Borgarráð - Fundur nr. 5202

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2012, fimmtudaginn 26. janúar, var haldinn 5202. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.15. Viðstödd voru, auk staðgengils borgarstjóra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. janúar. R12010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 11. janúar. R12010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 16. janúar. R12010014

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 9. janúar. R12010016

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. janúar. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. desember. R11010032

7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9. og 20. janúar. R12010032

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R12010063

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., um auglýsingu á deiliskipulagi Vesturvallareits sem markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu, Framnesvegi og Holtsgötu. R11040066
Samþykkt.

- Kl. 9.19 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

10. Fram fer kynning á úttekt VSÓ um gistirými í Reykjavík. R12010122

11. Lagðar fram umsagnir skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m. og framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. um erindi Atlantsolíu frá 10. nóvember sl. varðandi lóð undir bensínstöð við Jafnasel. R11110047
Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

12. Lagt fram svar borgarstjóra frá 23. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um upplýsingamál, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar sl. R12010113

13. Lagt fram minnisblað Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá fundi með Vegagerðinni, innanríkisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu 22. nóvember sl. um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. R11070014

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m.:

Lagt er til að skipaður verði starfshópur til að marka framtíðarsýn um samþætta hverfaþjónustu og hlutverk hverfisráða í Reykjavík. Niðurstöður hópsins verði grunnur að tillögum stjórnkerfisnefndar um eflingu hverfaþjónustu og hverfisráða.

Greinargerð fylgir tillögunni og drög að erindisbréfi. R12010121
Samþykkt að Hilmar Sigurðsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Helgadóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Geir Sveinsson og Sóley Tómasdóttir taki sæti í starfshópnum.

15. Lagt fram bréf formanns Skátasambands Reykjavíkur frá 20. f.m. þar sem óskað er eftir stuðningi Reykjavíkurborgar við kaup á jörðinni Úlfljótsvatn. Jafnframt lögð fram umsögn forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um erindið, dags. 19. þ.m. R11110086
Festað.
Óttarr Proppé víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að greiða áætlað framlag til Íþróttabandalags Reykjavíkur 31. janúar nk. þrátt fyrir að þjónustusamningur liggi ekki fyrir. Óskað er eftir þessari heimild þar sem endurskoðun þjónustusamnings við ÍBR f.h. íþróttafélaganna er ekki lokið og óljóst hvort henni verði lokið fyrir 1. febrúar nk. Greiðslan yrði fyrirframgreiðsla upp í væntanlegan þjónustusamning íþróttafélaganna. R12010157
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 18. s.m., um breytingu á reglum um úthlutun stuðningstíma til barna í leikskólum. R12010142
Samþykkt.

18. Lögð fram tillaga um undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar og fjárlaga ríkisins árið 2013, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. þ.m. Einnig er lögð fram tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um undirbúning að samráði við borgarbúa, sbr. fundargerð borgarstjórnar frá 17. þ.m. R11060068
Frestað.

- Kl. 10.54 Víkur Oddný Sturludóttir af fundi og Hjálmar Sveinsson tekur þar sæti.

19. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. þ.m., um rekstrarleyfi í flokki II fyrir gistiheimilið Sunnu, Þórsgötu 26. R11060001
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 18. þ.m. um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Monte Carlo að Laugavegi 34a. R08030056

21. Lagt fram bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 18. þ.m. um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Mónakó að Laugavegi 78. R08030057

22. Lagt fram bréf stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20. þ.m. vegna reksturs skíðasvæðisins í Skálafelli í vetur. R12010152
Frestað.

23. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. þ.m., um skipun fulltrúa í stjórnkerfisnefnd. R10060061
Samþykkt að Oddný Sturludóttir taki sæti Dags B. Eggertsson í stjórnkerfisnefnd og að Björk Vilhelmsdóttir verði formaður.

24. Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að ræða við forsvarsmenn sveitarfélagsins Borgarbyggðar vegna óska þeirra um sölu á hluta þeirra eignarhluts í Faxaflóahöfnum. Þær viðræður taki mið af hagsmunum Reykjavíkurborgar sem aðaleiganda Faxaflóahafna og stöðu mála vegna aðgerðaáætlunar Orkuveitu Reykjavíkur, en niðurstöður þeirra viðræðna verði lagðar fram í borgarráði áður en gengið er til samninga. R12010168

25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirpsurn:

Í vikunni hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óánægju og mótmælum foreldra vegna sameiningarmála í grunnskólum. Annars vegar er þar um að ræða stöðu mála í Hvassaleiti og hins vegar Grafarvogi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska upplýsinga um þessi mál, hvaða áform eru þar nákvæmlega í gangi og hvernig haldið hefur verið á samskiptum við starfsfólk og foreldra vegna þess. Einnig er óskað upplýsinga um það hver staðan er almennt í samráðsáformum borgarinnar í skólamálum. R11010176

Fundi slitið kl. 12.05

Óttar Proppé

Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Hjálmar Sveinsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir