Borgarráð - Fundur nr. 5186

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 20. október, var haldinn 5186. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 6., 11. og 17. október. R11010009

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 12. september og 3. október. R11010014

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 3. október. R11010017

4. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. maí, 23. júní, 7. september og 5. október. R11010019

5. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 12. og 19. október. R11010028
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.

6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29. september og 12. október. R11010033

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 17. október. R11010030

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. september. R11010034

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R11090229

10. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4811/2010; Eysteinn Már Sigurðsson gegn Reykjavíkurborg og Vátryggingafélagi Íslands hf. R10070006

- Kl. 9.12 tekur Geir Sveinsson sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um að eiganda lóðar nr. 40 við Skólavörðustíg verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til þess að ganga frá byggingarleyfi eða hefja úrbætur á lóð. R11100272
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 50 við Nauthólsveg. R11100280
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 12. s.m., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Túngötureits sem afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg, Hávallagötu og Hofsvallagötu. R11100278
Frestað.

14. Samþykkt að Óttarr Proppé, Diljá Ámundadóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir taki sæti í starfshópi til að annast undirbúning að 40 ára minningu heimsmeistaraeinvígisins í skák á næsta ári. R11090088

- Kl. 9.27 tekur Elsa Yeoman sæti á fundinum.

15. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráð samþykkir að fela nýráðnum verkefnisstjóra um kynjaða fjárhagsáætlunargerð að greina hvort þörf er á endurskoðun rammaúthlutunar, í ljósi þess að talsverður munur er á yfirvinnu- og akstursgreiðslum borgarinnar til karla og kvenna. Gera má ráð fyrir því að leiðrétting á þessum greiðslum komi til með að hafa áhrif á rekstrarkostnað sviðanna, til hækkunar eða lækkunar eftir því hvaða leiðir verða farnar. Í greiningunni komi fram hvaða áhrif leiðréttingin getur haft fyrir hvert svið um sig og skal þá gera grein fyrir áhrifum hækkunar annars vegar og lækkunar hins vegar.
Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra um tillöguna. R10100346
Vísað í stýrihóp um kynjaða fjárhagsáætlunargerð.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Í minnisblaði fjármálastjóra kemur fram að ráðinn hafi verið verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að vinna að innleiðingu kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar í fjóra mánuði. Það skýtur skökku við, enda samþykkti borgarráð að ganga frá ráðningu á verkefnisstjóra til sex mánaða. Nauðsynlegt er að endurskoða samninginn með tilliti til vilja borgarráðs um að ráðningin verði til sex mánaða. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar stofnun stýrihóps um kynjaða fjárhagsáætlunargerð. Fyrstu skrefin eru eðlileg og nauðsynleg, en jafnframt er brýnt að rammar sviðanna verði rýndir hið fyrsta til að hægt sé að gera raunhæfar áætlanir um að útrýma kynbundnum launamun hjá borginni. Fulltrúinn fellst á að vísa tillögu sinni í þá veru til stýrihópsins, en óskar eftir því að borgarráð verði upplýst með reglulegu millibili um framvindu verkefnanna og árangur.

16. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í ágúst. R11040094

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. ásamt skýrslu um framvindu nýframkvæmda. R11010197

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skv. minnisblaði sem lagt var fram í menntaráði þann 23. maí 2011 var gert ráð fyrir talsverðum viðbótum á húsnæði leikskóla í Reykjavík til að hægt yrði að bjóða öllum börnum á biðlista sem fædd eru árið 2009 leikskólapláss þann 1. september 2011. Alls var um 226 pláss að ræða. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um hvort áformin hafi gengið eftir, hvort öll börn sem fædd eru árið 2009 hafi hafið leikskóladvöl og hvenær einstökum framkvæmdum lýkur. Að sama skapi er óskað eftir upplýsingum um hvort öll pláss séu fullnýtt á leikskólum borgarinnar og hvort einhver börn sem fædd eru árið 2010 hafi fengið leikskólapláss.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. þ.m. um drög að samkeppnislýsingu og forsögn vegna göngu- og hjólabrúar yfir ósa Elliðaáa. R11100289
Samþykkt.

19. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs frá 16. f.m. um tillögur verkefnahóps SSH varðandi samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu sbr. bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 5. s.m. R11090014
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar VG í umhverfis- og samgönguráði.

20. Lögð fram umsögn velferðarsviðs frá 7. þ.m. um lokaskýrslu framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. f.m., um vinnu við eflingu samvinnu í málefnum sem tengjast barnavernd. R11090014
Samþykkt.

21. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Félagsráðgjafafélags Íslands, dags. 25. september 2011. R11090130
Borgarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti.

22. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R11010039

23. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu frá 18. þ.m. um forsendur og áhrif fjárlagafrumvarpsins. R11060068

24. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m. um breytingu á fjárhagsáætlun 2011 vegna skóla- og frístundasviðs, ásamt greinargerð fjármálaskrifstofu. R11010129
Samþykkt með 4 atkvæðum.

25. Kynnt er mánaðaruppgjör A-hluta fyrir janúar-ágúst 2011. R11040014

26. Lagt fram rekstraryfirlit vegna málefna fatlaðra fyrir janúar-ágúst 2011. R11040014

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 18. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu um hliðrun á tímasetningum vegna framlagningar og afgreiðslu fimm ára áætlunar 2012-2016 með vísun í reglur Reykjavíkurborgar um gerð fjárhagsáætlunar:
Forsendur lagðar fyrir borgarráð 20. október 2011
Frumvarp lagt fyrir borgarráð 1. desember 2011
Frumvarp lagt fyrir borgarstjórn 6. desember 2011
Frumvarp afgreitt af borgarstjórn 13. desember 2011
Vakin er sérstök athygli á því að hér er gert ráð fyrir að seinni umræða í borgarstjórn um frumvarp að fimm ára áætlun 2012-2016 fari fram á aukafundi 13. desember 2011. R10080085
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 17. þ.m. um forsendur fimm ára áætlunar 2012-2016. R10080085

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 18. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki hækkun á liðnum „afslættir fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega“, kostnaðarstaður F9998, um 62 m.kr. sem verði fjármagnuð af ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. Sjá meðfylgjandi greinargerð fjármálastjóra.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11010129
Samþykkt með 4 atkvæðum.

30. Kynnt er verkefnið Betri Reykjavík.is og The World eDemocracy verðlaunin. R10060063

31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem tilkynnt er að Erni Sigurðssyni sé falið að gegna starfi sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs til 31. desember nk. R11100301

Fundi slitið kl. 11.03

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Geir Sveinsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir