Borgarráð - Fundur nr. 5198

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 22. desember, var haldinn 5198. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Sjón og mannréttindastjóri kynna Icorn-verkefnið. R11120036

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 14. desember. R11010010

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. desember. R11010020

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. desember. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 8. desember. R11010033

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. desember. R11010029

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R11110111

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 14. s.m., um breytingu á skilmálum deiliskipulags í Árbæ, Selási. R08110125
Samþykkt.

9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 19. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um úttekt á rekstri Félagsbústaða, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. desember sl. R10110019

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Félagsbústaða frá 19. þ.m. um kaup á fasteignum í tengslum við yfirtöku Reykjavíkurborgar á málefnum fatlaðra. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 20. þ.m. um málið. R11050041

11. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 21. þ.m. ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 15. s.m., um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð. R10090141
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar vísa til bókana fulltrúa sinna í velferðarráði.

12. Lagt fram bréf borgarlögmanns og fjármálastjóra frá 20. þ.m. um nauðsynlega hækkun mótframlags í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. R11120058
Borgarráð þakkar fyrir minnisblað um stöðu A-deildar LSS. Mikilvægt er að sveitarfélögin móti sér sameiginlega afstöðu til þessa stóra máls. Til að leggja grunn að frekari umræðu og aðgerðum í kjölfarið óskar borgarráð eftir tölulegri greiningu á orsökum þeirrar stöðu sem uppi er, samanburð á réttindum innan sjóðsins og réttindum í sjóðum almenna markaðarins auk yfirlits um stöðu umræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Þá verði dregin fram lagaleg staða réttinda innan LSS og helstu valkostir til að bregðast við stöðu sjóðsins.

13. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms í máli E2198/2011 GH2 ehf. gegn Reykjavíkurborg. R11050028

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. um byggingu félagsmiðstöðvar í Spönginni 43 og ósk um heimild til að hefja verkhönnun byggingarinnar. R11080044
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að setja af stað undirbúningsvinnu vegna endurbóta og stækkunar á Sundhöllinni í Reykjavík. R11040035
Samþykkt.

16. Lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. um lagfæringu á göngustígum í Fossvogi sem fram kom á samráðsvefnum Betri Reykjavík. R11120023
Vísað til frekari útfærslu framkvæmdaáætlunar.

17. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 9. þ.m. þar sem óskað er eftir umboði borgarstjórnar til að láta birta auglýsingu gjaldskráa fráveitu í Stjórnartíðindum. R10120074
Samþykkt.

18. Borgarráð samþykkir að Halldóra Gunnarsdóttir og Margrét Sverrisdóttir taki sæti í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og RIKK. R11100307

19. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 21. þ.m. varðandi áætlun um lántökur á árinu 2012.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. R11060068

20. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 20. þ.m. ásamt yfirliti yfir rekstur málefna fatlaðra janúar-október 2011. R11040014
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 21. þ.m. ásamt yfirlýsingu um aðgerðir gegn langtímaatvinnuleysi, dags. 16. þ.m. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 20. þ.m. um vinnumarkaðsaðgerðir og erindisbréf fyrir stýrihóp vegna Atvinnutorgs og átaksins Til vinnu. R11120042
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 21. þ.m. varðandi tillögur verkefnahóps vegna mögulegs samstarfs sveitarfélaganna í málefnum innflytjenda. R11060017
Vísað til umsagnar mannréttindaráðs.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ítreka þær fyrirspurnir sem lagðar hafa verið fram í borgarráði en hefur enn ekki verið svarað, en þar er t.d. að finna fyrirspurn frá því 25. ágúst sem hefur því ekki fengist svar við í heila fjóra mánuði. R11040003

Fundi slitið kl. 10.50

Dagur B. Eggertsson

Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir