Borgarráð - Fundur nr. 5167

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 26. maí, var haldinn 5167. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 6. og 28. apríl. R11010010

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. maí. R11010020

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. maí. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. apríl. R11010032

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 20. maí. R11010029

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R11050001

- Kl. 9.45 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 9. s.m., varðandi flutning á Vatnsberanum, verki Ásmundar Sveinssonar, í Austurstræti. R11050039
Samþykkt að styttan verði staðsett á horni Lækjargötu og Bankastrætis, sbr. tillögu Listasafns Reykjavíkur sem sýnd var á fundinum.

8. Lagt fram svar borgarstjóra frá 24. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skattastefnu, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. maí sl. R11010131

9. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 16. þ.m. varðandi auglýsingu um stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar. R11050004
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 2. þ.m. um breytingar á samþykktum sjóðsins. R11050013
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 20. þ.m. um ósk um heimild til afléttingar kvaða vegna fasteignar nr. 23 við Garðastræti. R11040091
Samþykkt.

12. Lögð fram umsögn framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., varðandi framkvæmdahraða og reglur um lóðir til trúfélaga. R11040110
Samþykkt.

13. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. um breytingu á húsnæði Rimaskóla. R11050075

Samþykkt.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 24. þ.m.:
Lagt er til að Reykjavíkurborg gangi til samstarfs um frekari þróun á möguleikum þess að gera Þríhnúkagíg á Reykjanesi að aðgengilegum ferðamannastað á heimsmælikvarða. Framlag Reykjavíkurborgar felist í 10 m.kr. framlagi í formi nýs hlutafjár til félagsins Þríhnúkar ehf. en verkefni félagsins er að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum, forhönnun mannvirkja og hagræna úttekt sem eru forsendur fyrir framkvæmdum og aðkomu fjárfesta.
Framlagið komi af liðnum 07150 atvinnumál.
Greinargerð fylgir tillögunni. R10050090
Frestað.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 10. s.m., um orkuaðgerðaáætlun samkvæmt loftslagssáttmála sveitarfélaga. R11050104
Vísað til borgarstjórnar.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra frá 24. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð samþykki fjárheimildir vegna fyrstu sex mánaða ársins 2011 vegna málefna fatlaðra á grundvelli fyrirheita ríkisins um fullnaðarfjármögnun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að mánaðarleg útgjöld vegna málefna fatlaðra verði um 340 m.kr. árið 2011 miðað við drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11010129
Samþykkt.

17. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi, dags. 5. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 24. s.m. um málið. R11050109

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 19. s.m., um ósk um viðræður við velferðarráðuneytið um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. R11050112
Samþykkt.

19. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps, ódags., um skuldabréfaútboð í skuldabréfaflokknum RVK 09 1. R11010153
Samþykkt.

20. Lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 24. þ.m. um samkomulag milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda. R09060079

Borgarráð fagnar þessum áfanga sem náðst hefur í viðræðum ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms en felur menntasviði að útfæra fjárhagsáætlun miðað við lækkun á hagræðingarkröfu í 4#PR til tónlistarnáms fyrir árið 2011.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 24. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita aukaframlag, 3 m.kr. til þjóðhátíðarhalda þann 17. júní næstkomandi. Framlagið verði tekið af lið 09205, ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt lagt fram bréf formanns íþrótta- og tómstundaráðs, dags. s.d., um málið. R10010121
Samþykkt með 6 atkvæðum.

22. Lagt fram bréf lögfræðings velferðarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt áfrýjunarnefndar velferðarráðs s.d., um afgreiðslu 21 umsóknar um lækkun álagðs útsvars. Jafnframt lagt fram bréf sama aðila frá 17. þ.m., sbr. samþykkt áfrýjunarnefndar velferðarráðs 8. febrúar, um umsókn sem áður hefur verið synjað. R09100159
Samþykkt.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Samstaða er innan borgarstjórnar um að skipa nefnd sérfræðinga sem fari yfir orsakir fjárhagsvanda Orkuveitunnar sem kom skýrt fram með samþykkt borgarstjórnar frá 4. janúar sl. um úttekt á stjórnkerfi og stjórnsýslu borgarinnar í tilefni af hruninu og niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis. Á fundi borgarráðs 28. mars sl. ítrekuðu borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Besta flokks þessi áform sín og sögðust myndu leggja á það mikla áherslu að flýta vinnu við að skipa nefnd óháðra sérfræðinga sem rannsaki orsakir þeirrar fjárhagslegu stöðu sem Orkuveita Reykjavíkur hefur ratað í. Síðan þá virðist ekkert hafa gerst. Borgarráð hefur engar upplýsingar fengið og hvergi sjást þess merki að undirbúningur úttektanna sé hafinn. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna spyrja því: Hvað líður þessari vinnu? R10100312

Fundi slitið kl. 11.50

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir