Borgarráð - Fundur nr. 5163

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 28. apríl, var haldinn 5163. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.38. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 12. apríl. R11010013

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 19. apríl. R11010016

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 13. apríl. R11010020

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 27. apríl. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. mars. R11010032

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. apríl. R11010029

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R11040012

- Kl. 9.40 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um lýsingu Vesturvallareits sem markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu, Framnesvegi og Holtsgötu. Samþykkt. R11040066

9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulagsráðs 27. þ.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðar nr. 1 við Vesturhlíð. Samþykkt. R11040084

10. Lagt fram svar borgarstjóra frá 18. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um kjör og starfsumhverfi borgarstarfsfólks, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. þ.m. R11040062

11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 18. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. þ.m. R09090013

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:

Svar borgarstjóra staðfestir enn og aftur þá ótrúlegu ákvörðun meirihlutans að fresta reglubundinni starfsmannakönnun hjá Reykjavíkurborg vegna þeirrar óánægju og óvissu sem ríkir hjá starfsmönnum borgarinnar í kjölfar slæmra og ólýðræðislegra vinnubragða vegna breytinga í skólakerfinu. Þessu hefur ítrekað verið mótmælt, enda mjög ófaglegt að taka slíka ákvörðun með hliðsjón af áhyggjum stjórnenda og stjórnmálamanna af viðhorfum starfsfólks og koma þannig í veg fyrir að hægt verði að skoða niðurstöður kannana borgarinnar milli ára. Í svari borgarstjóra kemur fram að formlegt álit mannauðsstjóra hafi ekki legið fyrir áður en umrædd ákvörðun var tekin og er hún því alfarið á ábyrgð borgarstjóra. Að auki kemur fram í svarinu að ekki sé hægt að verða við þeirri beiðni að óska álits starfsmannafélags borgarinnar á umræddri ákvörðun þar sem hún tengist ekki beint samskiptum við stéttarfélög. Það er hárrétt að hér ekki um kjaraákvörðun að ræða, enda hefur enginn haldið því fram, en það breytir engu um þá staðreynd að með þessari ákvörðun er komið í veg fyrir eðlilegt og reglubundið tæki sem starfsmenn hafa til að koma sjónarmiðum sínum áleiðis. Það hefur nú verið stöðvað af hálfu meirihlutans sem ekki virðist hafa nokkurn áhuga á að hlusta á sjónarmið starfsmanna og nú skal gengið svo langt að leyfa þeim ekki einu sinni að tjá þau. Þar sem borgarstjóri neitar að leita álits starfsmannafélagsins á þessari ákvörðun, hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ekki aðra kosti en að óska sjálfir sem borgarráðsfulltrúar eftir slíku áliti og verður það gert. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gagnrýna þessa ákvörðun og telja hana illa rökstudda. Ótti meirihlutans við þau viðhorf sem slík reglubundin starfsmannakönnun gæti afhjúpað kemur þannig í veg fyrir að starfsfólk geti nýtt þann sjálfsagða rétt að fá að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og að tekið sé mark á þeim.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m.:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu frá mannauðsstjóra og Kristínu Einarsdóttur, aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, um úthlutun fjármagns vegna atvinnuskapandi verkefna 2011. Aðgerðahópur hefur farið yfir tillögurnar og samþykkt að vísa þeim til borgarráðs.

Jafnframt lagt fram bréf mannauðsstjóra og aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 4. s.m. um úthlutun fjármagns vegna atvinnuskapandi verkefna 2011. Samþykkt. R10020070

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna samþykkir skiptinguna fyrir sitt leyti, en átelur hversu seint ákvörðunin er tekin. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur sinnt hlutverki borgarinnar sem atvinnurekanda sérstaklega illa. Enginn atvinnumálahópur hefur verið starfræktur á kjörtímabilinu og öll stefnumótun í málaflokknum verið handahófskennd og illa undirbúin af hálfu kjörinna fulltrúa.

13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar frá 19. þ.m. ásamt tillögu frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna 12. s.m. um breytingar á samþykktum íþrótta- og tómstundaráðs. R11040046
Vísað til íþrótta- og tómstundaráðs til meðferðar.

14. Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum nr. 15/1923, með síðari breytingum, og lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum. R11040070
Samþykkt að gera ekki athugasemdir við frumvarpið.

15. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 13. þ.m. um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almenningsbókasöfn, gjaldtökuheimild. R11040047
Umsögn borgarlögmanns samþykkt.

16. Lagt fram að nýju bréf starfshóps um endurskoðun reglna forvarna- og framfarasjóðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. þ.m., þar sem lagt er til að forvarna- og framfarasjóðurinn, forvarnasjóður Reykjavíkurborgar og Silfursjóður Reykjavíkurborgar verði sameinaðir í einn sjóð, Forvarnasjóð Reykjavíkurborgar. Jafnframt eru lögð fram drög að úthlutunarreglum hins nýja sjóðs, ódags. R11010126
Samþykkt með breytingum í samræmi við umræðu á fundi og að fjárframlag á árinu 2011 verði 10 m.kr.

17. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 13. þ.m. ásamt tillögum vinnuhóps um atvinnumál ungs fólks varðandi sumarstörf. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 26. s.m. R11030004
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks telja að sjálfsögðu brýnt og nauðsynlegt að stuðla að fjölgun og fjölbreytni sumarstarfa. Sú tillaga sem hér liggur fyrir hefur þó verið unnin með afar sérstökum hætti, af starfshópi sem skipaður var án vitneskju eða þátttöku fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn. Borgarráðsfulltrúarnir hafa því litlar forsendur til að taka afstöðu til tillagnanna og sitja hjá.

18. Lagt fram bréf formanns mannréttindaráðs frá 3. febrúar sl. ásamt umsóknum um rekstrarstyrki sem borist hafa mannréttindaráði. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindastjóra frá 27. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að Samtökunum #EFK78 verði greiddur rekstrarstyrkur vegna ársins 2011 kr. 1.000.000. Þessi ráðstöfun skal færð af liðnum 01271-lykill 5439-lið mannréttindaskrifstofu. Stefnt verði að því að gerður verði samningur til þriggja ára fyrir árin 2012-2014 við Samtökin #EFK78 og verði sérstöku fjármagni veitt til þess. Mannréttindaskrifstofu verði falið að ganga til samninga við samtökin.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11010154
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Þótt borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna styðji styrkveitingu til Samtakanna #EFK78, þá hefði verið æskilegra að fjárveitingin hefði komið af lið borgarráðs í stað styrkjaliðar mannréttindaskrifstofu. Þegar mannréttindaskrifstofa var sett á stofn á sínum tíma var rík áhersla lögð á styrkveitingar, enda byggir mannréttindastarf að stærstu leyti á vinnu og framlagi grasrótarsamtaka með stuðningi frá hinu opinbera. Síðan þá hafa ýmsir þjónustusamningar færst frá öðrum sviðum yfir á mannréttindaskrifstofu án þess að fjármagn hafi fylgt sem hefur þannig rýrt möguleika skrifstofunnar til að styrkja sjálfsprottið grasrótarstarf. Það er óæskileg þróun.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 11. þ.m. ásamt samantekt um úthlutun styrkja hverfisráða 2010. R11040044

20. Lagt er til að Regin Freyr Mogensen taki sæti varamanns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í stað Guðmundar Reynaldssonar. R10060008
Vísað til borgarstjórnar.

21. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að veita eftirtalda styrki:
Borgarblöð ehf. til útgáfu Vesturbæjarblaðsins og Breiðholtsblaðsins, 350 þ.kr. fyrir hvort blað.
Skrautás ehf. til útgáfu hverfisblaða Árbæjar og Grafarvogs, 350 þ.kr. fyrir hvort blað.
Jóhann Hlíðar Harðarson, f.h. undirbúningshóps, til að halda Öskjuhlíðardaginn 7. maí nk., 600 þ.kr. R11010039

22. Lagt er til að Ingibjörg Guðmundsdóttir taki sæti varamanns í velferðarráði í stað Hönnu Láru Steinsson. R10060079
Vísað til borgarstjórnar.

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. þ.m.:

Borgarráð samþykkir fjárveitingar fyrstu fimm mánuði ársins 2011 vegna málefna fatlaðra á grundvelli fyrirheita ríkisins um fullnaðarfjármögnun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að mánaðarleg útgjöld vegna málefna fatlaðra verði um 340 m.kr. árið 2011 miðað við drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11010129
Samþykkt.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Borgarráð samþykkir meðfylgjandi drög að viðaukasamningi við gildandi samning við Knattspyrnufélagið Fram frá 1. maí 2008. Breytingar verði gerðar á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011, til samræmis við innihald viðaukasamningsins.

Greinargerð fylgir tillögunni. R08010042
Frestað.

25. Rætt um lausar kennslustofur í borginni og staða mála kynnt. R11040084

26. Lagt er til að ársreikningur fyrir árið 2010 verði lagður fram á aukafundi í borgarráði 16. maí og að fyrri umræða verði á fundi borgarstjórnar 17. maí. R11010131
Samþykkt.

27. Samþykkt er að Óttarr Proppé verði fulltrúi Reykjavíkurborgar á sveitarstjórnarvettvangi EFTA í maí nk. R10060094

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að fela sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að hefja undirbúning að útfærslu og framkvæmd eftirfarandi forgangsaðgerða ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar:
1. Samstarfsverkefnis til þriggja ára um vöruþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu í Reykjavík. Á sviði vöruþróunar verði einnig litið til möguleika á því að gera Þríhnúkagíg á Reykjanesi að aðgengilegum ferðamannastað á heimsmælikvarða.
2. Stofnun borgarhátíðasjóðs sem hafi það að markmiði að efla viðburðadagatal Reykjavíkur, styrkja rekstrargrundvöll og auka kynningargildi valdra árvissra viðburða fyrir ferðaþjónustu í Reykjavík.
3. Samstarfsverkefnis til þriggja ára um víðtæka kynningu á Reykjavík sem aðlaðandi áfangastaðar utan háanna tíma.
4. Samstarfsverkefnis um að styrkja Reykjavík í sessi sem eftirsótta ráðstefnuborg og vettvang alþjóðlegra viðburða.
Við útfærslu á framkvæmd aðgerðanna skal leggja áherslu á að koma á víðtæku samstarfi við helstu hagsmunaaðila á hverju sviði og horfa að lágmarki til þriggja ára samstarfs. Jafnframt er það markmið Reykjavíkurborgar að framlag borgarsjóðs í hvert verkefni verði að lágmarki tvöfaldað með framlögum samstarfsaðila. Tillögur sviðsstjóra um útfærslu, framkvæmd og fjármögnun ofangreindra forgangsaðgerða ferðamálastefnu Reykjavíkur verði lagðar fram til umfjöllunar borgarráðs svo fljótt sem auðið er.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 18. s.m., um ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020. R11040085
Vísað til borgarstjórnar.

29. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt áfrýjunarnefndar velferðarráðs 5. s.m., um afgreiðslu 25 umsókna um lækkun álagðs útsvars. R09100159
Samþykkt.

30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Þegar meirihlutaskiptin urðu í júní 2010 starfaði Völundarverk í Reykjavík með miklum blóma. Lækjargata 2, Austurstræti 22 og Laugavegur 4-6 voru verk sem komin voru vel af stað og farin að setja svip á miðborgina. Önnur verk, s.s. Gröndalshús og Norðurpóllinn, voru í vinnslu en ekki komin á endanlegan stað. Í Fréttablaðinu 23. apríl sl. er fjallað um lélegt ástand gamalla húsa í miðborginni þar sem fyrrverandi stjórnarformaður Völundarverks bendir á að búið sé að leggja niður Völundarverkið sem var sérstaklega stofnað til að endurbyggja gömul hús. Í sömu frétt er haft eftir formanni borgarráðs, Degi B. Eggertssyni að það sé ekki rétt og Völundarverk í Reykjavík hafi ekki verið lagt niður. Fullyrðing formanns borgarráðs stangast á við svar borgarstjóra, dags. 8. febrúar sl., þar sem fram kemur að „engin verkefni séu í gangi undir hatti Völundarverks“ og að þau atvinnuátaksverkefni sem nýr meirihluti vinni eftir falli „ekki undir skilgreiningu þá sem Völundarverk starfaði eftir.“
Því er spurt:
Hvort er rétt, svar borgarstjóra frá 8. febrúar sl. eða fullyrðing formanns borgarráðs í Fréttablaðinu 23. apríl sl.?
Ef fullyrðing formanns borgarráðs er rétt er óskað svarað við eftirfarandi spurningum:
Hverjir sitja í stjórn Völundarverks og hvað hafa margir stjórnarfundir verið haldnir frá meirihlutaskiptum?
Hvað hafa verið haldin mörg námskeið á vegum Völundarverks eftir að nýr meirihluti tók við?
Hvaða verkefni eru í gangi á vegum Völundarverks og hver er staðan á þeim?
Hvaða verk eru í undirbúningi? R10030022

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn vegna sameiningar menntasviðs, leikskólasviðs og frístundahluta ÍTR:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska eftir skriflegri greinargerð um bæði faglegar og fjárhagslegar forsendur og ávinning af umræddri breytingu, ásamt nákvæmum tímasetningum um hvenær umrædd ákvörðun var tekin og hvernig formlega var unnið að málinu í aðdraganda þess. Að auki er óskað skriflegra umsagna félaga leikskólakennara, leikskólastjóra, grunnskólakennara og grunnskólastjóra, forstöðumanna frístunda- og tómstundaheimila og félags fagfólks í frítímaþjónustu. Einnig er óskað svara við eftirfarandi spurningum:
Við hverja og hvaða fagaðila var haft samráð vegna þessara breytinga sem samþykktar voru í borgarstjórn 19. apríl sl.? Óskað er eftir fundargerðum af þeim fundum með starfsfólki sem þessar breytingar voru ræddar og kynntar.
Við breytingar á sviðunum 2005 var talið mikilvægt af ólíkum aðilum að aðstoðarsviðsstjóri yrði ráðinn vegna stærðar og umfangs sviðsins auk þess sem leikskólaþjónustuþáttur sviðsins fékk þannig aukið vægi. Hvernig verður stjórnskipulagi háttað á nýju sviði og mjög fjölmennu sviði?
Hvernig verður tryggt að sá stutti tími sem framundan er til undirbúnings viðkvæmra sameininga leikskóla og grunnskóla og grunnskóla og frítstundaheimila verði ekki í uppnámi vegna stjórnkerfisbreytinga?
Liggur fyrir umsögn mannauðsstjóra borgarinnar um málið og hans aðkomu að málinu? Ef ekki, er þess óskað.
Hve margir starfsmenn leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs munu flytjast yfir til menntasviðs? Munu einhverjir af núverandi starfsmönnum þessara þriggja sviða ekki fá sambærileg störf og þeir gegna í dag fyrir þessar stjórnkerfisbreytingar? Hvaða störf breytast?
Hvað verður um þá starfsemi á skrifstofu tómstundamála sem ekki lýtur beint að þjónustu við börn, s.s. Siglunes og Hitt húsið?
Hvenær er áætlað að sameinað svið verði að fullu tilbúið og breytingum lokið? Hvaða kröfur eru gerðar til nýs stjórnanda sameinaðs sviðs? Mun nýr stjórnandi vera með þekkingu, menntun og reynslu á öllum þremur fagsviðum sem heyra munu undir þetta nýja svið?
Hvernig stendur til að tryggja nægjanlega lýðræðislega aðkomu að fyrirhuguðu ráði sem stýrir um 30 af 50 milljarða útgjöldum borgarinnar?
Vísað hefur verið til viðtala við ráðgjafa vegna þessara breytinga. Hvar liggur sú vinna og hvar hefur hún verið kynnt? Óskað er eftir niðurstöðu þessarar vinnu. R11010176


Fundi slitið kl. 11.33

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir