Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 7. apríl, var haldinn 5159. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 10. og 17. mars. R11010011
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. mars. R11010013
3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. og 30. mars. R11010014
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. mars. R11010016
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 29. mars. R11010017
6. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 17. og 23. mars. R11010019
7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 30. mars. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. mars. R11010032
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 4. apríl. R11010030
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25. mars. R11010034
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R11020099
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. janúar sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á Hólmsheiði, Fjárborg og Almannadal. R11010111
Samþykkt.
13. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 24. febrúar sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., varðandi auglýsingu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Seláss vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. varðandi boltagerði við Selásskóla. R10120018
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Þar sem ekki hafa fengist skýr svör um það hvort og þá hversu stórt boltagerði verður endanlega gert á þeim stað sem um ræðir telur borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna málið ekki tilbúið til afgreiðslu.
14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um lýsingu vegna deiliskipulags golfvallar við Brautarholt á Kjalarnesi. R11030115
Samþykkt.
- Kl. 9.43 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2011. R08030128
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um deiliskipulag Borgartúnsreits vestur, reitur 1.216. R10120048
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., varðandi breytt deiliskipulag lóðar Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. R08120027
Samþykkt.
18. Lagt er til að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir taki sæti Jóns Karls Helgasonar í menningar- og ferðamálaráði. Jón Karl verði varamaður í ráðinu í stað Þorbjargar Helgu. Þá taki Davíð Stefánsson sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Þórs Steinarssonar. Þór verði varamaður í ráðinu í stað Davíðs. Loks taki Heiða Krístín Helgadóttir sæti Jörundar Ragnarssonar í mannréttindaráði til 15. júlí nk. þegar leyfi Sigurjóns B. Sigurðssonar (Sjón) lýkur. R10060077
Vísað til borgarstjórnar.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 16. s.m., varðandi fyrirkomulag innritunar systkina í leikskóla Reykjavíkurborgar. R10030024
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 23. s.m., um fyrirkomulag battavalla á skólalóðum. R11020092
21. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 4. þ.m. ásamt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. s.m. um frumvarp til breytinga á vatnalögum. R11030097
Borgarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
22. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 24. f.m. í máli nr. 333/2010, Svanhildur Þorkelsdóttir gegn íslenska ríkinu, Mosfellsbæ, Reykjavíkurborg og Kjósarhreppi. R09040024
23. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 31. janúar sl. varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæðanna árið 2011. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofu gatna- og eignaumsýslu, dags. 22. f.m. R10050098
Svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar er samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum:
Borgarráð tekur undir tillögur þær sem koma fram í erindi framkvæmdastjóra ÍTR. Framlag Reykjavíkurborgar, 14.865 þ.kr., komi af handbæru fé, kostn.st. ófyrirséð 09205.
24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita kr. 3.180.000 af liðnum ófyrirséð, 09205, vegna þríhliða samnings Reykjavíkurborgar, menntamálaráðuneytis og Listahátíðar í Reykjavík. Með tillögunni er framlag ríkis og borgar jafnað vegna Listahátíðar árið 2011.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11030063
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
25. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 25. f.m. um úrbótaverkefni í umferðaröryggismálum á árinu 2011. R11030114
Samþykkt.
- Kl. 11.42 víkur Óttarr Ólafur Proppé af fundi og Einar Örn Benediktsson tekur þar sæti.
26. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. um verkefni við endurbyggingu og endurbætur leikskólalóða á árinu 2011. R11030113
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 28. f.m. um verkefni við endurbyggingu og endurbætur grunnskólalóða á árinu 2011. R11030113
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 26. f.m. um útboð á 50 metanbifreiðum í smábílaflokki. R09060056
Frestað.
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 31. f.m. um að fallið verði frá forkaupsrétti á íbúð að Lindargötu 57. R11040007
Samþykkt.
30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 31. f.m. um að fallið verði frá forkaupsrétti á íbúð að Hjallaseli 27. R11040006
Samþykkt.
31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 6. þ.m. um að fallið verði frá forkaupsrétti á íbúð að Vesturgötu 7. R11040024
Samþykkt.
32. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á kjörskrám í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl nk. R11030129
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. þar sem hann óskar lausnar úr starfi. R11040011
Samþykkt.
Borgarráð þakkar Ólafi Kr. Hjörleifssyni fyrir afar góð og farsæl störf í þágu Reykjavíkurborgar. Borgarráð og borgarstjórn hafa notið starfskrafta hans um árabil og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
34. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 1. þ.m. um kaup á spildu úr landi jarðarinnar Vilborgarkots. R11040008
Samþykkt.
35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að beina því til stýrihóps um endurskipulagningu hafnarsvæðisins að móta tillögur að bráðabirgðafrágangi á Slippsvæðinu við gömlu höfnina. Meðal annars má skoða hvort tyrfa eigi reitinn og koma upp bekkjum og lýsingu til að auka möguleika til útivistar á svæðinu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11040013
Samþykkt.
36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.:
Lagt er til að borgarráð heimili að varið verði allt að 12 m.kr. af stofnfjárfestingalið til tímabundinna endurbóta á svæðinu sem markast af Vonarstræti, Tjarnargötu og Pósthússtræti. Heimildin er háð því skilyrði að afnotasamningur náist við Alþingi um notkun svæðisins til almenningsnota og að mótframlag að upphæð 3 m.kr. komi frá skrifstofu Alþingis til framkvæmdanna. Er gert ráð fyrir að þetta verði tekið af liðnum götur, torg og opin svæði sem samanlagt nemur 250 m.kr. Sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs ásamt sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs í samráði við skipulagssvið er falið að ganga frá samningi við Alþingi um afnot og framkvæmdir á svæðinu og leggja fyrir borgarráð ásamt tillögum að útfærslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11040016
Frestað.
37. Lagt fram svar borgarstjóra frá 28. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um útreikninga á innri leigu, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. s.m. R10110028
38. Lagt fram svar borgarstjóra frá 28. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. s.m. R09090013
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Svarið við fyrirspurn um starfsmannakönnun Reykjavíkur vekur fleiri spurningar en hún svarar. Þar er staðfest að hætt hefur verið við reglubundna viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar sem fara átti fram nú á vordögum, en engar skýringar gefnar á því að nokkrir sviðsstjórar virðast hafa verið ósáttir við þessa föstu tímasetningu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna átelja mjög þessi vinnubrögð og undrast að yfirmenn starfsfólks geti haft þannig áhrif á það hvenær starfsfólk fær að tjá sig um starfsumhverfi sitt, ánægju og viðhorf t.d. til þessara sömu stjórnenda. Þetta geti hvorki talist góð né fagleg vinnubrögð, enda hljóta þau að vekja upp spurningar um það hvaða ástæður liggja að baki þessari frestun. Nú hefur verið greint frá því að umbreytingar í skólastarfi og afstaða starfsmanna til þeirra mála hafði áhrif á þessa niðurstöðu. Í ljósi þess óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna skýrra svara við því hvaða sviðsstjórar óskuðu eftir umræddri breytingu, með hvaða rökum og hvort leitað hafi verið formlegs álits mannauðsstjóra á þessari breytingu áður en ákveðið var að verða við henni. Óskað er eftir áliti frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og Kennarasambandi Íslands í ljósi þess að breytingar á störfum og starfsaðstæðum þeirra félaga virðast hafa haft áhrif á framkvæmd könnunarinnar.
39. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta borgarsjóðs vegna janúarmánaðar. R11040014
40. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð meirihlutans vegna stofnunar og skipan í starfshópa. Ítrekað hefur það komið fyrir að starfshópar eru aðeins skipaðir fulltrúum meirihlutans og komið hefur fyrir að starfshópar hafi verið settir á laggirnar án vitundar eða samþykkis fulltrúa minnihlutans. Þetta gengur gegn þeirri grundvallarreglu sem ríkir um fjölskipað stjórnvald. Óskað er eftir minnisblaði frá skrifstofustjóra borgarstjórnar eða borgarlögmanni um málið. R11040030
41. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar eftirfarandi fyrirspurnir sem lagðar hafa verið fram, ýmist í nafni Vinstri grænna eða beggja flokka minnihlutans. Það er óásættanlegt að fulltrúar minnihlutans séu látnir bíða vikum og jafnvel mánuðum saman eftir sjálfsögðum og eðlilegum upplýsingum.
1. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um fjölda leik- og grunnskóla og frístundaheimila fyrir og eftir breytingar o.fl., sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. mars sl.
2. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um verklag við skipan í vinnuhópa, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. mars sl.
3. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um nýráðningar, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. mars sl.
4. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um vinnulag í tengslum við aðalfundi félaga og fyrirtækja í eigu borgarinnar, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. mars sl.
5. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um tölulegar upplýsingar í tengslum við fyrirhugaða sameiningu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. mars sl. Það er með hreinum ólíkindum að meintur fjárhagslegur ávinningur af breytingunum hafi enn ekki verið útskýrður eða rökstuddur, en fyrsta fyrirspurn um málið var lögð fram þann 17. mars sl. R11010176
Fundi slitið kl. 13.05
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir