Borgarráð - Fundur nr. 5189

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 10. nóvember, var haldinn 5189. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 18. október. R11010011

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 2. nóvember. R11010019

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. nóvember. R11010020

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 9. nóvember. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R11100332

6. Lagt fram svar borgarstjóra frá 1. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um starf stjórnarformanns OR, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september og 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. október. R10060067

7. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð frá 1. þ.m. um val smærri framkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum borgarinnar árið 2012. R11090037
Samþykkt með 5 atkvæðum.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. um höfnun forkaupsréttar og framsal byggingarréttar á lóð nr. 1-5 við Ferjuvað með nánar tilgreindum skilmálum. R11090034
Samþykkt.

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R11010039

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 12 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11110001

- Kl. 9.17 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 4. þ.m. þar sem lagt er til að HSÍ verði veittur styrkur að fjárhæð 1,5 m.kr. til þátttöku á heimsmeistaramótinu í Brasilíu, sbr. einnig bréf HSÍ frá 23. september sl. R11110022
Borgarráð samþykkir að veita HSÍ styrk að fjárhæð 1 m.kr.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 25. október, ásamt tillögum um laun nemenda Vinnuskólans sumarið 2012. R11110021
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Sóley Tómasdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs s.d., þar sem óskað er eftir frekari fresti til að gefa umsögn um umhverfismat samgönguáætlunar 2011-2022. R10050009
Frestað.
Dagur B. Eggertsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs s.d., þar sem óskað er eftir frekari fresti til að gefa umsögn um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. R10060146
Frestað.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 7. þ.m. ásamt umsögn velferðarráðs um erindi SSH frá 19. ágúst varðandi samstarfssamning um þjónustu við fatlað fólk. R09030071
Samþykkt.
Borgarráð tekur undir bókun velferðarráðs.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að fela Minjasafni Reykjavíkur að minnast 300 ára afmælis Skúla Magnússonar 2011 með sýningargerð, námsefnisgerð, viðburðum og málþingi. Til þess verði nýttar þær 1,8 m.kr. sem eftir standa af fjárheimild menningar- og ferðamálasviðs vegna sýningar og viðburða í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar auk fjárheimildar Minjasafns Reykjavíkur á árinu 2011 og 2012.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11090131
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að tillögunni verði vísað til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.
Tillagan felld með 4 atkv. gegn 2.
Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga borgarstjóra hefur verið rýnd af menningar- og ferðamálasviði og í ljósi þess að 300 ára afmæli Skúla Magnússonar er 11. desember nk. þykir ekki ástæða til að leita sérstakrar umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 atkv. 1.
Sóley Tómasdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og lagði fram eftirfarandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ber mikla virðingu fyrir framlagi og afrekum Skúla Magnússonar, rétt eins og öðrum þeim sem hafa haft áhrif á þróun og sögu borgarinnar. Ekki er þó hægt að fallast á að tæpum tveimur milljónum króna verði varið í viðburði vegna 300 ára afmælis hans, enda væri þá hægt að verja ansi stórum hluta af fjármunum borgarinnar í stórafmæli merkismanna á hverju ári. Við núverandi aðstæður er hægt að nýta tvær milljónir með mun árangursríkari hætti. Þá óskar fulltrúinn eftir að upplýsingar um kostnað vegna 100 ára afmælis kvenna í borgarstjórn verði lagðar fram á næsta fundi.

17. Samþykkt að Júlíus Vífill Ingvarsson taki sæti í fulltrúaráði hjúkrunarheimilisins Skjóls í stað Páls Gíslasonar. R08040106

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Ósamræmis virðist gæta varðandi styrki Reykjavíkurborgar til félaga sem eftir gildistöku laga nr. 140 frá 2005 er gert að greiða fasteignaskatta en voru undanþegin slíkri skattlagningu fram að þeim tíma. Mikilvægt er að jafnræði sé virt og þess vegna er spurt:
Hefur Reykjavíkurborg komið til móts við félög sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og greiddu ekki fasteignaskatta fyrir gildistöku ofangreindra laga sbr. einnig 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga?
Hafa þjónustusamningar og rekstrarstyrkir Reykjavíkurborgar tekið mið af auknum útgjöldum sem mörg félög hafa orðið að takast á við í sínum rekstri eftir álagningu fasteignaskatta?
Með hvaða hætti formgera svið borgarinnar stuðning sinn við viðkomandi félög með tilliti til álagningar fasteignaskatta?
Hvaða félög sem ekki greiddu fasteignaskatta fyrir gildistöku laganna hafa ekki fengið styrki frá Reykjavíkurborg og hafa ekki fengið hækkuð framlög vegna álagningar fasteignaskatta?
Mikilvægt er að fá svar fljótlega þannig að hægt verði að bregðast við á milli umræðna um fjárhagsáætlun ef þörf krefur. R11060068

19. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu yfir tímasetningar á kynningum á fjárhagsáætlun. R11060068

20. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012. R11060068

Fundi slitið kl. 12.47

Dagur B. Eggertsson

Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttar Proppé Sóley Tómasdóttir