Borgarráð - Fundur nr. 5180

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 8. september, var haldinn 5180. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1. september. R11010009

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 15. ágúst. R11010015

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 1. september. R11010018

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. ágúst. R11010034

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R11080078

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Borgarráð samþykkir að veita upphæð sem samsvarar 100 krónum á hvern nemanda í leik- og grunnskólum í Reykjavík til hjálparstarfs vegna hörmunga í kjölfar þurrka í austanverðri Afríku. Verði Rauða krossi Íslands falin ráðstöfun fjárins. Fjármagnið komi af liðnum ófyrirséð í fjárhagsáætlun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11080059
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf formanns kirkjubyggingarsjóðs frá 5. þ.m. um styrkúthlutanir úr sjóðnum árið 2011. Jafnframt lögð fram umsögn mannréttindastjóra frá 30. f.m. um fyrri tillögur stjórnar kirkjubyggingarsjóðs. R11030108
Samþykkt með 6 atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna getur ekki samþykkt úthlutun til kirkjubygginga og hefur efasemdir um að sjóðurinn sem slíkur eigi rétt á sér. Bent skal á að kirkjubyggingarsjóður hefur ekki stöðu sem sjálfstæður sjóður og í núgildandi sveitarstjórnarlögum eru engin ákvæði þess efnis að íslensk sveitarfélög skuli styðja kirkjubyggingar eða trúfélög með beinum fjárframlögum. Á sama tíma og grunnþjónusta líður fyrir þröngan efnahag er 11 m.kr. styrkveiting til kirkjubygginga varla réttlætanleg. Þess utan má efast um að sjóðurinn og úthlutanir úr honum séu í anda mannréttindastefnu borgarinnar.

8. Lagður fram listi framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í júlí 2011. R11030025

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 1. þ.m. um sölu á lausum kennslustofum. R11040084
Samþykkt.

- Kl. 8.44 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 6. þ.m. um færanlegar kennslustofur á lóð Vesturbæjarskóla. Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa foreldra og skólastjóra Vesturbæjarskóla frá 5. s.m. þar sem samþykkt er að lausar kennslustofur verði notaðar til að leysa húsnæðisvanda skólans. R10080118
Samþykkt að flytja 3 færanlegar kennslustofur á skólalóðina að höfðu samráði við skólasamfélagið.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að framkvæmdum verði flýtt við íþróttahús Norðlingaskóla, húsnæði leikskólans og skólalóð, þannig að allt húsnæði verði komið í notkun og skólalóð tilbúin á fyrri hluta árs 2012. Vegna þessa þarf að verja til framkvæmda við Norðlingaskóla 1100 m.kr. á árinu 2011. Það felur í sér hækkun miðað við fjárhagsáætlun 2011 um 180 m.kr. Gert er ráð fyrir að þessi viðbótarframkvæmd verði fjármögnuð með lántökum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10100310
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 5. þ.m. um tillögur verkefnahóps SSH um mögulegt samstarf aðildarsveitarfélaga á sviði stoðþjónustu og rekstrarsamvinnu. R11090014
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 5. þ.m. um tillögur verkefnahóps SSH um samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu. R11090014
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 5. þ.m. um tillögur verkefnahóps SSH um mögulegt samstarf um ferðaþjónustu við fatlaða. R11090014
Vísað til umsagnar velferðarsviðs.

15. Lögð fram lokaskýrsla framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ódags., um vinnu við undirbúning að breytingum á rekstri félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. R11090017
Vísað til umsagnar velferðarsviðs, Félagsbústaða og vinnuhóps um húsnæðisstefnu.

16. Lögð fram lokaskýrsla framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. f.m., um vinnu við eflingu samvinnu í málefnum sem tengjast barnavernd. R11090014
Vísað til umsagnar velferðarsviðs og barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

17. Lögð fram samantekt sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 5. þ.m., á umsögnum sem bárust um skýrslu vinnuhóps um mótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020. R10110019

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 6. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 5. sm., um samþykktir fyrir nýtt skóla- og frístundaráð og íþrótta- og tómstundaráð. R11050120
Vísað til borgarstjórnar.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 5. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar:
1. Stofnað verði embætti borgarritara sem hafi yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Borgarritari verði staðgengill borgarstjóra og hafi aðsetur á skrifstofu borgarstjóra. Undir embætti borgarritara heyri skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, borgarhagfræðingur, fjármálaskrifstofa, mannauðsskrifstofa, mannréttindaskrifstofa, innkaupaskrifstofa, upplýsingatæknimiðstöð, upplýsingadeild og þjónustuskrifstofa. Ennfremur heyri rekstur Ráðhúss og Höfðatorgs undir embætti borgarritara.
2. Borgarritari hafi forystu um endurskipulagningu miðlægrar stjórnsýslu með það í huga að einfalda og efla miðlæga stjórnsýslu, sameina skrifstofur og ná fram hagræðingu.
3. Borgarstjóra verði falið að undirbúa auglýsingu og ráðningu í starf borgarritara.
Jafnframt samþykkir borgarráð meðfylgjandi skipurit fyrir Reykjavíkurborg og Ráðhús Reykjavíkur.
Breytingarnar taki gildi samstundis. Frá sama tíma heyri sviðsstjórar framkvæmda- og eignasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, skóla- og frístundasviðs, skipulags- og byggingarsviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og velferðarsviðs beint undir borgarstjóra, sem og borgarlögmaður, skrifstofustjóri borgarstjórnar og innri endurskoðandi eins og áður gilti. Þar til borgarritari hefur störf fari skrifstofustjóri borgarstjóra með verkefni borgarritara.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10090091
Samþykkt með 4 atkvæðum.

20. Rætt um framkvæmdir á leikskólalóðum. R11030113
Borgarráð óskar eftir skriflegri greinargerð vegna málsins frá skóla- og frístundasviði, framkvæmda- og eignasviði og heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 9.30

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir