Borgarráð - Fundur nr. 5195

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 1. desember, var haldinn 5195. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.14. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Eyþóra K. Geirsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. nóvember. R11010014

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 10. nóvember. R11010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 21. nóvember. R11010015

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. nóvember. R11010018

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. nóvember. R11010020

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 30. nóvember. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. nóvember. R11010032

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 28. nóvember. R11010030

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25. nóvember. R11010034

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R11110111

11. Lögð fram að nýju tillaga tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. október um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar frá 29. f.m. R11110027
Borgarráð vísar málinu til umræðu í borgarstjórn á nýju ári. Tillagan send stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til kynningar.

12. Lögð fram umsögn stjórnar Faxaflóahafna frá 11. f.m. um tillögu varðandi áhrif af fyrirhugaðri breytingu á lögum um stjórn fiskveiða á atvinnulíf í Reykjavík, sbr. samþykkt borgarstjórnar 6. september sl. R11040003

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. um framlengingu á leigusamningi á Nauthólsvegi 100, bragga B, út árið 2012 við Einherja, víkingafélag í Reykjavík. R10100309
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að verja 10 m.kr. til endurnýjunar á jólaskrauti í miðborginni. Kostnaðurinn verði færður á kostnaðarstað 7101. R11110112
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um verkefni í miðborginni um jólin. R11110123
Samþykkt.

16. Lagðar fram tillögur starfshóps um aðgerðir gegn kynbundnum launamun, dags. 28. f.m.
Vísað til umsagnar fjármálastjóra. R10090203

- Kl. 10.45 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. varðandi framlengingu á samningi við Toppstöðina og ósk samtakanna um afnot af viðbótarrými í húsnæðinu að Rafstöðvarvegi 4. R09020044
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti og samþykki að Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 50-56 við Úlfarsbraut með nánar tilgreindum skilmálum. R10050061
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. f.m. varðandi leigusamninga um atvinnuhúsalóðir. R11110107
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 23. f.m. varðandi leigusamning við björgunarsveitina Kjöl um hluta af lóð hverfastöðvar Reykjavíkurborgar að Norðurgrund 1, Kjalarnesi. R10080073
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. þar sem óskað er heimildar til kaupa á aðgangsstýringarbúnaði fyrir bílakjallara í Höfðatorgi. R11110116
Samþykkt með 5 atkvæðum.

22. Lögð fram umsókn Gunnars Arnar Hjartarsonar frá 18. f.m. um lóð í grónu hverfi fyrir einbýlishús í gömlum stíl. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 24. s.m. um erindið. R11110088
Umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykkt.

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 22. f.m. varðandi tillögu um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði óbreytt frá fyrra ári eða 69#PR. R11110108
Samþykkt.

24. Lögð fram ályktun stjórnar Landssambands heilbrigðisstofnana frá 18. f.m. um nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landspítala. R11010038
Borgarráð óskar eftir að fá álit forstjóra Landspítalans á ályktuninni.

25. Lögð fram að nýju drög að umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. f.m. um rekstrarleyfisumsókn Casinos ehf. vegna veitingastaðarins Mónakó, Laugavegi 78. Einnig eru lögð fram eftirfarandi gögn:
Umsagnarbeiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. febrúar 2011, bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. september 2007, 11. mars 2009, 29. desember (á að vera 29. janúar) 2010 og 23. febrúar 2011, bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. og 19. febrúar 2010, varðandi umsögn borgarráðs frá 18. s.m., ályktun stjórnar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, dags. 9. mars 2011, bréf Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. f.h. félagsins Miðborgarinnar okkar, dags. 16. mars 2011, ásamt samantekt á helstu áherslum félagsfundar félagsins 6. október 2010, viðbrögðum lögmanns umsækjanda, dags. 18. s.m., og kröfugerð af fundi um málefni miðborgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. febrúar 2011, tölvubréf lögmanns umsækjanda, dags. 21. febrúar, 9. og 10. mars 2011, ásamt svörum, bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2011, greinargerð Lögheima, dags. 15. september 2011, ásamt fylgigögnum, bréf skrifstofu borgarstjórnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. október 2011, bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. október 2011 og 28. nóvember 2011. R08030057
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. f.m. samþykkt.

26. Lögð fram drög að umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. um rekstrarleyfisumsókn Sextáns ehf. vegna veitingastaðarins Monte Carlo, Laugavegi 34a. Einnig eru lögð fram eftirfarandi gögn:
Umsagnarbeiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. febrúar 2011, bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. september 2007, 11. mars 2009, 29. desember (á að vera 29. janúar) 2010 og 23. febrúar 2011, bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. og 19. febrúar 2010, varðandi umsögn borgarráðs frá 18. s.m., ályktun stjórnar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, dags. 9. mars 2011, bréf Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. f.h. félagsins Miðborgarinnar okkar, dags. 16. mars 2011, ásamt samantekt á helstu áherslum félagsfundar félagsins 6. október 2010, viðbrögðum lögmanns umsækjanda, dags. 18. s.m., og kröfugerð af fundi um málefni miðborgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. febrúar 2011, tölvubréf lögmanns umsækjanda, dags. 21. febrúar, 9. og 10. mars 2011, ásamt svörum, bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. júní 2011, greinargerð Lögheima, dags. 15. september 2011 ásamt fylgigögnum, bréf skrifstofu borgarstjórnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. október 2011, bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 19. október 2011 og 28. nóvember 2011. R08030056
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. f.m. samþykkt.

27. Lagt fram að nýju bréf framvæmdastjóra SSH frá 18. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu 9 fulltrúa frá Reykjavíkurborg í nýtt fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. R10110038
Borgarráð samþykkir að tilnefna Björk Vilhelmsdóttur, Óttarr Proppé, Elsu H. Yeoman, Karl Sigurðsson og Evu Einarsdóttur í fulltrúaráðið. Frekari tilnefningum frestað.

28. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. f.m. varðandi tillögu um endurnýjun lánalína og beiðni um heimild til nýtingar. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, borgarlögmanns og sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. s.m. um tillöguna. R11110115
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf starfshóps um friðland í Vatnsmýri frá 28. f.m. um stöðu mála varðandi aðgerðir í friðlandinu. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. þar sem óskað er heimildar til að ljúka hönnun og fara í 1. áfanga framkvæmda í friðlandinu í Vatnsmýri. R10110142
Samþykkt.

- Kl. 11.57 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

30. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar til september 2011, dags. í dag. Jafnframt lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu um málið, dags. s.d. R11110114

31. Lagt fram að nýju bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. f.m. um sölu jarðarinnar Úlfljótsvatns til Bandalags íslenskra skáta og Skógræktarfélags Íslands. Jafnframt lagt fram minnisblað fulltrúa Reykjavíkurborgar í viðræðuhópi um eignasölu OR, dags. 29. f.m., um málið. R11110086
Samþykkt.
Óttarr Proppé víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

32. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 10 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11110001

33. Lagðar fram breytingartillögur meirihlutans við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, dags. í dag. R11060068
Vísað til borgarstjórnar.

34. Lögð fram drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar, dags. 25. nóvember 2011. Jafnframt lagt fram erindisbréf aðgerðateymis um atvinnustefnu og atvinnumál, dags. 14. júní sl. Þá er lagður fram listi yfir hagsmunaaðila sem fá atvinnustefnuna til umsagnar. R10090142
Vísað til umsagnar hagsmunaaðila, sbr. framlagðan lista.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Þegar borgarstjórn samþykkti að hefja vinnu við að móta atvinnustefnu fyrir Reykjavík þann 21. september 2010 kom skýrt fram í tillögunni að aðgerðahópi borgarráðs væri falið verkefnið. Að auki kom fram í greinargerð með tillögunni að þessi vinna fæli í sér að „borgarstjórn móti sér atvinnustefnu“ sem vísar til þess eindregna vilja allrar borgarstjórnar að fulltrúar borgarstjórnar, bæði meirihluta og minnihluta, kæmu að þessu starfi. Vinna við þessa stefnumótun hófst ekki í aðgerðahópi af nokkurri alvöru fyrr en á nýju ári 2011, en stuttu síðar eða í apríl varð það að samkomulagi að leggja hópinn af. Engin formleg ákvörðun var tekin um með hvaða hætti málum yrði skipað vegna atvinnustefnu, en síðar kom í ljós að án nokkurrar aðkomu borgarstjórnar eða borgarráðs skipar borgarstjóri hóp embættismanna til að móta umrædda stefnu undir forystu formanns borgarráðs. Óskað er álits borgarlögmanns á þessari ákvörðun, hvaða heimildir borgarstjóri hafði til að ganga þannig framhjá skýrum vilja borgarstjórnar frá september 2010 og skipa til þessarar vinnu hóp embættismanna með einungis einum fulltrúa borgarstjórnar og engum fulltrúa minnihluta.

Fundi slitið kl. 12.10

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir