Borgarráð - Fundur nr. 5169

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2011, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn 5169. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 6. júní. R11010013

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3. júní. R11010034

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R11060024

4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um lýsingu deiliskipulags Norðurstrandar frá Geldinganesi að Blikastaðakró. R11060058
Samþykkt.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 14. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að beina því til mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar að kanna hvort hægt sé að stuðla að því að hælisleitendur dveljist í Reykjavík meðan fjallað er um hælisumsóknir þeirra af íslenskum stjórnvöldum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11060051
Frestað.

- Kl. 9.37 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:

Borgarráð samþykkir að fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar og njóta fullrar fjárhagsaðstoðar hækki frá og með 1. júní sl. um 12.000 kr. á mánuði til samræmis við hækkun atvinnuleysisbóta.
1. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili og fær í dag 149.000 kr. á mánuði hækki í 161.000 kr. á mánuði.
2. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks sem fær í dag 223.500 kr. á mánuði hækki í 247.500 kr.
3. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði og fær í dag 125.540 kr. hækki í 137.540 kr.
4. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr hjá foreldrum og fær í dag 74.500 kr. hækki í 86.500 kr.
5. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til þeirra sem fara með forsjá barns og búa hjá foreldrum og fá í dag 125.540 kr. hækki í 137.540 kr.
6. Fjárhagsaðstoðarþegar sem notið hafa fullrar fjárhagsaðstoðar frá 20. febrúar til 19. maí síðastliðins fái 50.000 kr. eingreiðslu sem greidd verði út 1. júlí næstkomandi.
7. Fjárhæðir til þeirra sem eru með skerta fjárhagsaðstoð hækki hlutfallsega jafn mikið og að sama skapi fái þeir sem einverra hluta vegna fá skerta fjárhagsaðstoð greidda hlutfallslega eingreiðslu. Eingreiðslan verði aldrei lægri en 12.500 kr. R10090141

Vísað til umsagnar velferðarsviðs og til velferðarráðs.

7. Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg nýti hluta fjármagns vegna Elena verkefnisins til kaupa á vistvænum strætisvögnum og leigi Strætó bs. Um er að ræða áætlun til 6-8 ára sem yrði innleidd í samvinnu við Strætó bs. Að hámarki yrði um 15 vagna að ræða. Undirbúningur fjárfestingar yrði kostaður af styrk frá Elena en verkefni þetta er hluti af væntanlegri umsókn Reykjavíkurborgar um slíkan styrk. Að undirbúningi loknum verði tekin endanleg ákvörðun um fjárfestingu, þám. hvort Reykjavíkurborg muni sækja um lán til Evrópska fjárfestingabankans sem er í boði fyrir Elena verkefni. R11060055

8. Lagt fram að nýju béf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 6. þ.m. um leiðréttingu á vísitölu byggingarkostnaðar og beiðni um heimild til að leiðrétta útreikning verðbóta í verksamningum til samræmis við vísitöluleiðréttinguna. Jafnframt lagðar fram umsagnir borgarlögmanns og fjármálastjóra frá 14. s.m. um málið. R11050102
Borgarráð tekur fram að þessi breyting hafi ekki áhrif á aðrar skuldbindingar borgarsjóðs. Reykjavíkurborg mun ekki gera kröfur um endurgreiðslur vegna mögulegra krafna framkvæmda- og eignasviðs á grundvelli leiðréttingar Hagstofu Íslands á vísitölu bygggingarkostnaðar í apríl 2011.

9. Lagt fam bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 14. þ.m. vegna færslu frárennslislagna við Hólaberg 84. R11060062
Samþykkt.

10. Lagt fam bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 10. þ.m. um sölu á færanlegum kennslustofum. R11040084
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. þ.m. þar sem lagt er til að borgarlögmanni verði falið að gera breytingar á samningi milli Reykjavíkurborgar og Knatthallarinnar ehf. vegna húsnæðis í Egilshöll. R08050109
Samþykkt.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að borgarráð samþykki að fela sviðsstjóra velferðarsviðs og sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs að hefja formlegar samningaviðræður við Eir hjúkrunarheimili, Grafarvogskirkju og Korpúlfa vegna fyrirhugaðrar byggingar þjónustumiðstöðvar í Spöng sem hýsa myndi starfsemi þessara aðila. Samningaviðræðurnar byggja á fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og samstarfssamningi vegna fyrirætlana um byggingu menningar- og þjónustumiðstöðvar í Spöng. Þá er lagt til að samhliða þessum samningaviðræðum verði sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs falið að hefja vinnu við endurhönnun hússins og skipa byggingarnefnd sem verði til samráðs um stærð byggingarinnar og útfærslur. Byggingarnefndin verði skipuð fulltrúum frá framkvæmda- og eignasviði, velferðarsviði, Eir, Grafarvogskirkju og Korpúlfum, einum fulltrúa frá hverjum aðila. Frumkostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 600 m.kr. til byggingarinnar og að hægt verði að taka hana í notkun 1. apríl 2014 (viðauki 1).

Greinargerð fylgir tillögunni. R08090095
Samþykkt.

- Kl. 10.28 víkur Kjartan Magnússon af fundi og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur þar sæti.

13. Lögð fram skýrsla yfir auðar byggingar í miðborginni. R11060025
Borgarráð hvetur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til að halda áfram að fylgjast með ástandi auðra húsa í miðborginni.

14. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Austurhafnar-TR frá 2. þ.m. varðandi kaup á búnaði í Hörpuna. Jafnframt er lagt fram bréf fjármálastjóra frá 15. s.m. varðandi málið.

Þá er lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að ganga frá samningsbundnum greiðslum að fjárhæð 185,7 mkr til Portusar ehf./Totusar ehf. vegna búnaðarkaupa í nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús, Hörpu. Litið er á þetta framlag sem stofnfjárframlag til aukningar hlutafjár félagsins og er það fjármagnað af handbæru fé.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11010037
Frestað.

15. Lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs frá 26. apríl sl. um samstarf vegna Reykjavík Health and Fitness Expo, sbr. bréf Hjalta Árnasonar frá 17. febrúar. R10020047
Að beiðni borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna er erindinu vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu.

16. Lögð fram umsögn sviðsstjóra Höfuðborgarstofu og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 9. þ.m. um styrkumsókn íþróttafélagsins Styrmis frá 27. f.m. vegna alþjóðlegs sundmóts samkynhneigðra í Reykjavík 2012. R10070022
Samþykkt að veita 3 mkr. til verkefnisins með fyrirvara um nánari útfærslu í styrkveitingum næsta árs.

17. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms í máli nr. E-5630/2010 Ártúnsbrekka ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10080047

18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11060001

19. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. apríl varðandi veitingu umsagnar um rekstrarleyfisumsókn Casino ehf. vegna veitingastaðarins Mónakó, Laugavegi 78. Jafnframt lagt fram bréf Lögheima frá 20. s.m. varðandi umsögnina. Þá er lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m. um málið. R08030057

20. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. apríl varðandi veitingu umsagnar um rekstrarleyfisumsókn Sextán ehf. vegna veitingastaðarins Monte Carlo, Laugavegi 34a. Jafnframt lagt fram bréf Lögheima frá 20. s.m. varðandi umsögnina. Þá er lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m. um málið. R08030056

21. Lagt fram frumvarp að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra. R11010129
Vísað til borgarstjórnar.

22. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 14. þ.m. um tilfærslur innan fjárhagsáætlunar 2011. R11010129
Samþykkt með 4 atkvæ#EFKum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá.


Fundi slitið kl. 11.05

Dagur B. Eggertsson
Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir