Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 18. ágúst, var haldinn 5177. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Staða í kjaraviðræðum við Félag leikskólakennara kynnt. R11080032
2. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 15. ágúst. R11010025
3. Lagðar fram fundargerðir menntaráðs frá 10. og 17. ágúst. R11010026
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 17. ágúst. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. júní. R11010032
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. ágúst. R11010034
7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgönguráðs frá 9. ágúst. R11010035
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R11070078
9. Lögð fram greinargerð borgarlögmanns frá 20. apríl vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um setningu reglna um samskipti skóla og lífsskoðunarhópa, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. febrúar. R10100305
10. Lögð fram lokaskýrsla rýnihóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 1. f.m., um rekstrar- og fjárhagsúttekt á byggðasamlögum. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH frá 7. s.m. um málið. R11070016
11. Lagt fram að nýju bréf Ísaksskóla frá 4. f.m. um tillögu að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Ísaksskóla um kaup á fasteignum skólans. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn fjármálastjóra frá 9. þ.m. um málið.
Þá er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki að heimila framkvæmda- og eignasviði að kaupa fasteignir Skóla Ísaks Jónssonar á 184 m.kr. og greiða skólanum auk þess 15 m.kr. vegna viðhaldsframkvæmda á fasteignum skólans sem er að fullu lokið. Seljandi nýtur kaupréttar á fasteignunum til allt að 15 ára á sama raunverði enda stefnir skólinn að því að starfa í eigin húsnæði þegar náðst hafa betri tök á fjármálum skólans. Borgarráð samþykkir jafnframt að heimila framkvæmda- og eignasviði að leigja Skóla Ísaks Jónssonar fasteignirnar undir starfsemi sína. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fjármögnuð af handbæru fé.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09050100
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Fjárhagur borgarinnar krefst mikils aðhalds, bæði í rekstri og fjárfestingum á sama tíma og meiri kröfur eru gerðar til hennar á flestum sviðum. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna hefur efasemdir um að kaup á húsnæði Ísaksskóla sé forgangsmál við slíkar aðstæður og að ekki hefði mátt leysa málið með öðrum hætti.
12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 24. júní, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., varðandi 100 ára afmæli Knattspyrnfélagsins Vals. R11060116
Samþykkt að veita félaginu styrk að fjárhæð 1,5 m.kr. í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.
13. Lagðar fram niðurstöður verkefnisstjórnar um stofnun Friðarstofnunar í Reykjavík, dags. 12. þ.m. R06100239
Samþykkt að vísa niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar til meðferðar menningar- og ferðamálasviðs.
- Kl. 11.30 víkur Oddný Sturludóttir af fundi og borgarstjóri tekur sæti hennar.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 15. þ.m.:
Lagt er til að tendrað verði ljós á Friðarsúlunni í Viðey til minningar um fórnarlömb árásanna í Ósló og Útey í júlí sl. Súlan verði tendruð að viðstöddum borgarstjóra og fulltrúa Norska sendiráðsins að kvöldi opinbers sorgardags í Noregi þann 21. ágúst nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11080049
Samþykkt.
- Kl. 11.45 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.
15. Samþykkt að Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir taki sæti varamanna í menningar- og ferðamálaráði í stað Höskuldar Sæmundssonar og Hildar Hjörvar. R10060078
16. Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 14. júní:
Borgarráð samþykkir að beina því til mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar að kanna hvort hægt sé að stuðla að því að hælisleitendur dveljist í Reykjavík meðan fjallað er um hælisumsóknir þeirra af íslenskum stjórnvöldum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram umsögn mannréttindastjóra frá 29. s.m. og umsögn Útlendingastofnunar frá 12. þ.m. um tillöguna. R11060051
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.59
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Jón Gnarr Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir