No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 12. janúar, var haldinn 5200. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Einarsdóttir, Júlíus Vifill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 4. janúar. R12010019
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 11. janúar. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R12010063
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 4. s.m., um kennslu langveikra barna á grunnskólaaldri á sjúkrahúsum. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 12. þ.m. um málið. R12010088
Samþykkt.
5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreits sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. R10070065
Samþykkt.
- Kl. 9.14 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.16 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun skipulags Öskjuhlíðar og felur skipulagsráði framkvæmdina. Grunnur endurskoðunar byggi á niðurstöðum hugmyndasamkeppni en markmiðið með henni verði að skapa sátt um nýtingu og framtíð þessa mikilvæga skógar- og útivistarsvæðis í borgarumhverfinu. Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmyndaleit um vernd, nýtingu og framtíðarskipulag. Í þeim tilgangi mætti t.d. tvískipta samkeppninni.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12010083
Vísað til umsagnar skipulagsráðs.
7. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 19. s.m., og bréf ÍTR frá 6. þm., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um skipan starfshóps varðandi framtíð sundlauganna í Reykjavík. Jafnframt lögð fram drög að erindisbréfi, dags. í dag. R11120070
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 6. þ.m. ásamt leigusamningi um húsnæði að Völvufelli 9. R12010094
Samþykkt.
9. Lagðar fram reglur um gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar, dags. 9. þ.m. R11090109
Vísað til kynningar sviða og fagráða Reykjavíkurborgar.
Borgarráð felur sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta árs og til næstu fimm ára í samræmi við drög að reglum um gerð fjárhagsáætlunar. Gert er ráð fyrir starfsdögum fagráða í febrúar, þar sem m.a. áherslur og forgangsröðun í málaflokknum á grunni gildandi stefnumörkunar og fimm ára áætlunar eru yfirfarin. Borgarráð felur fjármálaskrifstofu að undirbúa samráðsfund formanna fagráða og lykilstjórnenda vegna greiningar- og undirbúningsvinnu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar sem haldinn verði fyrir lok janúar.
Borgarráð felur fjármálaskrifstofu að gera drög að verk- og tímaáætlun vegna 10 ára áætlunar um aðlögun heildarskulda og skuldbindinga A- og B-hluta borgarinnar að viðmiðun nýrra sveitarstjórnarlaga, sbr. 64. gr. laga nr. 138/2011, um 150#PR hámark sem hlutfall af reglubundnum tekjum.
10. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns frá 10. þ.m. ásamt úrskurði yfirfasteignamatsnefndar frá 12. janúar 2011 um álagningu fasteignagjalda á hesthús. R11060068
11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12010002
12. Lagt fram yfirlit mannréttindaskrifstofu, dags. 9. þ.m., yfir styrkúthlutanir mannréttindaráðs fyrir árið 2012. R12010093
13. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 10. s.m., um breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu. R11010064
Vísað til borgarstjórnar.
14. Lögð fram tillaga að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar - skapandi borg, dags. 25. nóvember sl., ásamt umsögnum hagsmunaaðila og samantekt verkefnisstjóra um þær, dags. 4. þ.m. R10090142
Frestað.
15. Lögð fram skýrsla starfshóps með tillögum um mótun gjaldskrárstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 31. október sl. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 20. f.m. um tillögur starfshópsins. R11040020
Borgarráð þakkar starfshópi fyrir mikilvæga vinnu við mótun gjaldskrárstefnu Reykjavíkur. Borgarráð felur gjaldskrárstefnuhópi að starfa áfram til að fylgja eftir þeim forgangsverkefnum sem starfshópur leggur til að ráðist verði í. Að öðru leyti er gjaldskrárstefnu vísað til afgreiðslu í borgarstjórn.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir jafnframt að fela starfshópnum að kanna kosti og galla þess að taka upp afslætti fyrir langtímaatvinnulaust fólk og fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð.
Vísað til borgarstjórnar.
16. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. í dag. R11070040
17. Sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynnir snjómokstur í Reykjavík. Jafnframt lagt fram bréf umhverfis- og samgönguráðs frá 11. þ.m. ásamt tillögu fulltrúa Vinstri grænna um skipan starfshóps um úttekt á stöðu snjómoksturs. R11030039
Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að skipa starfshóp sem hefur það hlutverk að fara yfir reynslu síðustu daga varðandi snjómokstur og hálkuvarnir í Reykjavík. Hópurinn skal jafnframt vinna að neyðaráætlun sem tekur gildi þegar hefðbundin ruðningsáætlun nær ekki að tryggja færðina í borginni. Sérstaklega skal huga að samvinnu Reykjavíkurborgar við lögreglu, björgunarsveitir og slökkvilið í áætluninni.
18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um starfsmannakönnun sem meirihlutinn ákvað að framkvæma ekki á hefðbundnum tíma á síðasta ári vegna ólgu í skólakerfinu. Hins vegar kom þá fram að könnunin yrði framkvæmd á haustmánuðum á síðasta ári. Óskað er eftir því að niðurstaða þeirrar könnunar verði send borgarfulltrúum. R09090013
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fréttum RÚV í gær kom fram að eina ferðina enn hafi starfsmenn borgarinnar á tilteknu sviði fengið boð frá embættismönnum um að þeim sé ekki heimilt að svara fjölmiðlum. Óskað er upplýsinga um þau skilaboð sem starfsmenn velferðarsviðs fengu í þessu tilviki, auk svara við því hvers vegna slík skilaboð eru ítrekað send út þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis sé þegar að skoða hvort tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna eða möguleiki forstöðumanna á að veita upplýsingar um starfsemi sína sé skert með slíkum ákvörðunum. R12010113
Fundi slitið kl. 11.40
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Eva Einarsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir