Borgarráð - Fundur nr. 5175

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, mánudaginn 8. ágúst, var haldinn 5175. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 7. júní.

2. Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar hverfisráðs Árbæjar og hverfisráðs Breiðholts frá 18. maí.

3. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 16. júní.

4. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m. þar sem lagt er til að Ragnar Þorsteinsson verði ráðinn í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Jafnframt lagðar fram umsóknir 15 einstaklinga um starfið.
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf NASDAQ OMX Iceland hf. frá 21. f.m. um áminningu til Reykjavíkurborgar og beitingu févíta vegna brota á reglum Kauphallarinnar um birtingu ársreikninga.

6. Lagt fram til kynningar bréf fjármálastjóra frá 3. þ.m. til forstöðumanna og fjármálastjóra varðandi árshlutauppgjör fyrir tímabilið janúar til júní 2011.

7. Lagt fram bréf stjórnar samtakanna Miðborgin okkar frá 5. þ.m. þar sem óskað er eftir að opnun Skólavörðustígs fyrir gangandi umferð frá Bergstaðastræti að Bankastræti verði framlengd til 15. ágúst nk.
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, ásamt frumvarpi að 3ja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2012-2014, dags. sama dag.
Vísað til borgarstjórnar.

9. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis frá 22. f.m. um skil á 3ja ára áætlun ásamt svarbréfi borgarstjóra frá 2. þ.m.

Fundi slitið kl. 16.05

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Proppé Sóley Tómasdóttir