No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 27. október, var haldinn 5187. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 5. október. R11010010
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 13. október. R11010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. október. R11010013
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 19. október. R11010020
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 26. október. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. október. R11010032
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18. október. R11010034
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R11090229
- Kl. 9.12 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 12. s.m., um tillögu á deiliskipulagi Túngötureits sem afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg, Hávallagötu og Hofsvallagötu. R11100278
Frestað.
10. Lagt fram svar borgarlögmanns frá 25. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um gjaldskrá fyrir sorphirðu, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. júní. R11010064
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 17. þ.m. um samkomulag um uppgjör vanskilaskuldar við eigendur lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. R09120057
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
12. Rætt um fjármögnun, eigendalán til Austurhafnar TR. R11010037
Frestað.
13. Lagt fram bréf Höfuðborgarstofu um að Reykjavík hafi hlotið titilinn World Festival and Event City.
Bókun borgarráðs:
Borgaráð fagnar því að Reykjavík hafi hlotið tiltilinn World Festival & Event City sem veitt er af samtökunum International Festivals & Event Association. Þessi titill vekur athygli á Reykjavík sem viðburða- og hátíðaborg, og undirstrikar að vel sé staðið að viðburðum og hátíðum í borginni. Borgarráð vill í tilefni þessara verðlauna þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem hafa lagt sitt af mörkum við að gera Reykjavík að borg hátíða og viðburða. R11100069
14. Lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. þ.m. um tillögur verkefnahóps um rekstur íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu, sbr. bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 30. f.m. R11090230
Samþykkt.
15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 9 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11100009
16. Lagður fram samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um jafnréttisrannsóknir. R11100307
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
17. Samþykkt er að skipa Steinunni Sigurðardóttur fulltrúa í stjórn hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar í stað Margrétar Kristínar Blöndal. R10060127
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. um leigusamning vegna bifreiðastæða í Reykjavík. R10080073
Vísað til kynningar í umhverfis- og samgönguráði.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. varðandi gerð leigusamnings um íþróttahús við Stakkahlíð 1. R10100012
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 24. þ.m. um kaup á lóðarhluta í Víðidal. R11100306
Samþykkt.
21. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 27. þ.m. um skuldabréfaútboð. R11010153
Samþykkt.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð heimili framkvæmda- og eignasviði (FER) í nánu samráði við upplýsingatæknimiðstöð (UTM) að verja 6,5 m.kr. til kaupa og uppsetningar öryggismyndavéla í miðborginni. Komi fjármunirnir af fjárfestingalið, kostnaðarstað 2101. Jafnframt er FER og UTM falið að ganga til samninga og samstarfs við lögreglu höfuðborgarsvæðisins um staðsetningu vélanna, vöktun og vistun merkjanna ásamt viðhaldi myndavélanna. Þá er sömu aðilum, FER og UTM, falið að ganga til samninga um flutning merkisins frá myndavélunum í fjarskiptamiðstöð lögreglu og leggja slíkan samning fyrir borgarráð ásamt samkomulagi við lögregluna.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11090070
Samþykkt.
23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í yfirlýsingu Samtaka faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur er farið hörðum orðum um ástandið í mötuneytum grunnskóla borgarinnar. Því óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Er verið að bregðast við kvörtunum samtakanna á einhvern hátt?
2. Hvernig er það metið hversu marga starfsmenn þurfi í mötuneytin og er það samræmt á milli skóla?
3. Er samræmi á milli fjölda starfsmanna í mötuneytum á velferðarsviði og í grunnskólum borgarinnar. Ef svarið er neikvætt, hvers vegna?
4. Er verið að skera það mikið niður að það bitni á gæðum máltíðanna og ekki sé hægt að fara að stöðlum Lýðheilsustöðvar? R11100322
24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vegna frétta um að þeir Íslendingar sem kjósa að flytja til útlanda séu orðnir 8000 frá árinu 2008, umfram þá sem fluttu til landsins, óska borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum og greiningu á þessari stöðu í Reykjavík. Sú greining þyrfti að taka á því; hversu margir íbúar Reykjavíkur hafa flutt til útlanda á árunum 2008-2011; á hvaða aldri þessi hópur er, hver menntun þeirra og starfsbakgrunnur er, hversu margir þeirra voru án atvinnu og á hvaða aldri þeir eru? Að auki er óskað eftir því að sú greining innihaldi lýsingu á því hvaða áhrif þessi staða getur haft á fjárhagsáætlun borgarinnar. R11100323
25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna ítreka fyrirspurn sem lögð var fram í borgarráði 22. september sl. um starf stjórnarformanns OR og óska eftir að svar verði lagt fram eigi síðar en á næsta fundi. R10060067
Fundi slitið kl. 11.04
Óttarr Ólafur Proppé
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir