Borgarráð - Fundur nr. 5156

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn 5156. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.36. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 8. mars. R11010013

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 8. mars. R11010017

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 31. janúar, 4. og 7. febrúar og 1. mars. R11010032

4. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. mars. R11010033

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R11020099

- Kl. 9.48 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 8. þ.m. varðandi framlengingu bráðabirgðaákvæðis um bílastæðagjald í miðborginni í gjaldskrá fyrir bílastæðagjöld í Reykjavík. R11030045
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðar nr. 1 við Þönglabakka. Samþykkt. R11030062

8. Lögð fram drög að reglum og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar, ódags., ásamt bréfi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 21. f.m. R11010197
Vísað til fagráða, fjármálaskrifstofu og innkaupaskrifstofu til umsagnar.

9. Lagður fram samningur um leigu skrifstofurýmis á 1. hæð að Tjarnargötu 12 til Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík ehf., dags. 10. þ.m., ásamt bréfi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. s.d. R10080073
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og samgöngusviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 8. s.m., varðandi kaup á metanknúnum strætisvögnum. R11030061
Borgarráð tekur jákvætt í tillögu umhverfis- og samgönguráðs og felur sviðsstjórum framkvæmda- og eignasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs að vinna með Strætó að nánari útfærslu verkefnisins. Niðurstaða þeirrar vinnu verði borin undir stjórn Strætó og borgarráð.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna vísa til bókana fulltrúa sinna í umhverfis- og samgönguráði.

11. Lögð fram skýrsla um rannsókn „Barnaheilla Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi“, dags. 2011. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 3. s.m. R09110105
Borgarráð þakkar fyrir rannsókn Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn sem eru vitni að heimilisofbeldi og óskar eftir skriflegri greinargerð velferðarsviðs, menntasviðs og Barnaverndar Reykjavíkur um þær upplýsingar og ábendingar sem þar koma fram.

12. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 14. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um atvinnuátaksverkefni, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. R10060097

Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Nýstofnaður vinnuhópur borgarstjóra á að skila tillögum um stefnu í atvinnumálum ungs fólks fyrir 1. apríl nk. Í erindisbréfi hópsins kemur fram að hópinn skipi formenn ÍTR og velferðarráðs ásamt starfsfólki umhverfis- og samgöngusviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og velferðarsviðs. Það eru nýmæli að borgarstjóri skipi starfshópa um stefnumótun í stærri málum án vitundar eða þátttöku borgarfulltrúa minnihlutans og skipan hópsins er einkar sérkennileg í ljósi samþykktar borgarráðs frá 24. febrúar sl. þar sem aðgerðahópi borgarráðs var falið að gera tillögur til borgarráðs um nýtingu þeirra fjármuna sem leggja á til atvinnuátaksverkefna. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska eftir rökstuðningi fyrir breyttum vinnubrögðum og jafnframt hvort skipan sem þessi teljist til góðra stjórnsýsluhátta.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011. R11030067
Vísað til umsagnar fagráða.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir rökstuðningi fyrir útreikningum á innri leigu þeirra verkefna sem fyrirhuguð eru.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 10. þ.m. um sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús á lóð nr. 72 við Haukdælabraut. R07020085
Samþykkt.

15. Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík, dags. í mars 2011, varðandi frestun á greiðslu gatnagerðargjalds o.fl., ásamt bréfi borgarlögmanns dags. 15. s.m. R07020086
Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

16. Lagður fram úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 7. október sl. í stjórnsýlumáli nr. 45/2009, Strjúgur ehf. og Hafnarstræti 1 ehf. gegn Reykjavíkurborg. R09070009

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 8. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Sorpu 7. s.m., þar sem sótt er um lóð undir gasgerðarstöð á eða við núverandi athafnasvæði byggðasamlagsins í Álfsnesi. R11030042
Vísað til skipulags- og byggingarsviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og framkvæmda- og eignasviðs.

18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Totus og Ago, dags. 9. þ.m., um aðstöðu rekstraraðila, starfsmanna, ráðstefnuhaldara o.fl. á lóð Hörpunnar. R11010037
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og Faxaflóahafna.

19. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R11030003

20. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 11. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um viðræður við Knattspyrnufélagið Víking um minnismerki, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. s.m. R11030056

21. Lögð fram viðbót við greinargerð starfshóps um tækifæri til sameiningar og/eða samrekstrar starfsstöðva umhverfis- og samgöngusviðs og framkvæmda- og eignasviðs, dags. 16. þ.m. R10110080

22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fyrsta fundi borgarráðs á þessu kjörtímabili lagði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks til að hafinn yrði undirbúningur að myndútsendingum af fundum borgarstjórnar á netinu. Jafnframt var lagt til að upptökur yrðu gerðar aðgengilegar á vef borgarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða. Hvað líður þessu máli? R10060062

23. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að boða til opinna funda um sameiginlega yfirstjórn grunnskóla og frístundaheimila í þeim skólahverfum þar sem ekki hafa verið haldnir fundir ennþá. Til þeirra verði boðað með bréfi til allra foreldra, fulltrúa í menntaráði, íþrótta- og tómstundaráði, hverfisráði viðkomandi hverfis og starfsfólks hverfisins. Einnig verði sendur póstur á alla borgarfulltrúa sem ekki hafa fengið tilkynningar um fundi fram til þessa. R11010176
Frestað.

24. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrirspurn sína um sundurliðun og útskýringar á tölum í töflu á bls. 9 í skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Ef rétt reynist að tillögur starfshópsins séu jafn vandlega hugsaðar og ýtarlega greindar og haldið hefur verið fram ætti að vera einfalt mál að leggja fram úteikninga og útskýringar á þeirri hagræðingu sem gert hefur verið ráð fyrir. Að sama skapi er ítrekuð ósk um álit borgarlögmanns á lögmæti aðgerðanna. R11010176

25. Rætt er um fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur. R10100312

Fundi slitið kl. 12.40

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir