Borgarráð - Fundur nr. 5172

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 7. júlí, var haldinn 5172. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.37. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Einarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ebba Schram.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 6. júlí. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24. júní. R11010034

3. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og samgönguráðs frá 21. og 28. júní. R11010035

4. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 30. júní. R11010036

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R11060123

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 29. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogsdals vegna lagningar stíga.
Samþykkt. R09030024

7. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., þar sem lagt er til að eigendum fasteignarinnar að Gljúfraseli 2 verði gefinn tímafrestur að viðlögðum dagsektum til að fjarlægja óleyfisglugga á brunagafli hússins. R11060128
Samþykkt.

- Kl. 9.46 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

8. Lögð fram greinargerð skipulagsstjóra frá 5. þ.m. um ráðningu í starf byggingarfulltrúa. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 6. þ.m.:

Með vísan til meðfylgjandi greinargerðar er lagt til að Björn Stefán Hallsson, arkitekt, verði ráðinn í starf byggingarfulltrúa. R11020078
Samþykkt.

9. Lögð fram breytt drög að reglum og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar, dags 4. þ.m., ásamt bréfi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. s.d. Jafnframt lagðar fram umsagnir innkaupaskrifstofu, dags. 28. mars, menningar- og ferðamálaráðs, dags. 31. mars, íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 8. apríl, velferðarráðs, dags. 11. apríl, menntaráðs, dags. 5. maí og skipulagsráðs, dags. 28. júní um fyrri drög að reglunum. R11010197
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. f.m. um skiptingu kostnaðar vegna endurnýjunar á frárennslislögnum við Reykjavíkurflugvöll. R11050015
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. f.m. um bráðabirgðasamkomulag um lóðarréttindi Skeljungs við Reykjavíkurflugvöll. R11060079
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 4. þ.m. um leigusamning við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík vegna skrifstofurýmis að Tjarnargötu 12.
Samþykkt. R11070008

13. Lagður fram listi framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í maí 2011. R11030025

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 24. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um tillögu um atvinnumál 8. bekkinga. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 5. þ.m. um málið. R11030004
Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Fulltrúi VG í borgarráði, sem jafnframt er fulltrúi flokksins í umhverfis- og samgönguráði, lagðist í haust eindregið gegn fyrirhuguðum niðurskurðaráformum við gerð fjárhagsáætlunar þess efnis að hætta að bjóða 8. bekkingum starf í Vinnuskólanum. Þetta má t.d. sjá í fyrirspurnum og bókun í ráðinu frá 12. október sl. Þar er ítrekað að forvarnargildi þess að bjóða 8. bekkingum starf í Vinnuskólanum er slíkt að Reykjavíkurborg átti að kosta til og að vinnuskólanám barnanna hafði mikið samfélagslegt gildi. Á það er bent að með umræddri breytingu fá þeir eldri borgarar sem ekki geta sinnt garðhirðu vegna heilsu sinnar og efnahags ekki tryggða samsvarandi garðaþjónustu og veitt hefur verið undanfarin ár.

15. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs s.d., um að breytt ráðstöfun fjármagns til tónlistarskóla falli úr gildi. R11060115
Samþykkt.

16. Lagt fram minnisblað upplýsingatæknistjóra frá 16. f.m. um úttekt á gæðakerfi upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar. R11060073

17. Lagt fram bréf mannréttindastjóra frá 6. f.m., sbr. samþykkt mannréttindaráðs s.d., um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Jafnframt lagt fram bréf Hvítasunnukirkjunnar, dags. í júní, þar sem tillögunum er mótmælt. R10100305
Frestað.

18. Lagt fram bréf formanns kirkjubyggingarsjóðs frá 30. f.m. um styrkúthlutanir úr sjóðnum árið 2011. R11030108
Frestað.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns Höfuðborgarstofu frá 4. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð veiti kr. 1.500.000 til Höfuðborgarstofu til að standa straum af þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af því að Seattle verður sérstakur gestur Reykjavíkur á Menningarnótt í miðborginni sem haldin verður í 16. sinn þann 20. ágúst nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11070012
Samþykkt með 6 atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Að mati borgarráðsfulltrúa VG er það mikilvægt í erfiðu árferði að fjármunum borgarinnar sé forgangsraðað með hagsmuni velferðarmála og barna í borginni í huga. Á þessu ári hefur meirihluti borgarstjórnar farið í umdeildar sparnaðaraðgerðir varðandi frístundir, grunn- og leikskóla og hafnað hækkun fjárhagsaðstoðar til jafns við hækkun atvinnuleysisbóta.Við þessar aðstæður telur borgarráðsfulltrúi VG sér ekki fært að samþykkja aukaframlög til Menningarnætur.

20. Lögð fram umsögn Höfuðborgarstofu um þátttöku Reykjavíkurborgar í matar- og uppskeruhátíðinni Reykjavík Real Food Festival í september 2011, sbr. erindi framkvæmdastjóra hátíðarinnar frá 10. f.m. R11060077
Frestað.

21. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 28. f.m., um endurskoðaðar reglur um úthlutun sérmerktra bílastæða fyrir sendiráð. R11070010
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs frá 28. f.m., um breytingu á reglum um bílastæði fyrir visthæfa bíla. R11070011
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf stjórnar SSH frá 5. þ.m. um aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og beiðni SSH um umboð frá aðildarsveitarfélögum til undirritunar viljayfirlýsingar og heimild til samningaviðræðna vegna málsins. R11070014
Samþykkt.

24. Lagðar fram umsagnir hverfisráðanna um samráð við íbúa við kynningu hverfapottanna 2011. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. f.m. um málið. R11030067

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Athyglisvert er að sjá hvernig staðið hefur verið að samráði við íbúa í mismunandi hverfum borgarinnar um úthlutun úr hverfapottum. Í sumum hverfum virðist lítið sem ekkert samráð hafa verið haft en með því er grafið undan þeirri tilraun að úthluta fjármunum beint til hverfaráða borgarinnar. Þetta á til dæmis við um hverfisráð Grafarvogs og Miðborgarinnar þar sem fjármununum virðist hafa verið úthlutað eingöngu samkvæmt geðþótta kjörinna fulltrúa í ráðunum, án þess að íbúar hverfanna hafi nokkuð haft um það að segja og raunar virðist ekkert hafa verið gert til að láta íbúana vita af hverfapottunum og hugsuninni bak við þá. Á síðasta kjörtímabili forgangsröðuðu borgarbúar fjármunum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir sitt nærumhverfi. Sú ákvörðun meirihlutans að hætta við beina kosningu íbúa við forgangsröðun fjármuna er skref í átt frá íbúalýðræði. Slík kosning getur farið ágætlega saman við úthlutun hverfapotta og er meirihlutanum bent á að taka upp virkt samráð og beinar netkosningar þar sem það á við. Hvatt er til að endurskoða aðferðir við úthlutun hverfapotta á næsta ári þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar komi þar að með sýnilegum hætti.

25. Lögð fram skýrsla vinnuhóps um stefnumótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020, dags. 1. þ.m.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að leitað verði til eftirtalinna aðila til að veita umsögn um tillögu að húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar:
Neytendasamtakanna f.h. leigjenda, Öryrkjabandalags Íslands, Félags eldri borgara í Reykjavík, Félagsstofnunar stúdenta, Búseta, Búmanna og Félags einstæðra foreldra. R10110019
Frestað.

26. Kynnt er mánaðauppgjör A-hluta fyrir janúar-apríl 2011. R11040014

27. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 5. þ.m. um tímasetningar og undirbúning fjárhagsáætlunar 2012 og fimm ára áætlunar 2013-2016. Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með 4 atkvæðum. R11060068

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í 63. gr. sveitarstjórnarlaga er skýrt kveðið á um að þriggja ára áætlun skuli „unnin og afgreidd af sveitarstjórn innan tveggja mánaða frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar“. Nú, tæpum sjö mánuðum eftir afgreiðslu fjárhagsáætlunar og tæpum fimm mánuðum eftir að umræddur tímafrestur leið, hefur þriggja ára áætlun ekki verið lögð fram. Borgarráðsfulltrúi VG óskar eftir upplýsingum um hverju þetta sætir og hvort sótt hafi verið um lengri frest eins og heimilt er samkvæmt 61. grein laganna ef „brýnar ástæður eru fyrir hendi“.

28. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R11010039
Samþykkt að veita 350 þ.kr. styrk til Með oddi og egg ehf. til útgáfu hverfisblaðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Komi af kostnaðarstað 09-301.

29. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra borgarstjóra og staðgengils borgarlögmanns frá 6. þ.m. um ráðningu í starf skrifstofustjóra borgarstjórnar. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. s.d.:
Með vísan til meðfylgjandi greinargerðar er lagt til að Helga Björk Laxdal, yfirlögfræðingur skipulags- og byggingarsviðs, verði ráðin í starf skrifstofustjóra borgarstjórnar. R11050004
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.57

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Eva Einarsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Þorleifur Gunnlaugsson