu á vettvangi borgarinnar og fyrirtækja hennar. R10060067
Fundi slitið kl. 12.50
Óttarr Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir