No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 15. desember, var haldinn 5197. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu frá 14. þ.m. ásamt úttektarskýrslu Ásgeirs Torfasonar, dags. 20. f.m. Einnig er lögð fram skýrsla Capacent, dags. í desember 2011, um stöðu, horfur og möguleika á húsnæðismarkaði árið 2011. R10110019
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar upplýsinga um framvindu mála varðandi tillgögu 5 í húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, þar sem kveðið er á um að gerð verði úttekt á rekstri, rekstrarfyrirkomulagi og hlutverki Félagsbústaða.
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 8. desember. R11010011
3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 11. ágúst. R11010009
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 5. desember. R11010017
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. desember. R11010020
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. desember. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. desember. R11010030
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R11110111
9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 13. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg gangi til samstarfs um stofnun samstarfsvettvangs um markaðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og viðburðaborg. Samstarfsvettvangurinn beri heitið Ráðstefnuborgin Reykjavík og verði árangurinn af samstarfinu metinn að þremur árum liðnum. Tillaga þessi byggir á ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Stofnaðilar ásamt Reykjavíkurborg verði Icelandair Group og tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa sem gefið hafa vilyrði fyrir samtals 50 m.kr. árlegu framlagi. Stefnt er að því að öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu verði aðilar að samstarfinu og að innan þriggja ára nemi framlög atvinnulífsins tvöföldu framlagi Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg leggi alls 45 m.kr. árlega til samstarfsins sem hefjist í ársbyrjun 2012. Af liðnum atvinnumál 07150 komi 40 m.kr. og 5 m.kr. flytjist með verkefninu þekkingarheimsóknir af kostnaðarstað 07400 Höfuðborgarstofu. Tillaga þessi er gerð með fyrirvara um fjárhagsáætlun 2013 og 2014.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11090126
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála því að auka áherslu á Reykjavík sem ráðstefnuborg, en eru ósammála því að það kalli á sérstaka ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkur með 45 milljón króna framlagi. Farsælla hefði verið að vista verkefnið innan þeirrar starfsemi sem þegar er til staðar, bæði á vettvangi borgar og ríkis, leggja meiri áherslu á að aðrir en hið opinbera kæmu að verkinu og tryggja að ekki væri þörf á svo háu framlagi borgarsjóðs. Að öðru leyti vísa borgarráðsfulltrúar til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi menningar- og ferðamálaráðs 12. desember sl.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar vísa til bókunar sinnar í menningar- og ferðamálaráði.
10. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í október. R11040094
11. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. október um leigusamning vegna bifreiðastæða í Reykjavík. R10080073
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs, þar sem lagt er til að óskað verði eftir heimild til ráðherra til að fjarlægja megi öktæki sem lagt hefur verið ólöglega.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 13. s.m.:
Lagt er til að borgarráð feli borgarstjóra að óska eftir heimild innanríkisráðherra svo Reykjavíkurborg og Bílastæðasjóður megi flytja eða láta flytja brott ökutæki skv. 1.-5. mgr. 110 gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 6. mgr. 110. gr.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11120034
Samþykkt með 6 atkvæðum.
13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 8. þ.m. um nýtt skipurit fyrir ÍTR. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu að nýju skipuriti íþrótta- og tómstundasviðs. Skipuritið byggir á samþykktum breytingum á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem voru samþykktar í borgarstjórn 21. júní sl.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10070028
Samþykkt með 4 atkvæðum.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 10. f.m. um nýtt skipurit fyrir skóla- og frístundasvið.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu að nýju skipuriti skóla- og frístundasviðs. Skipuritið byggir á samþykktum breytingum á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem voru samþykktar í borgarstjórn 21. júní sl.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10070028
Samþykkt með 4 atkvæðum.
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. þ.m. um tillögu stýrihóps um heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið. R11020100
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs til umsagnar.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 13. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að stofnuð verði endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar er starfi á vegum borgarstjórnar í samræmi við IX. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Endurskoðunarnefndin starfi samkvæmt meðfylgjandi tillögu að samþykktum og hafi eftirlit með endurskoðun ársreikninga, vinnuferli við gerð reikningsskila auk annarra þátta.
Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt lögð fram drög að samþykkt fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. R10110111
Tillaga borgarstjóra samþykkt.
Samþykktum vísað til borgarstjórnar.
17. Kynnt er mánaðaruppgjör A-hluta fyrir janúar-október 2011. R11040014
18. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu frá 11. þ.m. yfir áætlaðar tímasetningar vegna mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2012. R11120032
19. Lagt fram bréf fjármálastjóra og fjárstýringarhóps frá 14. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi tilboð í skuldabréf borgarsjóðs RVK 09 01 að nafnverði 290 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,63#PR. R11010153
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 8. þ.m. um samkomulag um endurskoðun deiliskipulags á svonefndum Hljómalindarreit, ásamt drögum að samkomulaginu. Jafnframt lagt fram bréf Regins fasteignafélags frá 12. s.m. um málið. R07030100
Samþykkt með 5 atkvæðum.
21. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11120001
22. Lagt fram bréf stjórnarformanns Sjóminjasafnsins í Reykjavík frá 8. þ.m. þar sem óskað er eftir að Sjóminjasafnið verði gert að borgarsafni. R11120037
Vísað til menningar- og ferðamálaráðs til umsagnar.
23. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um tillögu að breyttu deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar. R11090231
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um tillögu að breyttu deiliskipulagi Laugardals vegna staðsetningar brettavallar norðan Engjavegar og vestan Þróttheima. R11090061
Samþykkt með 5 atkvæðum.
25. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar, dags. í nóv. 2011, um niðurstöður úttektar á Upplýsingatæknimiðstöð. Jafnframt lagt fram erindisbréf starfshóps um endurskoðun á kostnaðarskiptingu upplýsingatæknimála, dags. í dag. R11110117
26. Lögð fram yfirlýsing, dags. í desember, um aðgerðir til að vinna gegn langtímaatvinnuleysi. Einnig er lagt fram erindisbréf fyrir stýrihóp vegna atvinnutorgs, sumarstarfa og átaksins „Til vinnu,“ dags. í dag. R11120042
Fundi slitið kl. 11.45
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir