Borgarráð - Fundur nr. 5164

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 5. maí, var haldinn 5164. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 26. apríl. R11010015

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 2. maí. R11010030

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. apríl. R11010034

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R11050001

5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um tillögu að auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóða nr. 1-3 við Korngarða og nr. 4 við Klettagarða. R11040106
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um tillögu að auglýsingu á breyttu deiliskipulagi vegna lóðar nr. 8 við Spítalastíg. R11040108
Samþykkt.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um lýsingu vegna deiliskipulags á hluta Sogamýrar. R11040107
Samþykkt með 4 atkv. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna vísa til bókana sinna í skipulagsráði.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., um lýsingu vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og endurskoðun aðalskipulags. R11040109
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. s.m., varðandi framkvæmdahraða og reglur um lóðir til trúfélaga. R11040110
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar framkvæmda- og eignasviðs.

10. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í febrúar. R11040094

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. varðandi greiðsluskilmála við sölu byggingarréttar. R07040132
Samþykkt.

12. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. mars um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 3. þ.m. varðandi leikvelli, torg og opin svæði. Einnig eru lagðar fram umsagnir íþrótta- og tómstundaráðs og velferðarráðs frá 8. og 11. f.m. og menntaráðs frá 4. þ.m. um málið. Þá eru hverfapottar 2011 kynntir. R11030067
Óskað er eftir upplýsingum hverfisráðanna um samráð við íbúanna.
Samþykkt að heimila útboð verkefnanna.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Það eru mikil vonbrigði að eina ferðina enn skuli þessi meirihluti hverfa frá samráði við íbúa um málefni er varða hagsmuni þeirra. Á síðasta ári var sett í gang sérstakt lýðræðisverkefni í samvinnu við Háskóla Íslands þar sem íbúum gafst kostur á að kjósa um forgangsröðun framkvæmda í eigin hverfum. Margir tóku þátt í þessu verkefni, af því er mjög góð reynsla og alltaf stóð til að halda því áfram og jafnvel útvíkka enn frekar í átt til aukins íbúalýðræðis. Tillaga þess efnis var sett í mjög ákveðin farveg í nóvember sl. en nú kemur í ljós að tillögur um forgangröðun verkefna voru einungis unnar af pólitískt kjörnum fulltrúum í hverfisráðum með engri formlegri aðkomu íbúa. Þetta er neikvæð þróun og enn eitt dæmið um það afturhvarf sem orðið hefur í samráði og samstarfi við íbúa Reykjavíkur.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:

Samráð fór fram á vegum hverfisráða en þau höfðu frelsi um hvernig því væri háttað.

13. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. f.m.:

Borgarráð samþykkir meðfylgjandi drög að viðaukasamningi við gildandi samning við Knattspyrnufélagið Fram frá 1. maí 2008. Breytingar verði gerðar á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011, til samræmis við innihald viðaukasamningsins.
Framkvæmdin verði fjármögnuð með tilfærslum á framkvæmdaáætlun.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt er lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 2. þ.m. varðandi málið.
Samþykkt með 6 atkv. R080100425

14. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 20. f.m. ásamt erindisbréfi um skipan starfshóps til að móta gjaldskrárstefnu borgarinnar, sbr. samþykkt borgarstjórnar 5. s.m.
Eftirtaldir eru skipaðir í starfshópinn: Oddný Sturludóttir, Heiða Helgadóttir, Hildur Sverrisdóttir, Barði Jóhannesson og Þorleifur Gunnlaugsson. R11040020

15. Lagt fram bréf innri endurskoðanda frá 26. f.m. um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja. R09050078
Vísað til skrifstofu borgarstjórnar.

16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11040001

17. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 29. f.m. ásamt umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.
Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. f.m. varðandi umsagnir um frumvarpið. Þá er lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 4. þ.m. um fjármálakafla frumvarpsins. R11040064
Frestað.

- Kl. 12.55 vék Sóley Tómasdóttir af fundi.

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 4. þ.m. ásamt umsögn menntaráðs um frumvarp til laga um breytingu á grunnskólalögum. Umsögn menntaráðs kynnt fyrir borgarráði. R11040083

19. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-5474/2010 Herborg Friðjónsdóttir gegn Reykjavíkurborg. R10090059

20. Lagt er til að Bergur Ebbi Benediktsson taki sæti varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Karls Ægis Karlssonar. R10060085
Vísað til borgarstjórnar.

21. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. f.m. um kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel. R11010044

22. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um útivistarsvæði í Öskjuhlíð. R11040086
Samþykkt.

23. Kynnt er staðan í kjarasamningum. R11020086

24. Tilkynnt er að Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir verði áheyrnarfulltrúar í forsætisnefnd. R11050021

25. Samþykkt að menningar- og ferðamálasvið sendi til menntamálanefndar Alþingis umsagnir um frumvarp til safnalaga; 650. mál og frumvarp til laga um menningarminjar; 651. mál. Jafnframt samþykkt að velferðarsvið sendi félags- og tryggingamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk; 728. mál.
Umsagnirnar verði að því loknu kynntar fyrir borgarráði.

Fundi slitið kl. 13.13.

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé