No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 5. janúar, var haldinn 5199. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Oddný Sturludóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 22. desember. R11010018
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 19. desember. R11010015
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. desember. R11010019
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. desember. R11010032
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16. desember. R11010034
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R12010063
7. Lagt fram svar skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um afgreiðslu fyrirspurna, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. desember. R11040003
8. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 20. f.m. um breytingu á fjárhagsáætlun 2011 vegna verðbóta innri leigu. R11010129
Samþykkt með 4 atkvæðum.
- Kl. 9.05 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum.
- Kl. 9.08 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
9. Lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um heimild til að klára framkvæmdir við vegtengingu vegna byggingar sjálfsafgreiðslustöðvar við Bústaðaveg, sbr. bréf forstjóra Skeljungs frá 23. maí sl. R11050126
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. þar sem lögð er til breytt lóðaraðild á lóð nr. 116 við Haukdælabraut með nánar tilgreindum skilmálum. R12010058
Samþykkt.
11. Lagðar fram 24 umsagnir hagsmunaaðila um atvinnustefnu Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram samantekt verkefnisstjóra í atvinnumálum um umsagnirnar, dags. 4. þ.m.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Þar sem framkvæmda- og eignaráð hefur verið lagt niður er lagt til að borgarráð veiti umsögn vegna atvinnustefnu borgarinnar. Tillaga að slíkri umsögn komi frá stjórnendum framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur. R10090142
Afgreiðslu tillögunnar frestað.
12. Lögð fram dagskrá ársfundar byggðasamlaganna sem fram fer föstudaginn 6. janúar nk. R12010059
13. Lögð fram skýrsla starfshóps með tillögum um mótun gjaldskrárstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 31. október sl. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 20. f.m. um tillögur starfshópsins. R11040020
Frestað.
14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. f.m. varðandi samþykkt skipulagsráðs um fyrirkomulag samstarfs aðildarsveitarfélaga SSH vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. R11090095
Samþykkt.
Borgarráð tekur undir þær niðurstöður sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra en áréttar að mikilvægt er að ráðast í gerð svæðisskipulags sem fyrst í ljósi þess að vinna við endurskoðun aðalskipulags stendur yfir hjá mörgum sveitarfélögum.
15. Lagt fram fundarboð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur, ásamt minnisblaði sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 27. f.m. R11120080
16. Lagðar fram umsagnir velferðarsviðs frá 4. þ.m. og sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. f.m. varðandi undanþágu frá aldurskvöð í lóðarleigusamningi um eignir á Þorragötu 5, sbr. bréf Stefáns Árna Auðólfssonar frá 8. f.m. R11120035
Samþykkt.
17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun skipulags Öskjuhlíðar og felur skipulagsráði framkvæmdina. Grunnur endurskoðunar byggi á niðurstöðum hugmyndasamkeppni en markmiðið með henni verði að skapa sátt um nýtingu og framtíð þessa mikilvæga skógar- og útivistarsvæðis í borgarumhverfinu. Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmyndaleit um vernd, nýtingu og framtíðarskipulag. Í þeim tilgangi mætti t.d. tvískipta samkeppninni.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12010083
Frestað.
18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska upplýsinga um þá beiðni sem barst frá framkvæmda- og eignasviði, 18. nóvember og var lagt fram í borgarráði 1. og 8. desember sl., um lóðarstækkun Perlunnar. Hver fór þess á leit við framkvæmda- og eignasvið að umrædd tillaga yrði lögð fram; hvað ræður tímasetningunni og hvernig tengist beiðnin því að Orkuveita Reykjavíkur hafði þá nýlega tekið við tilboðum vegna sölu Perlunnar? R11110067
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í framhaldi af fréttaflutningi um málefni Félagsbústaða, þar sem fram hefur komið að greiðslubyrði leigjenda hefur hækkað verulega og vanskil sömuleiðis vegna breytinga á húsaleigubótum, óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna upplýsinga um kostnað Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisstuðnings til leigjenda Félagsbústaða í formi húsaleigubóta á árinu 2011 og hvernig sá kostnaður hefur þróast undanfarin 5 ár. Einnig er óskað upplýsinga um hvernig áætlað er að þessi mál þróist á næstu árum. R12010082
20. Fram fer kynning á samstarfsverkefninu Biophiliu sem unnið er í samstarfi Bjarkar, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. R11120033
Fundi slitið kl. 10.45
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Þorleifur Gunnlaugsson