No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 21. júlí, var haldinn 5173. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.33. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Oddný Sturludóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 9. og 20. júní og 18. júlí. R11010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 23. júní. R11010012
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 30. júní. R11010018
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. júlí. R11010020
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R11060123
- Kl. 9.37 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
6. Lögð fram að nýju umsögn Höfuðborgarstofu um þátttöku Reykjavíkurborgar í matar- og uppskeruhátíðinni Reykjavík Real Food Festival í september 2011, sbr. erindi framkvæmdastjóra hátíðarinnar frá 10. f.m. R11060077
Borgarráð samþykkir með 4 atkvæðum fjárstyrk að fjárhæð 1 m.kr. sem fari af styrkjalið borgarráðs. Auk þess sem Höfuðborgarstofa muni leggja til ráðgjöf og aðstoð til hátíðarhaldara.
- Kl. 9.40 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
7. Lögð fram að nýju skýrsla vinnuhóps um mótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020, dags. 1. þ.m.
Jafnframt er lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að leitað verði til eftirtalinna aðila til að veita umsögn um tillögu að húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar:
Neytendasamtakanna f.h. leigjenda, Öryrkjabandalags Íslands, Félags eldri borgara í Reykjavík, Félagsstofnunar stúdenta, Búseta, Búmanna og Félags einstæðra foreldra. R10110019
Borgarráð samþykkir að óska eftir umsögn eftirtalinna aðila um tillögu að húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar:
Neytendasamtakanna f.h. leigjenda, Öryrkjabandalags Íslands, Félags eldri borgara í Reykjavík, Félagsstofnunar stúdenta, Búseta, Búmanna, Félags einstæðra foreldra, BSRB, ASÍ, Landssamtaka lífeyrissjóða, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka aldraðra, Hagsmunasamtaka heimilanna og Félagsbústaða. Umsagnir liggi fyrir 20. ágúst. Jafnframt verði hægt að koma að athugasemdum í gegnum heimasíðu Reykjavíkurborgar.
8. Lagt fram bréf sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 19. þ.m. um tilnefningu í ráðgjafarhóp um Elliðaár.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að ráðgjafarhópi um Elliðaár verði falið að fjalla um allt vatnasvæði Elliðaánna. Jafnframt verði kannaður grundvöllur þess að stofna sameiginlegt veiðifélag um vatnahverfi Elliðaánna. R11070048
Afgreiðslu tillögunnar frestað.
Samþykkt að óska eftir tilnefningum í ráðgjafahópinn frá borgarstjórn, Stangveiðifélagi Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur og Veiðimálastofnun.
9. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. þ.m. um kaup á þremur bifreiðum sem Reykjavíkurborg hefur haft á rekstrarleigu. R11070054
Samþykkt með 4 atkvæðum.
10. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. þ.m. um leigusamning um gæsluvallarhús við Hlaðhamra 52. R10080073
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 15. þ.m. um leigusamning um skólagarðahús við Holtaveg. R10080073
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 19. þ.m. um sölu á lausum kennslustofum. R11040084
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH frá 22. f.m. um aukningu á rekstrarútgjöldum Strætó bs. vegna tímabundinnar breyttrar þjónustu við sveitarfélagið Álftanes. R11020044
Samþykkt. Borgarráð áréttar að hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða sem hefur ekki fordæmisgildi.
14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11070002
15. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R11010039
Borgarráð samþykkir að veita eftirtöldum styrk:
Dominique Plédel Jónsson, 150 þ.kr. til að fjármagna heimsókn Dr. Vandana Shiva til Íslands.
Keðjuverkun, 150 þ.kr. til að gefa fólki aðstöðu til að gera upp gömul hjól.
16. Kynntir eru nýgerðir kjarasamningar Reykjavíkurborgar við SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag stjórnenda í leikskólum.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs frá 19. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki fjárheimildir vegna afgreiðslu launa hinn 1. ágúst og hinn 1. september nk. samkvæmt nýjum kjarasamningum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060113
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf Ísaksskóla frá 4. þ.m. um tillögu að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Ísaksskóla um kaup á fasteignum skólans. R09050100
Samþykkt að óska eftir umsögn fjármálastjóra um erindið.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi VG óskar eftir upplýsingum um það hvaða viðbótarfjárstyrkir hafa farið til Ísaksskóla umfram framlög til að uppfylla lagaskyldu.
18. Lagt fram bréf formanns stýrihóps um endurskoðun skipulags frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsi frá 18. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til áframhaldandi vinnu stýrihópsins og að stýrihópurinn fái umboð til samninga við Graeme Massie arkitekta um gerð rammaskipulags fyrir gömlu höfnina. R11030033
Samþykkt. Kostnaður við vinnu Graeme Massie skiptist til helminga milli skipulagssviðs og Faxaflóahafna sf.
19. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra frá 20. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um rekstur hótels við tónlistarhúsið, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. júní. R11010037
20. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra frá 20. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um tímasetningu þriggja ára áætlunar, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. júlí.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram bréf, dags. í dag, þar sem óskað er eftir aukafundi í borgarstjórn vegna þriggja ára áætlunar.
Jafnframt leggja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarstjóra verði falið að tryggja að undirbúningsvinnu vegna þriggja ára áætlunar um rekstur, framkvæmdir og fjármál verði lokið eigi síðar en fyrir aukafund borgarstjórnar í ágúst. Jafnframt verði óskað eftir minnisblaði eða umsögn innanríkisráðuneytisins um samskipti ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um þriggja ára áætlun og afstöðu ráðuneytisins til frestunar Reykjavíkurborgar á afgreiðslu þriggja ára áætlunar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Afgreiðslu tillögunnar frestað. R11010073
21. Lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 12. þ.m. um eldsvoðann í Hringrás. Jafnframt lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra frá 19. s.m. um málið.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð skorar á Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur að endurskoða starfsleyfi Hringrásar ehf. með það að markmiði að geymslu og meðhöndlun gúmmís verði fundinn hentugri staður með tilliti til almannahagsmuna.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11070050
Frestað.
22. Kynnt er verkefni um fjölbreytta nýtingu torga í borginni. R10100011
23. Lagður fram dómur í máli nr. E5553/2010, Brimborg ehf. gegn Reykjavíkurborg, dags. 4. þ.m. R10090077
Fundi slitið kl. 12.33
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Karl Sigurðsson
Oddný Sturludóttir Þorleifur Gunnlaugsson