No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 8. desember, var haldinn 5196. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 16. nóvember. R11010010
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1. desember. R11010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 5. desember. R11010014
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 30. nóvember. R11010020
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 2. desember. R11010029
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R11110111
7. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 1. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð staðfesti tillögu um dagsektir kr. 5.000 á dag vegna frágangs byggingarleyfis og úrbóta á lóð nr. 15-21 við Lindarvað, sbr. einnig bréf byggingarfulltrúa frá 29. september sl. R11120005
Borgarráð samþykkir tillögu um beitingu dagsekta.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðar Austurbæjarskóla. R11110109
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. í dag, ásamt drögum að samkomulagi um endurskipulag Hljómalindarreits. R07030100
Vísað til kynningar í skipulagsráði.
- Kl. 9.18 tekur Geir Sveinsson sæti á fundinum.
- Kl. 9.40 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.
10. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. f.m. um tillögu til þingsályktunar um höfuðborg Íslands ásamt greinargerð. R11110044
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
11. Lagt fram bréf umboðsmanns Alþingis frá 29. f.m. um synjun á leikskóladvöl í Reykjavík vegna lögheimilisákvæða. R11090098
12. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 14. f.m. um málefni hælisleitenda, sbr. tillögu borgarráðs frá 25. ágúst.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarstjóra verði veitt heimild til að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um frekari aðkomu Reykjavíkurborgar að þjónustu við hælisleitendur. Í viðræðunum skal stefnt að því að hælisleitendum bjóðist aðstaða til að dvelja í Reykjavík á meðan fjallað er um hælisumsóknir í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 25. ágúst sl.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060051
Samþykkt.
13. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra SSH frá 18. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu 9 fulltrúa frá Reykjavíkurborg í nýtt fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafa verið tilnefnd Björk Vilhelmsdóttur, Óttarr Proppé, Elsa H. Yeoman, Karl Sigurðsson og Eva Einarsdóttir í fulltrúaráðið. Frekari tilnefningum var þá frestað. Nú eru tilnefnd Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir í fulltrúaráðið. R10110038
14. Lögð fram lausnarbeiðni Ara Skúlasonar, dags. 30. f.m., frá starfi skoðunarmanns ársreikninga Reykjavíkurborgar. R10060113
Samþykkt.
15. Lögð fram drög að samþykkt fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. R10110111
Frestað.
16. Lögð fram kynningaráætlun og leikreglur fyrir betri Reykjavík og betri hverfi. R10060063
17. Lögð fram umsögn framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um tillögu um endurgjaldslausan flóamarkað af samráðsvefnum Betri Reykjavík.
Borgarráð tekur undir þá tillögu á Betri Reykjavík sem verið hefur til umsagnar hjá framkvæmda- og eignasviði og leggur áherslu á að best sé að slíkir flóamarkaðir séu sjálfsprottnir og á vegum félaga- og/eða íbúasamtaka. R11110027
18. Lagt fram bréf heilbrigðisnefndar frá 5. þ.m. ásamt drögum að samþykkt um hundahald í Reykjavík. R11120016
Vísað til borgarstjórnar.
19. Borgarráð samþykkir að veita 1 m.kr. af liðnum atvinnumál-sóknaráætlun til atvinnu- og nýsköpunarhelgar. Tengiliður borgarráðs verði framkvæmda- og eignasvið. R11120015
20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 29. f.m. ásamt skýrslu um sumarstörf og ráðningar hjá Reykjavíkurborg 2011.
Jafnframt lögð fram samantekt velferðarsviðs frá 30. fm. um sumarstörfin. R11120003
Borgarráð óskar eftir því að velferðarsvið, ÍTR og mannauðsskrifstofa Reykjavíkurborgar leggi fram tillögur um verklag um sumarstörf vegna næsta sumars ekki síðar en 15. febrúar 2012. Gera skal ráð fyrir að þau ungmenni sem ekki hafa vinnureynslu og ungt fólk sem annars hefur ekki önnur tækifæri en að fara á fjárhagsaðstoð fái forskot á sumarstörf. Tekið verði mið af reynslu síðasta sumars í vinnunni.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti og að Íslandsbanki hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 6 við Lambhagaveg með nánar tilgreindum skilmálum. R11120002
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 5. þ.m. um kaup á fasteignum vegna færslu á málefnum fatlaðra. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 6. s.m. um málið. R11050041
Samþykkt.
23. Lögð fram samantekt slökkviliðsstjóra frá 29. f.m. vegna bókana borgarráðs um áhættumat höfuðborgarsvæðisins. R11050134
24. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 5. þ.m. um gerð þjónustusamnings við Skógræktarfélag Reykjavíkur um Heiðmörk. R11120014 Samþykkt.
25. Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu:
Fréttir hafa borist af því að til standi að gera breytingar á húsnæði Tollstjórans við Tryggvagötu þar sem Kolaportið hefur haft starfsemi sína. Af myndi leiða að Kolaportið lokar að minnsta kosti tímabundið. Er talað um eitt og hálft í því sambandi. Fjölbreytileg starfsemi Kolaportsins er sjálfsprottin og síbreytileg. Í tengslum við það hefur skapast skemmtilegt samfélag og viðskipti. Borgarráð telur æskilegt að starfsemi af þessu tagi sé í nágrenni við miðborgina eða gömlu höfnina.
Borgarráð felur borgarstjóra að afla upplýsinga um það hjá rekstraraðilum Kolaportsins hvaða áhrif ofangreindar framkvæmdir munu hafa á framtíð starfseminnar. Hann geri borgarráði grein fyrir stöðu málsins. R11120029
Fundi slitið kl. 12.03
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Geir Sveinsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir