Borgarráð - Fundur nr. 5166

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 19. maí, var haldinn 5166. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Júlíus Vífill Ingvarsson, Karl Sigurðsson, Oddný Sturludóttir og Óttarr Ólafur Proppé.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 7. apríl og 13. maí. R11010009

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 5. maí. R11010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. maí. R11010013

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 9. maí. R11010014

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 2. maí. R11010017

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. maí. R11010020

7. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 4. og 11. maí. R11010028
B-hluti fundargerðar frá 11. maí samþykktur.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 2. maí. R11010033

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R11050001

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð Laugarnesskóla að Kirkjuteig 24.
Samþykkt. R11050058

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi að Boðagranda 9. R11050059
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi að Kvistalandi 26. R11050060
Samþykkt.

13. Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa yfir byggingarframkvæmdir í Reykjavík á árinu 2010, dags. í apríl 2011. R08110117

- Kl. 9.40 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

14. Lagt fram svar borgarstjóra frá 18. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um allar nýráðningar borgarinnar frá 1. júní 2010, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. þ.m. R11030101

15. Lagt fram svar borgarstjóra frá 16. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um hagræðingu í skólastarfi, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. f.m. R11010176

- Kl. 9.55 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

16. Lagt fram að nýju bréf borgarlögmanns frá 29. f.m. ásamt umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. f.m. varðandi umsagnir um frumvarpið. Þá er lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 4. þ.m. um fjármálakafla frumvarpsins. R11040064
Frestað.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 3. s.m., um skipan starfshóps í tilefni af því að aldarfjórðungur er liðinn frá leiðtogafundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík. R11050011
Samþykkt að skipa Evu Einarsdóttur, Heiðu Helgadóttur, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og Rúnu Malmquist í starfshópinn. Formaður verði Eva Einarsdóttir.

18. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 5. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 4. s.m., um að stofnuð verði sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Vogaskóla. R11050033
Samþykkt.

19. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 16. þ.m. að stofnun starfshóps um samþættingu skóla og frístundastarfs í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti og Grafarholti, ásamt erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt lögð fram greinargerð samstarfshóps ÍTR, menntaráðs og leikskólaráðs um samþætt skóla- og frístundastarf 6-9 ára barna, dags. 17. s.m. R11050078
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 að stofna starfshópinn. Borgarstjóra er falið að útbúa erindisbréf í samráði við menntasvið og ÍTR.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Sameiginleg yfirstjórn grunnskóla og frístundaheimila er gróf aðför að mikilvægu og dýrmætu þróunarstarfi sem hefur átt sér stað undanfarin 10 ár af hálfu íþrótta- og tómstundasviðs. Upphafleg tillaga sem lögð var fram í vetur sem og öll vinna í framhaldinu hefur einkennst af vanvirðingu við starf og eðli frístundaheimila borgarinnar og ljóst að þau munu líða fyrir framhaldið. Breytingarnar munu ekki skila neinum fjárhagslegum ávinningi og því með öllu óskiljanlegt að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar ætli að halda áformum sínum til streitu. Nær væri að hlúa að frístundaheimilunum og standa með þeim í frekari þróun í þágu frístundastarfs barnanna í borginni. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir því að svo verði og greiðir því atkvæði gegn tillögunni.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Heildstæður vinnudagur barna og frekari samþætting frístunda- og skólastarfs er góð þróun sem prýðileg sátt hefur ríkt um á vettvangi borgarstjórnar undanfarin ár. Hægt er farið af stað í þeirri þróun með því að fela frístundamiðstöðinni Árseli og skólastjórnendum í Árbæ, Norðlingaholti og Grafarholti að þróa nýja hugsun í samþættum frístunda- og skóladegi barna í yngstu bekkjum grunnskólans. Því er hafnað að aðför sé gerð að mikilvægu frístundastarfi í Reykjavík með þessu tilraunaverkefni, síður en svo. Það er viðurkenning á því þróttmikla starfi sem þar fer fram að fleiri tómstunda- og félagsmálafræðingar geti sinnt því í heilsdagsstarfi og að áherslur og kraftur frístundastarfsins verði meira umlykjandi í starfi með yngstu börnunum allan skóladaginn. Nú þegar undirbúningur að heildstæðu sviði sem sinnir bæði leikskólum, grunnskólum og frístund er hafinn er eðlilegt að skoða frekari samþættingu skóla- og frístundastarfs – börnunum í borginni til heilla.

20. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R11010039

21. Lagt fram bréf hafnarstjóra, safnstjóra Sjóminjasafnsins og sviðsstjóra Sjóminjasafnsins frá 8. þ.m. varðandi áskorun til sveitarfélaga o.fl. að huga að varðveislu íslenskra trébáta og skipa. R10110082

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 9. s.m., varðandi flutning á Vatnsberanum, verki Ásmundar Sveinssonar, í Austurstræti. R11050039
Frestað.

23. Kynnt umsögn velferðarsviðs frá 10. þ.m. til félags- og tryggingamálanefndar Alþingis um frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. R11040071

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra velferðarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 5. s.m., varðandi annars vegar drög að þjónustusamningi um rekstur þjónustukjarna fyrir eldri borgara við Sléttuveg og hins vegar drög að leigusamningi um þjónustukjarnann.
Samþykkt og vísað til fjármálastjóra. R10050139

25. Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis frá 2. maí í máli IRR 11040180 Birgit Ruff gegn Reykjavíkurborg. R11050008

26. Lagt fram bréf óbyggðanefndar frá 5. þ.m. um breytingar á staðarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs. R10090088

27. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 475/2010 Reykjavíkurborg gegn Eirvík-heimilistækjum ehf. R09060113

28. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 474/2010 Reykjavíkurborg gegn Búgarði Invest ehf. R09060112

29. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 473/2010 Reykjavíkurborg gegn Vídd ehf. R09060114

30. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-4319/2010 Verkland ehf. gegn Reykjavíkurborg. R10010165

31. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 16. þ.m. varðandi auglýsingu um stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar. R11050004
Frestað.

32. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um leigusamning vegna íbúðarhúss í eigu borgarinnar í Grasagarðinum. R11050069
Samþykkt.

33. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um leigusamning vegna gæsluvallarhúss að Freyjugötu 19. R11050068
Samþykkt.

34. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um framlengingu á húsaleigusamningi vegna húsnæðis að Vatnagörðum 28. R11050067
Samþykkt.

35. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um samning til 2 mánaða um afnot af landi í Gunnunesi til dúntekju. R11050066
Samþykkt.

36. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í mars. R11040094

37. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. þ.m. um leigusamning við Seeds vegna íbúðarhúss að Úlfarsfelli III. R11050074
Samþykkt.

38. Kynnt umsögn menningar- og ferðamálasviðs frá 13. þ.m. til menntamálanefndar Alþingis um frumvörp til safnalaga og laga um menningarminjar. R11040095
Menningar- og ferðamálasviði falið að senda Alþingi viðbótarathugasemd þess efnis að þrátt fyrir það sem komi fram í umsögn sviðsins þá geri Reykjavíkurborg athugasemd við 22. gr. frumvarpsins þar sem friðhelgað svæði er aukið úr 20 m í 100 m. Borgarráð telur að 100 m friðhelgað svæði umhverfis friðlýstar minjar gangi illa upp í þéttu borgarumhverfi. Þá sé óljóst hver beri kostnaðinn af því að ekki er hægt að fara í framkvæmdir, sem áður voru kannski fyrirhugaðar, innan þessa 100 m radíuss. Ríkið ber kostnaðinn af hinum friðlýstu minjum en ekkert kemur fram um hvað gildi um 100 m verndarsvæðið.

39. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. um starfsemi nýs sérskóla í húsnæði Öskjuhlíðarskóla. R11050072
Samþykkt.

40. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 16. þ.m. um breytingu á húsnæði Rimaskóla. R11050075
Frestað.

41. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 13. þ.m. um tillögur starfshóps að stefnu um tónlistarfræðslu. R10080065
Vísað til borgarstjórnar.

42. Lagt fram til kynningar samkomulag mennta- og menningarmálaráðuneytis f.h. ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms, dags. 13. þ.m. R09060079

43. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 10. s.m., um breytta akstursstefnu í Tryggvagötu. R11050070
Samþykkt.

44. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt heilbrigðisnefndar 10. s.m., um gjaldskrá fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Samþykkt. R11050071

45. Lögð fram yfirlýsing höfuðborga Norðurlandanna um umhverfismál. R11050061
Samþykkt.

46. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 17. þ.m. um stofnun starfshóps kjörinna fulltrúa um gjaldskrárstefnu Reykjavíkurborgar, ásamt erindisbréfi fyrir starfshópinn. R11040020
Samþykkt.

47. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör vegna janúar-febrúar 2011. R11040014

48. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 17. þ.m. um tilfærslur í fjárhagsáætlun innan menntasviðs og leikskólasviðs vegna forfalla, sérkennslu, nýbúakennslu og endurúthlutunar fjármagns. R10010158
Samþykkt.

49. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra frá 16. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita Fjölsmiðjunni styrk að upphæð kr. 7.358.872 vegna húsaleigu fyrir árið 2011.Þessi útgjöld verði fjármögnuð af kostnaðarstað ófyrirséð, 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07050008
Samþykkt með 5 atkvæðum.

50. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í kjölfar þess að ársreikningur hefur verið lagður fram hefur skapast umræða um þá staðreynd að umtalsverður afgangur varð á rekstri borgarinnar á síðasta ári, eða um 1,5 milljarður. Ljóst má vera að sú staða skapar svigrúm fyrir borgarstjórn til að ráðstafa fjármagni með öðrum hætti, enda eðlilegast að þessi afgangur sé nýttur í þágu borgarbúa frekar en kerfisins sjálfs. Á þetta hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað bent, bæði í umræðum og með tillögugerð, og nú hefur nýjasti ársreikningur staðfest eina ferðina enn að umfangsmiklar hækkanir voru óþarfar. Borgarstjóri hefur sagt að málið hafi ekki verið rætt, en það sé ,,full ástæða til að skoða það.“ Um leið og þessum skynsamlegu ummælum borgarstjóra er fagnað er það harmað að formaður borgarráðs hefur tjáð sig með allt öðrum hætti og lýst því yfir að slíkt sé með öllu ástæðulaust og ekki komi til greina að lækka skatta í Reykjavík. Þótt það komi ekki á óvart að varaformaður Samfylkingarinnar vilji halda sköttum háum í Reykjavík, vekur það athygli að hann skuli skýra það með þeim rökum að ekki sé hægt að ráðstafa gengishagnaði. Með þeim skýringum gerir formaður borgarráðs sig sekan um mikla vanþekkingu á fjármálum borgarinnar eða vísvitandi blekkingu, enda hefur sá raunverulegi rekstrarafgangur sem um er rætt vegna skattalækkana ekkert að gera með þann gengishagnað sem er bókfærður í samstæðunni. Þessari augljósu staðreynd eru gerð góð skil bæði í samantekt fjármálastjóra vegna ársreikningsins og fréttatilkynningu borgarinnar og með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs sé ekki betur upplýstur um þetta stóra mál en þessi ummæli benda til.
Af þessu tilefni óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins svara borgarstjóra við eftirfarandi spurningum:
1. Með hvaða hætti mun borgarstjóri standa að boðaðri skoðun sinni á mögulegum skattalækkunum í Reykjavík?
2. Stendur til að skoða aðra þætti í samþykktri fjárhagsáætlun með hliðsjón af ársreikningnum? R11010131

Fundi slitið kl. 12.45

Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Karl Sigurðsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir