No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 2. febrúar, var haldinn 5203. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 14. desember og 30. janúar. R12010011
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R12010186
3. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 25. f.m. um að gefa eiganda Marteinslaugar 8-16 tímafrest að viðlögðum dagsektum til þess að hefja að nýju og ljúka byggingarframkvæmdum á lóðinni. R12010175
Samþykkt.
- Kl. 9.17 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
4. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. 12. f.m. R11070040
Samþykkt að veita eftirtöldum styrk:
Íþróttafélagið Styrmir 3 m.kr. í samræmi við vilyrði frá 2011.
Neytendasamtökin 800 þ.kr.
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. þar sem óskað er heimildar til að verja 20 m.kr. til endurbóta á Tjarnarbíó, ásamt minnisblaði Verkís frá 23. f.m. R09060133
Frestað.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. um leigusamning um hagabeit á landinu Fellsmúla undir Úlfarsfelli. R10080073
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 27. f.m. varðandi leigusamning um hluta þriðju hæðar að Vonarstræti 4. R10080073
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. þar sem óskað er heimildar til kaupa á dráttarvélum. R12010065
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. varðandi leigusamning um hluta fyrstu hæðar að Þönglabakka 4. R10080073
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda á lóð nr. 3 við Lambhagaveg og að Hömlur 1 ehf. verði lóðarhafi lóðarinnar í stað Víddar ehf. með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R12010198
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 20. f.m. um styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs fyrir árið 2012. R11010175
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 19. f.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 16. s.m., varðandi framtíð Sjóminjasafnsins. Jafnframt lagt fram bréf Víkurinnar Sjóminjasafnsins í Reykjavík frá 8. desember sl. R11120037
Borgarráð felur menningar- og ferðamálasviði í samvinnu við fjármálaskrifstofu að skoða grundvöll viðræðna og mögulegar leiðir til að bæta rekstrargrundvöll safnsins.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 25. október sl., um breytingar á gjaldsvæði bílastæða við Túngötu. R12010166
Frestað.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 8. nóvember sl., um breytingar á gjaldsvæði bílastæða á Miðbakka við Geirsgötu. R12010165
Frestað.
15. Lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlitsins frá 20. f.m. um tillögu stýrihóps SSH um heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, sbr. bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. desember. R11020100
Samþykkt.
16. Lögð fram umsögn mannréttindaráðs frá 25. f.m. um tillögur verkefnahóps SSH vegna mögulegs samstarfs sveitarfélaganna í málefnum innflytjenda, sbr. erindi framkvæmdastjóra SSH frá 21. desember. R11060017
Samþykkt.
17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12010002
18. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar frá 30. f.m. um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Nareethai, Frakkastíg 12. R12010002
Samþykkt.
19. Lögð fram tillaga fjármálastjóra frá 31. f.m. um endurskoðun á reglum um gerð fjárhagsáætlunar. R11090109
Frestað.
20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, um námsleyfi sviðsstjóra velferðarsviðs. R12020019
Fundi slitið kl. 11.42
Óttarr Ólafur Proppé
Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Hjálmar Sveinsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir