Borgarráð - Fundur nr. 5157

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2011, fimmtudaginn 24. mars, var haldinn 5157. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:


1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 7. og 16. mars. R11010010

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 16. febrúar og 14. mars. R11010012

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 14. mars. R11010014

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. mars. R11010016

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 15. mars. R11010017

6. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 16. og 17. mars. R11010020

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 23. mars. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 4. mars. R11010032

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. mars. R11010029

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R11020099

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 17. þ.m. varðandi skilmála vegna leigu lóðanna að Bræðraborgarstíg 2 og Bakkastíg 8 til safnaðar Moskvu-Patríarkatsins. R08090136
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 31. janúar sl. varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæðanna árið 2011. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofu gatna- og eignaumsýslu, dags. 22. þ.m. R10050098
Frestað.

13. Lagt fram bréf formanns stjórnar og framkvæmdastjóra Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. frá 18. f.m. varðandi samþykkt innkaupareglna Malbikunarstöðvarinnar. R11020075

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að stofnaður verði fimm manna stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sem er ætlað að endurskoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Auk hefðbundinna þátta við skipulagsgerð taki hópurinn afstöðu til legu og útfærslu Mýrargötu. Hópurinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulagsvinnu á svæðinu og hafi yfirumsjón með framgangi hennar. Tillögur að endurskoðuðu skipulagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð, auk hagsmunaaðila og íbúa. Með stýrihópnum starfi skipulagsstjóri, hafnarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og samgöngusviðs ásamt samgöngustjóra. Stýrihópurinn getur kallað til sín ráðgjafa eftir þörfum og skipað undirhópa. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en 1. september 2011.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11030033
Samþykkt. Í hópinn eru skipuð Hjálmar Sveinsson, formaður, Páll Hjaltason, Hólmfríður Ósman Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson.

15. Lagt fram bréf starfshóps um endurskoðun reglna forvarna- og framfarasjóðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. þ.m. þar sem lagt er til að forvarna- og framfarasjóðurinn, forvarnasjóður Reykjavíkurborgar og Silfursjóður Reykjavíkurborgar verði sameinaðir í einn sjóð, Fyrirmyndarsjóð Reykjavíkurborgar. Jafnframt eru lögð fram drög að úthlutunarreglum hins nýja sjóðs, ódags. R11010126
Frestað.

16. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 22. þ.m. varðandi heimild til notkunar vélsleða og/eða snjóbíls vegna skíðasprettgöngu í Hljómskálagarðinum 31. þ.m. R11030089
Samþykkt.

17. Lögð fram dagskrá hugmyndasmiðju Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður 2. apríl nk. R11030092

18. Lagðir fram leigusamningar um húseignirnar að Laugavegi 4 frá 10. þ.m. og Laugavegi 6 frá 4. s.m., ásamt bréfi aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 22. s.m. Jafnframt lagt fram minnisblað aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 23. þ.m. R10080073
Samþykkt. Borgarráð óskar jafnframt eftir samantekt á heildarkostnaði við uppkaup og framkvæmdir við húseignirnar.

19. Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis frá 17. þ.m. í stjórnsýslumáli nr. 24/2010, Finnur Björnsson og Jónas Ólafsson gegn Reykjavíkurborg. R10030030

20. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. þ.m. í máli nr. E-4299/2010, Arney Einarsdóttir og Gísli Gíslason gegn Reykjavíkurborg. R10060111

21. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. þ.m. í máli nr. E-4801/2010, Bergþór Bergþórsson og Jón Ólafur Bergþórsson gegn Reykjavíkurborg. R10060155

22. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. þ.m. í máli nr. E-4802/2010, Sveinn Óskar Þorsteinsson og Þorsteinn Sveinsson gegn Reykjavíkurborg. R10060156

23. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. þ.m. í máli nr. E-4803/2010, Anton Már Egilsson, Berglind Helgadóttir og Gunnar Freyr Freysson gegn Reykjavíkurborg. R10060157

24. Lagt fram bréf Stekkjarbrekkna ehf. frá 6. desember sl. varðandi Blikastaðaveg 2-8. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 21. þ.m. R09120057
Umsögn borgarlögmanns samþykkt.

25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, varðandi breytingu á lánasamningi Langholtskirkju. R09030094
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m. varðandi umboð borgarráðs í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl nk., sbr. samþykkt borgarstjórnar 15. s.m. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar varðandi skipan undirkjörstjórna, dags. í dag. R11030009
Skipan undirkjörstjórna samþykkt.

27. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., varðandi auglýsingu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Seláss vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. R10120018
Frestað.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. varðandi veitingu umsagnar um rekstrarleyfisumsókn Sextán ehf. vegna veitingastaðarins Monte Carlo, Laugavegi 34a. R08030056
Frestað.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. varðandi veitingu umsagnar um rekstrarleyfisumsókn Casino ehf. vegna veitingastaðarins Mónakó, Laugavegi 78. R08030057
Frestað.

30. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2011, dags. í dag. R11010071
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að veita styrki sem hér segir:
Anna María Bogadóttir/Úrbanistan, 1 m.kr. vegna verkefnisins Ó-RVK.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, þriggja ára samningur vegna uppgræðslu o.fl., 2,5 m.kr. á ári.
Hjólafærni/Landssamtök hjólreiðamanna/Íslenski fjallahjólaklúbburinn, 200 þ.kr. vegna ráðstefnu um jafnrétti til samgangna.
Norræna húsið, 500 þ.kr. til endurbóta á friðlandi í Vatnsmýri.
Samband ungra sviðslistamanna/Art fart, 1 m.kr. til uppsetningar Art fart sviðslistahátíðar.
Sögusvuntan og leikhúsið 10 fingur, 500 þ.kr. til uppsetningar á leiksýningu.
Styrkumsóknum frá félögum borgarstarfsmanna er vísað til mannauðsstjóra ásamt 750 þ.kr. fjárheimild af styrkjalið borgarráðs. Þá er óskað er eftir heildstæðri tillögu frá skrifstofu borgarstjórnar um styrki til hverfisblaða og íbúasamtaka, sbr. reglur þar um.

31. Rætt er um fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur. R10100312

- Kl. 12.52 víkur Oddný Sturludóttir af fundi og Einar Örn Benediktsson tekur þar sæti.

32. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 21. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um myndútsendingar af fundum borgarstjórnar, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. s.m. R10060062

33. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um sparkvelli á skólalóðum, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. R11020092

34. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 22. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um fundarhöld með foreldrum leik- og grunnskólabarna, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m. Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra, dags. 22. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um hagræðingu í skólakerfinu, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m. Þá er lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 21. þ.m., varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um álitamál vegna sameiningaráforma í skólakerfinu, sbr. 28. lið fundargerðir borgarráðs frá 17. febrúar sl. R11010176

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á rýrum svörum borgarstjóra um fjárhagslegan ávinning fyrirhugaðra sameininga leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Skrifleg greinargerð frá sviðum borgarinnar vekur upp fleiri spurningar en hún svarar. Hagræðingin hlýtur að hafa verið reiknuð út með kerfisbundnari hætti og útreikningarnir hljóta að liggja fyrir í þar til gerðum töflum. Kjörnir fulltrúar og borgarbúar allir eiga heimtingu á að útreikningarnir verði gerðir aðgengilegir, enda mikilvægt að hægt sé leita svara við eftirfarandi spurningum á einfaldan hátt:
1. Hver er hagræðing í krónum talið vegna eftirfarandi, sundurliðað eftir skólum og árum:
a. starfsmannakostnaðar vegna sameiningar leikskóla?
b. starfsmannakostnaðar vegna sameiningar grunnskóla?
c. fækkunar matráða í grunnskólum?
d. fækkunar matráða í leikskólum?
e. hagkvæmari bekkjardeilda fyrir hvern árgang í öllum skólum?
2. Hvað er gert ráð fyrir miklum auknum kostnaði í krónum talið vegna eftirfarandi, sundurliðað eftir skólum og árum:
a. aukins stjórnunarhlutfalls aðstoðarleikskóla?
b. aukins stjórnunarhlutfalls á deildum?
c. tveggja viðbótarstarfsmannafunda á ári?
d. launahækkana stjórnenda vegna stærri rekstrareininga í leikskólum?
e. launahækkana stjórnenda vegna stærri rekstrareininga í grunnskólum?
f. launahækkana stjórnenda vegna sameiginlegrar yfirstjórnar grunnskóla og frístundaheimila?
g. aksturs með mat, en þar er jafnframt mikilvægt að lagðir verði fram útreikningar þar sem tilgreindar eru vegalengdir í hverju tilfelli fyrir sig og fjöldi ferða.
h. viðbótaraksturs stjórnenda í hverjum leik- og grunnskóla, en þar er jafnframt mikilvægt að lagðir verði fram útreikningar þar sem tilgreindar eru vegalengdir í hverju tilfelli fyrir sig og fjöldi ferða.
i. vinnu við umsýslu vegna síðdegishressingar, yfirferðar Vinnustundar, Rafrænnar Reykjavíkur, ráðningarsamninga, bókhalds o.fl. í grunnskólum sem nú er unnið af hálfu rekstrarstjóra frístundamiðstöðva? Ef ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa, hverjum er ætlað að vinna þessi verkefni launalaust?
j. vinnu 16#PR stöðugildis aðstoðarverkefnisstjóra í 15 frístundaheimilum? Ef ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa, hverjum er ætlað að vinna þessi verkefni launalaust?
3. Í hverju felast eftirfarandi hagræðingaráform í frístundastarfi?
a. 5 m.kr. árlega vegna aldursskiptingar Fella- og Hólabrekkuskóla?
b. 6 m.kr. árlega vegna sameiningar félagsmiðstöðva í Borga- og Engjaskóla?
c. 12 m.kr. árlega vegna sameiningar félagsmiðstöðva í Foldaskóla, Húsaskóla og Hamraskóla?
4. Gert er ráð fyrir að starfsemi frístundaheimilanna flytjist inn í húsnæði Breiðagerðisskóla, Grandaskóla, Hamraskóla, Húsaskóla og Austurbæjarskóla og með því náist talsverð hagræðing. Er sameiginleg yfirstjórn frístundaheimila og skóla forsenda þess að þetta geti gerst?
Ef ekki reynist unnt að leggja fram greinarbetri töflur er óskað svara við ofangreindum spurningum.

35. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í vikunni var haldinn aðalfundur Félagsbústaða hf. án þess að öllum borgarfulltrúum hafi verið kunnugt þar um. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um vinnulag við boðun slíkra funda og skipan í stjórnir félaga og fyrirtækja sem borgin á að öllu leyti eða hluta. Er ekki gert ráð fyrir að borgarfulltrúar séu boðaðir á aðalfundi? Er eðlilegt að stjórnir félaga og fyrirtækja borgarinnar séu skipaðar án umræðna eða samþykktar í borgarráði? R09020063

36. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska eftir yfirliti yfir allar nýráðningar borgarinnar frá 1. júní 2010, sundurliðað eftir sviðum, starfsheitum og forsendum ráðningarinnar. R11030101

37. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska skriflegra skýringa á því hvers vegna ráðning upplýsingastjóra var hvorki kynnt né afgreidd í borgarráði. Hingað til hefur ráðning stjórnenda hjá Reykjavíkurborg þurft samþykki borgarráðs, sem einnig hefur fengið kynningu á umsóknum og umsóknarferli. Þessi regla hefur verið viðhöfð hvort sem um er að ræða sviðsstjóra á fagsviðum eða stjórnendur í Ráðhúsi. Borgarráð hefur ekki samþykkt neinar breytingar á þessum reglum vegna ráðninga og þess vegna vekur það undrun að frá þessari ráðningu sé gengið án aðkomu borgarráðs. Óskað er eftir því að svarið innihaldi einnig lista yfir umsækjendur og rökstuðning ráðningar. R11030101

38. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska upplýsinga um það hvers vegna nú hefur verið ákveðið að fresta reglubundinni starfsmannakönnun hjá Reykjavíkurborg. Þessar starfsmannakannanir hafa til margra ára verið gerðar í mars og apríl, en nú fást þær upplýsingar að borgaryfirvöld telji þann tíma ekki góðan núna og vilji gera þessa reglubundnu könnun síðar á árinu. Það þarfnast skýringa, enda mun það veikja mjög samanburð og nýtingu kannana ef þessu fyrirkomulagi er breytt. Óskað er skýringa á þessum breytingum frá mannauðsstjóra. R09090013

39. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt áfrýjunarnefndar velferðarráðs 15. s.m., um afgreiðslu 21 umsóknar um lækkun álagðs útsvars. R09100159
Samþykkt.


Fundi slitið kl. 13.25

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir