No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 15. september, var haldinn 5181. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 8. september. R11010011
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 7. september. R11010012
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 5. september. R11010017
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. september. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R11080078
- Kl. 9.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 12. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita Tónlistarþróunarmiðstöðinni styrk að upphæð 13,0 m.kr. til að standa straum af kostnaði við húsaleigu fyrir starfsemi miðstöðvarinnar á árinu 2011 auk greiðslu skulda vegna vangoldinnar húsaleigu á árinu 2010. Styrkurinn færist af kostnaðarlið 09205, ófyrirséð. Jafnframt verði framkvæmda- og eignasviði falið að gera húsaleigusamning fyrir starfsemi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar fyrir árin 2011-2013. Skipuð verði þriggja manna hússtjórn meðal annars með fulltrúum frá ÍTR og FER til að fylgjast með starfsemi og rekstri TÞM.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lagðar fram umsagnir framkvæmdastjóra ÍTR frá 15. f.m. og fjármálastjóra frá 31. s.m. varðandi málið. R09050062
Samþykkt með 4 atkvæðum.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 12. þ.m. ásamt samningum um afnot af borgarlandi við Stórhöfða. R11010194
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um höfnun forkaupsréttar og framsal byggingarréttar á lóð nr. 1-5 við Ferjuvað með nánar tilgreindum skilmálum. R11090034
Samþykkt.
9. Lögð fram minnisblöð framkvæmda- og eignasviðs og skóla- og frístundasviðs frá 13. þ.m. um ástand leikvallatækja og leiksvæða á stofnanalóðum. R11030113
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m. um tillögu varðandi áhrif af fyrirhugaðri breytingu á lögum um stjórn fiskveiða á atvinnulíf í Reykjavík, sbr. samþykkt borgarstjórnar 6. s.m. R11040003
Vísað til umsagnar stjórnar Faxaflóahafnar.
11. Lögð fram greinargerð og tillaga til staðfestingar á nýsamþykktum kjarasamningum við Félag leikskólakennara og Sjúkraliðafélag Íslands. R11080032
Samþykkt.
12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 8 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11090001
13. Kynnt staða mála varðandi lögsögu sveitarfélaga á þjóðlendusvæði. R11060093
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita einni milljón króna af styrkjafé sínu til að fjármagna stofnkostnað vegna menningarfána.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10060057
Samþykkt með 6 atkvæðum.
15. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-2235/2011, Reykjavíkurborg gegn Urð og grjót ehf. R11050118
Fundi slitið kl. 10.00
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Þorleifur Gunnlaugsson