No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 17. nóvember, var haldinn 5192. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 8. nóvember. R11010013
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 20. október og 10. nóvember. R11010016
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 11. nóvember. R11010032
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 10. nóvember. R11010030
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R11100332
6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 2-4 við Sóltún. R11110049
Samþykkt.
7. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um brottflutning íbúa Reykjavíkur, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. f.m. R11100323
8. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um mötuneyti grunnskóla, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. f.m. R11100322
9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 15. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um fellingu trjáa við Ráðhúsið, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. þ.m. R11010134
10. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í september. R11040094
- Kl. 9.15 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 8. þ.m. varðandi fyrirheit til Búseta svf. um úthlutun fjögurra raðhúsalóða við Ísleifsgötu 2-32. R11110059
Samþykkt.
12. Lögð fram tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð frá 15. þ.m. um hagræðingu í miðlægri stjórnsýslu. R11010129
Samþykkt með 4 atkvæðum.
- Kl. 9.19 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
13. Lagt fram bréf formanns Hestamannafélagsins Fáks frá 4. þ.m. þar sem óskað er eftir stuðningi Reykjavíkurborgar við umsókn um að bjóða fram félagssvæði Fáks fyrir Landsmót hestamanna 2016. R11110037
Borgarráð samþykkir stuðning Reykjavíkurborgar við umsókn um mótshald, skv. erindi.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt heilbrigðisnefndar 3. s.m., um drög að nýrri gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík. R11110035
Vísað til borgarstjórnar.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt heilbrigðisnefndar 3. s.m., um drög að nýrri gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík. R11110036
Vísað til borgarstjórnar.
16. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um stefnumótun í málefnum ungs fólks, dags. 17. þ.m. R11100296
Samþykkt að tilnefna Evu Einarsdóttur, Björk Vilhelmsdóttur, Mörtu Guðjónsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur í starfshópinn. Drögum að erindisbréfi vísað til starfshópsins.
17. Lögð fram tillaga tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. f.m. um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. R11110027
Frestað.
18. Lögð fram tillaga tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. f.m. um lagfæringu göngustíga á höfuðborgarsvæðinu. R11110027
Vísað til umsagnar framkvæmda- og eignasviðs.
19. Lögð fram tillaga tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. f.m. um endurgjaldslausan flóamarkað. R11110027
Vísað til umsagnar framkvæmda- og eignasviðs.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 15. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fella niður fjórðung eða 2,5 yfirvinnustundir af þeim sérstöku yfirvinnugreiðslum sem starfsmenn leikskóla fengu sem launauppbót umfram ákvæði kjarasamninga með samþykkt borgarráðs 19. október 2007. Taki þessi breyting gildi frá og með 1. mars 2012. Jafnframt er lagt til að þeim starfsmönnum sem lægst hafa launin verði gefinn kostur á að vinna yfirvinnu sem nemur þessari lækkun, þannig að heildarlaun þeirra þurfi ekki að skerðast.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11110070
Frestað.
21. Lögð fram tillaga um að heiðra minningu Ingibjargar H. Bjarnason, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 1. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d. R11110006
Vísað til umsagnar Listasafns Reykjavíkur.
22. Lögð fram tillaga skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, ásamt drögum að samstarfssamningi við Skáksamband Íslands, dags. í október. R10040101
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 7. þ.m. ásamt tillögu að þjónustusamningi við Samtökin ´78. R11110032
Samþykkt.
24. Kynnt er fjárhagsáætlun Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir 2012. R10120007
25. Lögð fram skýrsla rýnihóps stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. R10070056
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir að verk- og tímaáætlun frá starfshópi sem nú vinnur að úttekt á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur verði lögð fyrir næsta fund borgarráðs. Jafnframt minnir fulltrúinn á að næstum ár er liðið frá því samþykkt var að láta framkvæma úttekt á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í tilefni af hruninu og niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis. Enn hefur engum verið falið að vinna þá vinnu sem er miður.
Fundi slitið kl. 11.17
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóle