No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 19. janúar, var haldinn 5201. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk staðgengils borgarstjóra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 5. janúar. R12010018
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 12. janúar. R12010008
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R12010063
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að greiða áætlað mánaðarlegt framlag til tónlistarskóla þann 31. janúar nk. þrátt fyrir að þjónustusamningar liggi ekki fyrir. Óskað er eftir þessari heimild þar sem endurskoðun þjónustusamninga við tónlistarskóla er ekki lokið og ljóst að því verki verður ekki lokið fyrir 1. febrúar nk. Greiðslan yrði fyrirfram greiðsla upp í væntanlega þjónustusamninga tónlistarskóla.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060115
Samþykkt.
5. Kynnt er mánaðaruppgjör A-hluta fyrir janúar-nóvember 2011. R11040014
6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 11. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu. R12010116
Samþykkt.
7. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um viðhorfskönnun starfsmanna, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. s.m. R09090013
8. Lagt fram svar borgarstjóra frá 17. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um lóðarstækkun Perlunnar, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. s.m. R11110067
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í svari sem er framlagt í borgarráði í dag er fullyrt að ,,stækkun lóðarinnar tengist því ekki að OR hafi á þessum tíma nýlega tekið við tilboðum um sölu Perlunnar þar sem eignaskiptayfirlýsing var send Reykjavíkurborg þann 8. september sl. en tilboðin opnuð mun síðar eða hinn 18.“ Þar sem eignaskiptayfirlýsing tók til fasteignarinnar og aðskilnaðar tanka frá öðrum hlutum fasteignarinnar, svo sem veitingastaðar, en ekki lóðarinnar er óskað frekari skýringa á þessari fullyrðingu, auk þess sem óskað er skýrra svara um það hvort með þessu svari sé verið að afneita þeim augljósu og þekktu tengslum sem eru milli sölu Perlunnar og óska OR um lóðarstækkun.
9. Samþykkt að skipa Karl Sigurðsson, Elsu Hrafnhildi Yeoman, Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Hildi Sverrisdóttur og Þorleif Gunnlaugsson í starfshóp um aðgerðir varðandi snjómokstur og hálkuvarnir, sbr. tillögu borgarráðs frá 12. þ.m. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi, dags. í janúar 2012. R11030039
10. Samþykkt að Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Áslaug Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Sjöfn Ingólfsdóttir taki sæti í starfshóp um framtíð sundlauganna í Reykjavík, sbr. samþykkt borgarráðs 12. janúar sl. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi, dags. í janúar 2012. R11120070
11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð lýsi yfir vilja sínum til þess að tryggja, í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur, möguleika á sundlaug í Fossvogsdal. Sundlaugin yrði byggð í samvinnu við Kópavogsbæ. Haft verði að leiðarljósi að sundlaugin raski ekki gildi Fossvogsdals sem útivistarsvæðis og náttúruperlu. Hönnun sundlaugarinnar skal taka mið af umhverfinu og uppfylla staðla um vistvæna hönnun og leggja áherslu á aðgengi að lauginni með vistvænar samgöngur að leiðarljósi. Viljayfirlýsing þessi er gerð í trausti þess að vilji Kópavogs standi til hins sama og sveitarfélögin skipti jafnt með sér kostnaði, komi til verkefnisins.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram drög að viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um að gert verði ráð fyrir byggingu Fossvogslaugar í Fossvogi á aðalskipulagi beggja sveitarfélaganna. R12010101
Samþykkt og vísað til meðferðar stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags.
12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð lýsi yfir vilja sínum til þess að tryggja möguleika á lestartengingu milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Viljayfirlýsing þessi verði gerð í trausti þess að vilji annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum standi til hins sama. Lagt er til að sameiginlegum hópi fulltrúa sveitarfélaga verði falið að greina í skipulagi mögulega kosti á legu slíkrar brautar. Hópurinn ljúki verki sínu á yfirstandandi ári.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja um lestarkerfi milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. R08020113
Samþykkt og vísað til meðferðar stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags.
13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags 12. þ.m. R11070040
Frestað.
14. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m. ásamt greinargerð um gjaldskrá þjónustuvers Reykjavíkurborgar. R11060068
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að skipa Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, Sesselju Árnadóttur og Sigurð Þórðarson í úttektarnefnd sem fylgi eftir því verkefni sem borgarráð samþykkti með tillögu sinni hinn 9. desember 2010 að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, draga fram lærdóma og leggja fram tillögur að þeim breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi sem hún telur þörf á.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10040061
Samþykkt.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð leggur áherslu á að nefndin fái aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum í fórum Reykjavíkurborgar, þ.m.t. trúnaðargögnum og sé jafnframt heimilt að kalla fyrir sig aðila í stjórnkerfi borgarinnar. Hún geti leitað upplýsinga hjá aðilum utan stjórnkerfisins eftir þörfum. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar verði trúnaðarmaður borgarráðs varðandi upplýsingagjöf og tengiliður við nefndina. Um aðgang að gögnum og meðferð þeirra, þ.m.t. viðkvæm trúnaðargögn, s.s. gögn er varða persónuupplýsingar eða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, skal farið eftir verklagsreglum sem borgarlögmaður gerir tillögu um. Tillaga borgarlögmanns að verklagsreglum og fyrsta áætlun nefndarinnar um verkefni sitt þar sem fram komi m.a. umfang og áherslur í starfinu, auk áætlaðs kostnaðar skulu leggjast fram í borgarráði til staðfestingar eigi síðar en innan mánaðar frá skipun.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m.:
Lagt er til að skipaður verði starfshópur til að marka framtíðarsýn um samþætta hverfaþjónustu og hlutverk hverfisráða í Reykjavík. Niðurstöður hópsins verði grunnur að tillögum stjórnkerfisnefndar um eflingu hverfaþjónustu og hverfisráða.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12010121
Frestað.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 12. s.m., um breytingar á tekju- og eignamörkum vegna félagslegra leiguíbúða og sérstakra húsaleigubóta. R11020020
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um útboð 2. áfanga gatnagerðar í Sæmundargötu vegna stúdenta- og vísindagarða Háskóla Íslands. R12010124
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. varðandi útboð um endurgerð á Klapparstíg milli Laugavegar og Skólavörðustígs. R12010123
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild til að verja 23 m.kr. til umhverfisframkvæmda vegna landsmóts hestamanna. Kostnaður verði færður á kostnaðarstað 3108 án hækkunar á heildaráætlun 2012. R09100208
Frestað.
21. Lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um tillögu af vefnum Betri Reykjavík frá 30. f.m. um betra aðgengi fyrir barnavagna í undirgöngum undir Miklubraut. Í umsögn sviðsstjóra kemur fram að ekki er mælt með að farið verði í þessar framkvæmdir. R11120008
Umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykkt.
22. Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kynna aðgerðir nefndarinnar vegna iðnaðarsalts í matvælum. R12010133
23. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 660/2011, Reykjavíkurborg gegn Landsvaka hf. R11050141
Fundi slitið kl. 10.48
Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir