Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 23. júní, var haldinn 5170. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé, Sóley Tómasdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 21. þ.m. um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara til eins árs á fundi borgarstjórnar s.d.
Dagur B. Eggertsson er kosinn formaður borgarráðs og Óttarr Proppé varaformaður. R10060091
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 9. júní. R11010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 23. maí. R11010012
4. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Laugardals frá 30. maí og 6. júní. R11010017
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. júní. R11010020
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. júní. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls eitt mál. R11060024
8. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Austurhafnar-TR frá 2. þ.m. varðandi kaup á búnaði í Hörpu. Jafnframt er lagt fram að nýju bréf fjármálastjóra frá 15. s.m. varðandi málið.
Þá er lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að ganga frá samningsbundnum greiðslum að fjárhæð 185,7 m.kr. til Portusar ehf./Totusar ehf. vegna búnaðarkaupa í nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús, Hörpu. Litið er á þetta framlag sem stofnfjárframlag til aukningar hlutafjár félagsins og er það fjármagnað af handbæru fé.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11010037
Borgarráð samþykkir tillögu vegna búnaðarkaupa, enda er hún í samræmi við fyrri samþykktir og samkomulag og felur ekki í sér viðbótarframlag til framkvæmdarinnar.
9. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 22. þ.m. varðandi skuldabréfaútboð sem haldið var 22. júní. R11010153
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 9. þ.m. um sölu Perlunnar í Öskjuhlíð og húseign að Bæjarhálsi 1. R11060060
Borgarráð gerir ekki athugasemd við erindið.
11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 23. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um skipan sérfræðinganefndar vegna fjárhagsvanda OR, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. maí sl. R10100312
12. Lögð fram dagskrá ársfundar Orkuveitu Reykjavíkur. Jafnframt lögð fram til kynningar tillaga borgarstjóra, dags. í dag, um að fram fari óháð úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. R11060081
13. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Borgarráð Reykjavíkur samþykkir að kannaðir verði möguleikar á hagræðingu í bókasafnsrekstri borgarinnar með samnýtingu húsnæðis, samrekstri og/eða sameiningu bókasafna. T.d. verði skoðað hvort unnt sé að bæta nýtingu skattfjár og auka þjónustu við almenning og skólabörn með samrekstri almenningsbókasafna og skólabókasafna.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060052
Tillagan er samþykkt og vísað til starfshóps sem er í undirbúningi á menntasviði og menningar- og ferðamálasviði.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 16. s.m. um kaup á húsnæði sem ætlað er fyrir fatlað fólk. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 21. þ.m. um málið. R11050041
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 16. s.m. um húsaleigu í húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk. R11010159
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókana sinna í velferðarráði.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Meirihluti velferðarráðs vísaði þann 16. júní frá tillögu velferðarráðsfulltúra Vinstri grænna um að tengja umrædda hækkun við vísitölu áranna 2003 til 2008 en ekki til dagsins í dag. Ennfremur vísaði ráðið frá tillögu um að hækka húsaleigu með hálfs til eins árs fyrirvara en ekki tveggja ára. Þessar frávísanir eru umhugsunarverðar með tilliti til mikilvægis þess að ná sátt um flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til Reykjavíkurborgar. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað síðan í maí 2008. Sú hækkun var í raun bætur fyrir það að húsaleigubætur höfðu staðið í stað í nokkur ár. Þrátt fyrir umræður um nauðsyn þess að leigjendur sitji við sama borð og húsnæðiseigendur hafa húsaleigubætur ekki hækkað í 3 ár á meðan kaupmáttur launa hefur lækkað svo um munar. Á meðan húsaleigubætur eru ekki hækkaðar er varla sanngjarnt að hækka leigu í mæli sem hér er lagt til og tekur mið af vístölu frá því 2003 til dagsins í dag. borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna tekur undir umsögn ÖBÍ frá 25. janúar sl. og telur að hún skýri málið til fullnustu en þar segir m.a.:
Öryrkjabandalag Íslands telur að fyrirhugaðar hækkanir á húsaleigu í húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk séu áætlaðar með alltof skömmum fyrirvara. Ef gæta á sanngirni er eðlilegast að hafa hliðsjón af 56. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 undir XI. kafla. Lok leigusamnings, uppsögn o.fl.
Í 2. málsgrein 56. greinar stendur: Sex mánuðir af beggja hálfu á íbúðum, en íbúð telst hvert það húsnæði þar sem fjölskylda getur haft venjulega heimilisaðstöðu. Hafi leigjandi haft íbúð á leigu lengur en fimm ár skal uppsagnarfrestur af hálfu leigusala vera eitt ár. Öryrkjabandalagið leggur til að ekki verði ráðist í hækkanir á húsaleigu fyrr en að ári til að gæta jafnræðis meðal leigjenda og að því tilskildu að bætur almannatrygginga hafi verið hækkaðar. Mikilvægt er að leigjendur fái tíma til að laga sig að breyttum aðstæðum.
Áríðandi er að hækkununum verði dreift á sama hátt og gert var ráð fyrir í reglugerðinni eða í fjórum áföngum á tveimur árum, 2012 og 2013. Auk þess leggur ÖBÍ til að húsaleigubætur verð hækkaðar og að hægt sé að sækja um sérstakar húsaleigubætur óháð því hver leigusalinn er.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. f.m. um gerð húsaleigusamnings á húsnæði að Einimel 19. R11050063
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. þ.m. um breytingu á samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjavík. R10080025
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. varðandi samning um leiguafnot af landspildum við Gelgjutanga. R11060078
Samþykkt.
19. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í apríl. R11040094
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. ásamt tillögum um gerð boltagerða á lóðum Borgaskóla og Selásskóla. Kostnaðaráætlun er 40 m.kr. R11020092
Samþykkt.
21. Lagt fam bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. um heimild til að kostnaður vegna kaupa á bifreiðum 2011 verði færður á kostnaðarstað 2101. Áætlaður kostnaður er 110 m.kr. R09060056
Samþykkt með 4 atkvæðum.
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 21. þ.m. um frágang framkvæmda á Kalkofnsvegi við Hörpu. Gert er ráð fyrir 150 m.kr. kostnaði af kostnaðarlið 3105. R11060082
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði styður tillögur um að umferðarhraði verði lækkaður við Kalkofnsveg og göngu- og hjólaleiðir verði öruggar og huggulegar. Það er ástæða til að fagna því að hætt hafi verið við ákvörðun um rándýran stokk fyrir bílaumferð fram hjá Hörpunni sem tekin var af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta kjörtímabili. Það skal hinsvegar bent á það að ákvörðun um framkvæmdir, framkvæmdahraða og kostnaðarauka á að taka í samræmi við núverandi þarfir borgarsamfélagsins. Opnun Hörpunnar vakti blendnar tilfinningar og stórkallalegar framkvæmdir sem ríki og borg tóku í arf frá fjárglæframönnum úr röðum útrásavíkinga eru mikil blóðtaka fyrir borgarsjóð. Það er mat fulltrúa Vinstri grænna í borgarráði að við núverandi aðstæður þurfi að forgangsraða fjármunum Reykjavíkurborgar í þágu barna og velferðarmála almennt. Á yfirstandandi fundi borgarráðs er verið að samþykkja aukareikninga vegna búnaðarkaupa og gatnaframkvæmda vegna Hörpunnar uppá tæpa 251 milljón á sama tíma og hikað er við að samþykkja sanngjarna tillögu um hækkun fjárhagsaðstoðar til jafns við hækkun atvinnuleysisbóta en kostnaður vegna þess verður mun lægri en umræddir aukareikningar vegna Hörpunnar.
23. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs frá 25. f.m. varðandi hugmyndir og tillögur um viðbótarhúsnæði fyrir leikskóla og dagforeldra. R11060084
- Kl. 10.20 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi og Þorleifur Gunnlaugsson tekur þar sæti.
24. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 16. þ.m. um hagræðingu í miðlægri stjórnsýslu. R11010129
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að hagræða í miðlægri stjórnsýslu og hafa gagnrýnt að sú vinna hafi ekki hafist fyrr. Þar sem ekki liggur fyrir nákvæm útlistun á þeirri tillögu sem hér liggur fyrir er óskað eftir því að málið verði kynnt betur og útfært í samráði við stjórnkerfisnefnd.
- Kl. 11.15 víkur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi.
25. Lögð fram tillaga að umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga.
Frestað. R11040064
26. Lagðar fram tillögur að reglum um útiveitingar í Reykjavík. R11060094
Samþykkt.
27. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela fjármálastjóra og mannréttindastjóra að auglýsa eftir sérfræðingi í kynjaðri hagstjórn/fjárhagsáætlunargerð. Ráðið verði í stöðuna til eins árs í fyrstu og kostnaður verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10100346
Frestað.
- Kl. 11.20 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 11.30
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Þorleifur Gunnlaugsson