No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 24. nóvember, var haldinn 5193. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 2. nóvember. R11010012
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 11. nóvember. R11010017
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 17. nóvember. R11010020
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 23. nóvember. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. og 18. nóvember. R11010032
- Kl. 9.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3. nóvember. R11010033
7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. október og 11. og 18. nóvember. R11010029
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11. nóvember. R11010034
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R11100332
10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að fela sviðum og skrifstofum Reykjavíkurborgar að útvega ungmennum 18-25 ára, sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu, starfsþjálfun og tímabundin störf. Um verði að ræða starfsþjálfun í allt að þrjá mánuði og tímabundnar stöður í allt að sex mánuði. Borgarráð hvetur fyrirtæki Reykjavíkurborgar til að gera slíkt hið sama. Listi frá sviðum og skrifstofum yfir möguleg starfsþjálfunarpláss og tímabundin störf verði lagður fyrir borgarráð fyrir 1. febrúar 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11100296
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf velferðarsviðs frá 7. þ.m. ásamt umsögn sviðsstjóra, umsögn innkaupastjóra og fjármálastjóra frá 17. s.m. um tillögur verkefnahóps SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðra, sbr. bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 5. september sl. R11090014
Borgarráð samþykkir umsagnirnar með 6 atkvæðum.
Borgarráð telur mikilvægt að setja á laggirnar starfshóp sem undirbúi útboð í Ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Vonir standa til að hægt sé að hagræða án þess að það komi niður á þjónustunni. Útboðslýsing verður að innibera skýrar kröfur um gæði þjónustunnar og ákvæði um það hvernig eftirliti er háttað þar sem Reykjavíkurborg vill ekki minnka þau gæði sem nú eru í boði.
Afstaða annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og SSH þarf að liggja fyrir sem fyrst þannig að Reykjavík geti mögulega farið í útboð á eigin vegum ef ekki verður samvinna í þeim efnum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar vilja til aukinnar samvinnu um ferðaþjónustu fatlaðra hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur um útboð á þessari þjónustu geta þó vart talist ákjósanlegar þar sem það liggur í augum uppi að byggðasamlagið Strætó, sem sinnt hefur þessari þjónustu fyrir Reykjavíkurborg, getur sinnt þessari þjónustu fyrir umrædd sveitarfélög. Það verður þó að hafa í huga að ekki verði teknar afdrifaríkar ákvarðanir um ferðaþjónustu fatlaðra án samráðs við hagsmunasamtök fatlaðra.
12. Lagt fram svar borgarstjóra frá 21. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um viðbót á húsnæði leikskóla í Reykjavík, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. október. R11010197
13. Lagt fram svar borgarstjóra frá 21. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks um nýtt skóla- og frístundasvið, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. ágúst. R11080038
14. Lagt fram svar úttektarnefndar OR við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um úttekt á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. þ.m. R10070056
15. Lagt fram svar borgarstjóra frá 22. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fasteignaskatta, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m. R11060068
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Með gildistöku laga nr. 140/2005 um breytingu á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga fækkaði þeim félögum sem voru undanþegin fasteignaskatti en þar á meðal voru tónlistarskólar. Tónlistarskólar í Reykjavík eru sjálfstæð rekstrarfélög sem byggja starfsemi sína á þjónustusamningum við Reykjavíkurborg og skólagjöldum. Kennsluhúsnæði er í mörgum tilfellum í eigu skólanna sjálfra og á það sérstaklega við um elstu og þekktustu skólana. Eftir gildistöku ofangreindra laga hefur það reynst mörgum tónlistarskólum óviðráðanlegt að greiða fasteignaskatta. Í þjónustusamningum við skólana er ekki tekið tillit til greiðslu fasteignaskatta og þeirrar auknu greiðslubyrðar sem lögunum fylgdi. Lagt er til að þjónustusamningar tónlistarskóla verði endurskoðaðir þannig að auk launakostnaðar verði tekið tilliti til kostnaðar vegna fasteignaskatta. Greiðslur til tónlistarskólanna samkvæmt nýjum útreikningum hefjist 1. janúar 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 22. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fella niður fjórðung eða 2,5 yfirvinnustundir af þeim sérstöku yfirvinnugreiðslum sem starfsmenn í Félagi leikskólakennara fengu sem launauppbót umfram ákvæði kjarasamninga með samþykkt borgarráðs 19. október 2007. Taki þessi breyting gildi frá og með 1. mars 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11110070
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar linnir ekki látum gagnvart leikskólakennurum sem hafa þurft að þola afar erfiða tíma allt frá því ný borgarstjórn var kosin vorið 2010. Nú á að afnema greiðslur vegna neysluhlés sem fulltrúar allra flokka hafa staðið vörð um gegnum afar erfiða tíma og rökstutt með sannfærandi sanngirnissjónarmiðum. Ekki er hægt að fallast á rökstuðning meirihlutans vegna málsins, þar sem talið er að umframhækkanir sem Félag leikskólakennara náði gegnum kjarasamninga vegi upp á móti greiðslum vegna neysluhlés. Þar er um eftiráskýringu að ræða sem byggir á afar veikum grunni, enda hafa ákvæði um matar- og kaffihlé ekki tekið neinum breytingum í kjarasamningnum frá því sem áður var. Umframhækkanirnar eru til komnar til að leiðrétta stöðu leikskólakennara gagnvart grunnskólakennurum, sem höfðu um tíma verið á betri kjörum en þeir fyrrnefndu og lítur út fyrir að það markmið náist við lok samningstímabilsins. Þá skal áréttað að grunnskólakennarar fá greitt fyrir að matast með börnum en leikskólakennarar ekki, fái meirihlutinn sínu fram. Matartímar leikskólanna eru hluti af daglegu starfi og fara varla fram án leikskólakennara sem inna af hendi mikilvæga vinnu. Fyrir þá vinnu eiga kennararnir að fá greitt, rétt eins og grunnskólakennarar og annað starfsfólk leikskólanna. Það er brýnt að fram fari endurskoðun á yfirvinnugreiðslum Reykjavíkurborgar, en afar ósanngjarnt að ein kvennastétt sem ekki er ofalin af launum sínum sé tekin fyrir sérstaklega. Nú þegar hagur borgarinnar er að vænkast og versti hjallinn yfirstaðinn í kjölfar efnahagshrunsins er með öllu óásættanlegt að gripið sé til þessara aðgerða. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir því atkvæði gegn tillögunni.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar vilja ítreka að í Reykjavík var staðinn vörður um umframgreiðslur til leikskólakennara í gegnum erfiðar fjárhagsáætlanir á meðan önnur sveitarfélög höfðu afnumið þær. Í aðdraganda kjarasamninga við FL kom skýrt fram að leikskólakennarar vildu gjarnan sjá að reykvísku umframgreiðslurnar skiluðu sér inn í launatöflu, í Reykjavík sem og annars staðar á landinu. Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar fagna nýgerðum kjarasamningum við leikskólakennara og telja að forgangsröðun meirihlutans um að verja umframgreiðslurnar við knappan fjárhag borgarinnar hafi stuðlað að þeirri góðu niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Í ljósi þess að kjarabætur til annarra starfsmanna leikskólanna, aðallega Eflingarstarfsfólks, voru ekki jafn miklar verður ekki hreyft við umframgreiðslum til þeirra.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Bókun meirihlutans er óskiljanleg og uppfull af hálfkveðnum vísum sem afhjúpa rakaleysi ákvörðunarinnar. Það er ómaklegt að vísa í kröfur FL í samningaferlinu sem ekki náðust í gegn og nota þær til að rökstyðja kjaraskerðingu. Eins og áður sagði, þá var kröfum leikskólakennara varðandi neysluhléið ekki mætt, heldur standa ákvæði um neysluhlé og kaffitíma óbreytt frá því sem áður var. Ekki dugar heldur að bæta bölið með því að benda á annað verra. Fram til þessa hefur þótt sanngjarnt að greiða fyrir neysluhlé leikskólakennara og annarra stétta óháð ákvörðunum annarra sveitarfélaga. Viðsnúningur í afstöðu meirihlutans gagnvart leikskólakennurum er óskiljanlegur – auk þess sem hann á aðeins við um eina stétt en ekki aðrar.
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. ásamt tillögu um Evrópuár sjálfboðaliða, sbr. samþykkt borgarstjórnar 15. s.m. R11110073
Vísað til frekari útfærslu skrifstofu borgarstjórnar.
Borgarráð vill vekja athygli borgarbúa á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðastarfs, 5. desember og því mikilvæga starfi sem sjálfboðaliðar í Reykjavík sinna. Borgarráð hvetur borgarbúa til þátttöku í sjálfboðaliðastarfi hinna fjölmörgu félagasamtaka í Reykjavík. Reykjavík mun vekja athygli á deginum á heimasíðu borgarinnar 5. desember næstkomandi og felur jafnframt skrifstofu borgarstjórnar að skipuleggja heimsóknir borgarfulltrúa til frjálsra félaga og samtaka í borginni til að sýna þakklæti borgarinnar í verki.
18. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu frá 17. þ.m. um hlutfall kynja í ráðum, nefndum og stjórnum hjá Reykjavíkurborg. R10070012
Borgarráð þakkar fyrir yfirlit mannréttindaskrifstofu og er stolt af jafnri aðkomu kynjanna að ráðum og nefndum borgarinnar, enda hafa allir flokkar lagt sig fram til að tryggja að svo sé. Borgarráð skorar á Alþingi að taka Reykjavíkurborg sér til fyrirmyndar í þessum efnum.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti og samþykki að Íslandsbanki hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 1 við Árvað með nánar tilgreindum skilmálum. R11110081
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. þ.m. um sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut með nánar tilgreindum skilmálum. R11110082
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 17. þ.m. varðandi leigusamning um gæsluvallarhús við Hamravík 14. R10080073
Samþykkt.
22. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 17. þ.m. í máli nr. 49/2011, Þórir J. Einarsson ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09050107
23. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms í máli E-2413/2011, Reykjavíkurborg gegn Landsvaka hf. R11050141
24. Lagt fram bréf framvæmdastjóra SSH frá 18. þ.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu 9 fulltrúa frá Reykjavíkurborg í nýtt fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. R10110038
25. Lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. þ.m. um sölu jarðarinnar Úlfljótsvatns til Bandalags íslenskra skáta og Skógræktarfélags Íslands. R11110086
Frestað.
26. Lögð fram drög að umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. um rekstrarleyfisumsókn Sextáns ehf. vegna veitingastaðarins Monte Carlo, Laugavegi 34a. Einnig eru lögð fram eftirfarandi gögn:
Umsagnarbeiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. febrúar 2011, bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. september 2007, 11. mars 2009, 29. desember (á að vera 29. janúar) 2010 og 23. febrúar 2011, bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. og 19. febrúar 2010, varðandi umsögn borgarráðs frá 18. s.m., ályktun stjórnar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, dags. 9. mars 2011, bréf Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. f.h. félagsins Miðborgarinnar okkar, dags. 16. mars 2011, ásamt samantekt á helstu áherslum félagsfundar félagsins 6. október 2010, viðbrögðum lögmanns umsækjanda, dags. 18. s.m., og kröfugerð af fundi um málefni miðborgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. febrúar 2011, tölvubréf lögmanns umsækjanda, dags. 21. febrúar, 9. og 10. mars 2011, ásamt svörum, bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. júní 2011, greinargerð Lögheima, dags. 15. september 2011 ásamt fylgigögnum, bréf skrifstofu borgarstjórnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. október 2011, bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 19. október 2011. R08030056
Frestað.
27. Lögð fram drög að umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. um rekstrarleyfisumsókn Casinos ehf. vegna veitingastaðarins Mónakó, Laugavegi 78. Einnig eru lögð fram eftirfarandi gögn:
Umsagnarbeiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. febrúar 2011, bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. september 2007, 11. mars 2009, 29. desember (á að vera 29. janúar) 2010 og 23. febrúar 2011, bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. og 19. febrúar 2010, varðandi umsögn borgarráðs frá 18. s.m., ályktun stjórnar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, dags. 9. mars 2011, bréf Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. f.h. félagsins Miðborgarinnar okkar, dags. 16. mars 2011, ásamt samantekt á helstu áherslum félagsfundar félagsins 6. október 2010, viðbrögðum lögmanns umsækjanda, dags. 18. s.m., og kröfugerð af fundi um málefni miðborgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. febrúar 2011, tölvubréf lögmanns umsækjanda, dags. 21. febrúar, 9. og 10. mars 2011, ásamt svörum, bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. júní 2011, greinargerð Lögheima, dags. 15. september 2011 ásamt fylgigögnum, bréf skrifstofu borgarstjórnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. október 2011, bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 19. október 2011. R08030057
Frestað.
28. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps, dags. í dag, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi tilboð í skuldabréf borgarsjóðs Reykjavíkur 0901. R11010153
Samþykkt.
29. Lagt fram bréf lögfræðings velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt áfrýjunarnefndar velferðarráðs s.d., um afgreiðslu 11 umsókna um lækkun álagðs útsvars. R09100159
Samþykkt.
30. Fram fer umræða um 5 ára áætlun.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:
Vinnubrögð meirihlutans vegna þriggja ára áætlunar voru harðlega gagnrýnd, bæði vegna skorts á undirbúningi og tafa á framlagningu. Sú áætlun er lögbundin og skal lögð fram eigi síðar en í febrúarmánuði ár hvert. Á þessu ári var hún lögð fram í ágústmánuði á aukafundi borgarstjórnar eftir að minnihluti borgarstjórnar krafðist þess að farið yrði að lögum og ríkisvaldið hafði áminnt meirihluta borgarstjórnar fyrir að sinna ekki því skylduverkefni sínu að gera þriggja ára áætlun. Í tengslum við þriggja ára áætlun var því haldið fram að hún hefði tafist vegna mikillar vinnu við gerð fimm ára áætlunar. Hana átti að leggja fram í septembermánuði, en nú í lok nóvember er boðað til aukafundar í borgarráði þar sem eina málið á dagskrá er fimm ára áætlun og þar næsta dag verður hún tekin fyrir á sérstökum aukafundi í borgarstjórn. Óskað hefur verið eftir því að fimm ára áætlun, eða drög að henni, verði lögð fram á fundi borgarráðs í dag en því er hafnað.
Kl. 11.55 víkja Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir af fundi.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Borgaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar fagna því að nú sé í fyrsta sinn í langan tíma lögð fram langtímaáætlun í fjármálum borgarinnar þar sem ítarlega er reynt að spá fyrir um aðstæður næstu ára. Það er sérstaklega metnaðarfullt í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkja á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Því ber að þakka fjármáladeild Reykjavíkurborgar og öllum starfsmönnum sem koma að þessari vinnu fyrir vel unnið og faglegt starf. Fullyrðingar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um að fimm ára áætlun sé seint á ferð eru furðulegar því slík áætlun hefur ekki áður verið lögð fram jafnsnemma og raunar hefur fimm ára áætlun aldrei verið lögð fram áður. Þessu breytta vinnulagi ber að fagna. R10080085
Fundi slitið kl. 12.05
Óttarr Proppé
Björk Vilhelmsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir