No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 1. september, var haldinn 5179. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 30. ágúst. R11010028
26. lið fundargerðarinnar vísað til byggingarfulltrúa. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 29. ágúst. R11010014
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. ágúst. R11010020
4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. og 24. ágúst. R11010032
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. ágúst. R11010030
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R11080078
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um deiliskipulag golfvallar við Brautarholt á Kjalarnesi. R11030115
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytt deiliskipulag Vogahverfis vegna leikskólalóðar. R11060029
Samþykkt.
- Kl. 9.45 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytt deiliskipulag vegna lóðar nr. 8 við Spítalastíg. R11040108
Samþykkt.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 30. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um stöðu mála á frístundaheimilum, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. ágúst sl. R11080074
11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar:
1. Nýtt svið, skóla- og frístundasvið, taki til starfa 1. september næstkomandi í samræmi við samþykkt borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn.
2. Nýráðinn sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs taki við ábyrgð á rekstri og verkefnum sem nú heyra undir menntasvið, leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs frá og með 1. september nk., sbr. samþykkt borgarstjórnar 21. júní sl.
3. Fjárheimildir menntasviðs, leikskólasviðs og tómstundaskrifstofu, að frádregnum fjárheimildum þeirra tómstundaverkefna sem ekki flytjast á hið nýja svið, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní sl., flytjist til skóla- og frístundasviðs frá 1. september að telja. Fjármálastjóri leggi sérstaka tillögu fyrir borgarráð um flutning fjárheimilda.
4. Starfsmenn menntasviðs, leikskólasviðs og tómstundaskrifstofu flytjist á nýtt svið 1. september.
5. Áfram verði unnið að skilgreiningu á þeirri stoðþjónustu sem flyst á skóla- og frístundasvið, sbr. erindisbréf stýrihóps og starfshóps um fjármál og mannauðsmál vegna skóla- og frístundasviðs.
6. Endurskipulagningu starfa og verkefna á nýju sviði verði að fullu lokið um áramót.
Breyting á skipuriti Reykjavíkurborgar, sem fylgir stofnun nýs sviðs verði lögð fyrir stjórnkerfisnefnd fyrir áramót.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11050120
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa í fyrri bókanir sínar vegna málsins. Illa er staðið að málinu af hálfu meirihluta borgarstjórnar og vinnubrögðin afar ámælisverð, ekki síst í ljósi þess um hve umfangsmiklar stjórnsýslubreytingar er að ræða. Þrátt fyrir að málið sé komið svo langt að drög að samþykktum vegna nýs skóla- og frístundasviðs liggja fyrir, vantar enn mikið upp á að stjórnendur, starfsmenn og meðlimir viðkomandi ráða hafi heildaryfirsýn yfir umræddar breytingar og hvernig kerfinu er ætlað að virka að þeim loknum. Slík lausatök eru óviðunandi.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Stofnun skóla- og frístundasviðs hefur verið afar illa unnin, undirbúningur og samráð hefur verið með minnsta móti og því mikil hætta á að faglegt starf fari forgörðum í kjölfarið. Töluverð óvissa hefur ríkt á viðkomandi sviðum um langt skeið og sér ekki fyrir endann á henni þótt sviðið verði stofnað formlega. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna telur ekki farsælt að fara fram með þessum hætti og greiðir atkvæði gegn tillögunni.
12. Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp um stefnumótun skóla- og frístundasviðs, dags. í dag. R11050120
Erindisbréfið samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um tillögu að samráði við hverfisráðin um forgangsröðun vegna fjárhagsáætlunar. R11020076
Frestað.
14. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. júní um að Reykjavíkurborg taki afstöðu til kaupa á fasteigninni að Rafstöðvarvegi 9 þar sem Minjasafn OR var til húsa. R11020039
Samþykkt með 6 atkvæðum að gera ekki athugasemdir en jafnframt áréttað að mikilvægt sé að fram komi að um lóðina gilda skýrir skipulagsskilmálar.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Húsnæði Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur er á viðkvæmum stað og ekki sama hvaða starfsemi fer þar inn. Vinstri græn áskilja sér rétt til að hafa skoðun á málinu í framhaldinu og taka ekki tilboði í eignina á fjárhagslegum forsendum einvörðungu.
15. Lögð fram umsögn skipulagsráðs frá 18. f.m. um skiptingu á landi Móavíkur á Kjalarnesi, sbr. bréf Lögmannsstofunnar LEX frá 13. janúar. R11010108
Samþykkt.
16. Lögð fram að nýju skýrsla vinnuhóps um mótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020, dags. 1. þ.m.
Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Neytendasamtakanna f.h. leigjenda, Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtaka lífeyrissjóða, Félagsbústaða hf., Búseta, BSRB og ASÍ um erindið. R10110019
17. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R11010039
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 29. f.m. um viðbótarfjárveitingu til að mæta auknu álagi og verkefnum á velferðarsviði. R11080085
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu sviðsstjóra velferðarsviðs um 19 m.kr. fjárveitingu vegna aukins álags á starfsfólk þjónustumiðstöðva.
Upphæðin verði tekin af lið 09205, ófyrirséð.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrirspurn sína frá 5. maí 2010, þar sem óskað var eftir uppfærslu á bréfi mannauðsstjóra sem lagt var fram þann 4. október 2007. Í bréfinu var tekin saman yfirvinna starfsfólks eftir sviðum sem hlutfall af heildarlaunagreiðslum. Brýnt er að borgarráð fái þessar upplýsingar til að sjá hvaða breytingar hafa orðið á tímabilinu.
19. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 11. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 9. s.m. varðandi bílastæði í Stjörnugróf.
Kynnt útfærsla framkvæmda- og eignasviðs á bílastæðum.
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðfulltrúi Vinstri grænna tekur undir með umhverfis- og samgönguráði og telur eðlilegt að farið verði í endurskoðun á skipulagi svæðisins.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar umhverfis- og samgönguráði fyrir mjög gagnlegar athugasemdir í umfjöllun um bílastæði í Stjörnugróf. Það er ekki stefna borgaryfirvalda að fjölga bílastæðum í borginni umfram það sem telst nauðsynlegt. Hins vegar er hér verið að uppfylla skuldbindingar sem efnt var til á fyrri stigum. R11080046
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. ásamt verkstöðuskýrslu vegna endurbóta á sundlaugamannvirkjum 2011. R11040035
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf framkvæmda- og eignasviðs frá 29. f.m. um tillögur að endurbótum á svonefndum Fellastíg í Breiðholti. R11080084
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 22. f.m. um afnotasamning um landspildu við Flugvallarveg. R10080073
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 30. f.m. um tillögu að kaupum á landi á Kjalarnesi. R10070011
Samþykkt.
24. Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp um stefnumótun í nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg, dags. 20. f.m. R10070014
Samþykkt. Jafnframt samþykkir borgarráð að tilnefna Karl Sigurðsson, Hilmar Sigurðsson, Áslaugu Friðriksdóttur og Líf Magneudóttur sem fulltrúa borgarráðs í starfshópinn. Karl Sigurðsson verði formaður.
25. Lagt er til að Diljá Ámundadóttir taki sæti í velferðarráði í stað Elsu Hrafnhildar Yeoman. Jafnframt er lagt til að Karl Sigurðsson taki sæti í íþrótta- og tómstundaráði í stað Diljár Ámundadóttur. Loks er lagt til að Margrét Vilhjálmsdóttir taki sæti í umhverfis- og samgönguráði í stað Hjördísar Sjafnar. R10060076
Vísað til borgarstjórnar.
Fundi slitið kl. 11.45
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttar Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir