Borgarráð - Fundur nr. 5178

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 25. ágúst, var haldinn 5178. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.34. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 9. júní. R11010016

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 24. ágúst. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Kynntur er nýr kjarasamningur við Félag leikskólakennara. R11080032

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R11070078

5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 17. s.m., um tillögu að auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Háskóla Íslands í Vatnsmýri. R11080061
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. júní sl., varðandi breytt götuheiti í Túnahverfi. R09120077
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 17. s.m., um beitingu dagsekta vegna ólokinna framkvæmda á lóð nr. 29a við Þingholtsstræti. R11080058
Samþykkt.

8. Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 14. júní sl.:
Borgarráð samþykkir að beina því til mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar að kanna hvort hægt sé að stuðla að því að hælisleitendur dveljist í Reykjavík meðan fjallað er um hælisumsóknir þeirra af íslenskum stjórnvöldum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram umsögn mannréttindastjóra frá 29. s.m. og umsögn Útlendingastofnunar frá 12. þ.m. um tillöguna. R11060051
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 15. þ.m. varðandi annars vegar þjónustusamning um rekstur þjónustukjarna fyrir eldri borgara við Sléttuveg og hins vegar leigusamning um þjónustukjarnann. R10050139
Samþykkt.

10. Lagður fram listi framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í júní 2011. R11030025

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. f.m. um afnotasamning við Samtök aldraðra um lóð að Sléttuvegi 19-23. R10080073
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. f.m. um ósk um að Reykjavíkurborg taki afstöðu til kaupa á fasteigninni að Rafstöðvarvegi 9 þar sem Minjasafn OR var til húsa. R11020039
Frestað.

13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 8 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11080002

14. Lagt fram bréf formanns nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins frá 10. þ.m. um þátttöku sveitarstjórnarfólks í gerð gátlista. R11080062
Vísað til skrifstofu borgarstjórnar.

15. Lagt fram álit Persónuverndar í máli 2011/504 um heimild Reykjavíkurborgar til að óska eftir fjárhagsupplýsingum um dagforeldra. R11050087

16. Lagt fram bréf iðnaðarráðuneytisins frá 19. þ.m. um kynningu á tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. R11080063
Vísað til umhverfis- og samgöngusviðs.

17. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps frá 24. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð í skuldabréf borgarsjóðs RVK 09 01 að nafnvirði 1.410.000.000 krónur á ávöxtunarkröfunni 3,9. R11010153
Samþykkt.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar:
1. Nýtt svið, skóla- og frístundasvið, taki til starfa 1. september næstkomandi í samræmi við samþykkt borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn.
2. Nýráðinn sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs taki við ábyrgð á rekstri og verkefnum sem nú heyra undir menntasvið, leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs frá og með 1. september nk., sbr. samþykkt borgarstjórnar 21. júní sl.
3. Fjárheimildir menntasviðs, leikskólasviðs og tómstundaskrifstofu, að frádregnum fjárheimildum þeirra tómstundaverkefna sem ekki flytjast á hið nýja svið, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní sl., flytjist til skóla- og frístundasviðs frá 1. september að telja. Fjármálastjóri leggi sérstaka tillögu fyrir borgarráð um flutning fjárheimilda.
4. Starfsmenn menntasviðs, leikskólasviðs og tómstundaskrifstofu flytjist á nýtt svið 1. september.
5. Áfram verði unnið að skilgreiningu á þeirri stoðþjónustu sem flyst á skóla- og frístundasvið, sbr. erindisbréf stýrihóps og starfshóps um fjármál og mannauðsmál vegna skóla- og frístundasviðs.
6. Endurskipulagningu starfa og verkefna á nýju sviði verði að fullu lokið um áramót.

Breyting á skipuriti Reykjavíkurborgar, sem fylgir stofnun nýs sviðs verði lögð fyrir stjórnkerfisnefnd fyrir áramót.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11050120
Frestað.

19. Gögn fyrir hagsmunakynningu vegna deiliskipulags Landspítala – háskólasjúkrahúss kynnt. R11010189

20. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2011, ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu, dags. 24. þ.m. Jafnframt lögð fram verkstöðuskýrsla nýframkvæmda janúar-júní 2011. Þá er lagt fram yfirlit yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs í júní 2011. R11080004

21. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska eftir kynningu á stöðu mála hjá frístundaheimilum borgarinnar á næsta fundi ráðsins, þar sem farið verði yfir fjölda umsókna, starfsmannaþörf og starfsmannafjölda. R11080074

22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er sundurliðaðrar samantektar um ferða-, dagpeninga- og risnukostnað á skrifstofu borgarstjóra frá júní 2010 til dagsins í dag. Óskað er eftir að samantektin sé flokkuð eftir nöfnum og tímasetningum. R11080076

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er skýringa á því að framlögð tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt borgarinnar á áhrifum breytinga á fiskveiðistjórnun fyrir atvinnulíf í höfuðborginni hafi ekki enn fengið afgreiðslu í borgarráði, en hún hefur nú verið í frestun í næstum 2 mánuði eða frá því 30. júní sl. R11040003

24. Lagt fram bréf Regínu Ásvaldsdóttur, dags. í dag, þar sem hún óskar lausnar úr starfi skrifstofustjóra borgarstjóra. R11080075

Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar Regínu Ásvaldsdóttur innilega fyrir störf sín fyrir Reykjavíkurborg, sem hún hefur unnið af sérstakri fagmennsku og ábyrgð. Reykjavíkurborg missir afburðarstjórnanda í Regínu sem nú hefur kosið að takast á við nýjar og spennandi áskoranir. Borgarráð óskar Regínu velfarnaðar á nýjum vettvangi og alls hins besta um alla framtíð.

Fundi slitið kl. 12.30

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir