Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2011, fimmtudaginn 10. mars, var haldinn 5155. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 3. febrúar og 3. mars. R11010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 24. febrúar. R11010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 28. febrúar. R11010015
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 1. mars. R11010017
5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 9. mars. R11010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30. nóvember og 20. desember. R10010032
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. mars. R11010030
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. mars. R11010034
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R11020099
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. f.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Vísindagarða á lóð Háskóla Íslands. Samþykkt. R11030020
11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. þ.m.:
Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sem er ætlað að endurskoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Auk hefðbundinna þátta við skipulagsgerð taki hópurinn afstöðu til legu og útfærslu Mýrargötu. Hópurinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulagsvinnu á svæðinu og hafi yfirumsjón með framgangi hennar. Tillögur að endurskoðuðu skipulagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð, auk hagsmunaaðila og íbúa. Lagt er til að stýrihópinn skipi formaður stjórnar Faxaflóahafna, formaður skipulagsráðs og fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgönguráði eða skipulagsráði. Með stýrihópnum starfi skipulagsstjóri, hafnarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og samgöngusviðs ásamt samgöngustjóra og fulltrúa framkvæmda- og eignasviðs. Stýrihópurinn getur kallað til sín ráðgjafa eftir þörfum og skipað undirhópa. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en 1. september 2011.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11030033
Frestað.
12. Lögð fram að nýju drög að erindisbréfi samstarfshóps um samþætt skóla- og frístundastarf 6 til 9 ára barna í Reykjavík, ódags. R11030005
Samþykkt er að hópinn skipi Eva Einarsdóttir formaður, Oddný Sturludóttir, Geir Sveinsson, Sóley Tómasdóttir, Guðbjörg Þórsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, og Helgi Eiríksson, fulltrúi frístundastarfs, auk embættismanna íþrótta- og tómstundasviðs, menntasviðs og leikskólasviðs.
- Kl. 9.40 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
13. Lögð fram viljayfirlýsing um þriggja ára áætlun um klasasamstarf á sviði menntamála, heilbrigðismála og orku- og umhverfismála, dags. 10. þ.m. R11030017
Borgarráð staðfestir yfirlýsinguna fyrir sitt leyti.
14. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 13. janúar sl. varðandi sölu lóðarinnar nr. 36 við Lindargötu. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsráðs frá 23. f.m., sbr. bréf skipulags- og byggingarsviðs, dags. 25. s.m. R10110005
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 3. þ.m. varðandi undanþágu frá aldurskvöð við sölu íbúðar að Vesturgötu 7. R11020053
Samþykkt.
16. Lagður fram listi framkvæmda- og eignasviðs yfir innkaup í janúar 2011. R11030025
17. Lagt fram að nýju bréf innkaupastjóra frá 18. f.m., sbr. samþykkt innkauparáðs 17. s.m., varðandi endurskoðaða innkaupastefnu Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram breytingatillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. R11010062
Breytingatillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna samþykkt.
Innkaupastefnunni svo breyttri vísað til borgarstjórnar.
18. Lagt fram bréf Reykjavíkurprófastsdæmis eystra frá 28. f.m. um tilnefningu í stjórn kirkjubyggingarsjóðs. R10060128
Samþykkt að Karl Sigurðsson verði formaður stjórnarinnar.
19. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um málefni Hugmyndahúss háskólanna, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 1. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita 3 m.kr. til Hugmyndahúss háskólanna að því gefnu að fyrir liggi rekstraráætlun sem staðfesti fjármögnun starfseminnar til eins árs.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11030021
Tillaga borgarstjóra samþykkt, enda verði rekstraráætlun Hugmyndahússins lögð fyrir borgarráð er hún liggur fyrir.
20. Kynnt er skipulag og framkvæmd snjómoksturs í Reykjavík. R11030039
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 3. þ.m. varðandi endurúthlutun byggingarréttar á lóð nr. 84 við Hólaberg til Félags eldri borgara, R08040129
Samþykkt.
22. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2011, dags. í dag.
Samþykkt að veita Hvað ef, forvörnum og skemmtifræðslu fyrir unglinga, styrk að fjárhæð 750 þ.kr. til sýningahalds. R11010071
23. Lagt fram bréf sviðsstýru umhverfis- og samgöngusviðs frá 28. f.m. varðandi rekstraráætlun Sorpu bs. fyrir árið 2011 og lokun endurvinnslustöðvar á Kjalarnesi, sbr. samþykkt umhverfis- og samgönguráðs 8. s.m. Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra frá 1. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. R10110109
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum með vísan til afstöðu umhverfis- og samgönguráðs og fyrirvara um að Sorpa tryggi áfram mótttöku á skilagjaldsumbúðunum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Vísað er í fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 20. desember 2010 og 10. febrúar sl. en þar eru hörmuð áform Sorpu um að loka endurvinnslustöð á Kjalarnesi.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 8. þ.m. um skiptingu í kjördeildir, skipan hverfiskjörstjórna og undirkjörstjórna og þóknun fyrir störf í kjörstjórnum í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður o.fl. við þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 9. apríl nk. R11030009
Vísað til borgarstjórnar.
25. Lagt fram bréf mannauðsstjóra frá 7. þ.m. ásamt samkomulagi við Skýrr ehf. um framlengingu á samningi um launa- og mannauðskerfi, dags. 22. f.m. R11020085
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 3. s.m., um úthlutun styrkja og gerð þjónustusamninga fyrir árið 2011. R11030027
27. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 3. s.m., um hækkun á gjaldskrá fyrir Foldabæ. R11030026
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
28. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að veita 30 m.kr. til eflingar á sumarstörfum á vegum Hins hússins sumarið 2011. Þannig skapast svigrúm til að ráða jafnmarga einstaklinga í jafnlangan tíma og sumarið 2010 eftir að sambærileg tillaga var samþykkt í borgarráði þann 29. apríl sl. auk fleiri viðbótarframlaga sem samþykkt voru á síðasta ári. Fjármagnið verði nýtt með sama hætti, til að ráða fleiri einstaklinga og lengja starfstíma þeirra verkefna sem þörf er á til að efla og styrkja m.a. ferðaþjónustu í Reykjavík.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11030004
Frestað.
29. Lagðar fram svohljóðandi fyrirspurnir borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna: R11030054
1. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir sundurliðuðum upplýsingum um þá hagræðingu sem á að nást, verði fyrirætlanir um sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila að veruleika. Óskað er eftir sundurliðun og útskýringum á öllum þeim tölum sem settar eru fram í töflu á bls. 9 í skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra.
2. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar svohljóðandi fyrirspurn sína frá 24. febrúar sl.:
Nauðsynlegt er að tryggja að það fjármagn sem sett verður í atvinnuátaksverkefni nýtist sem allra best. Því er óskað eftir skýrslu um þau verkefni sem farið var í á síðasta ári þar sem kostnaður við hvert þeirra er rakinn ásamt fjölda starfa og fjölda mannmánaða. Jafnframt er óskað eftir að þær upplýsingar sem koma fram í minnisblaði mannauðsstjóra og aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs verði lagðar fram kyn- og aldursgreindar og þróunin á undanförnu ári sömuleiðis.
3. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar í samþykkt borgarráðs frá 17. febrúar sl. um að forsvarsfólki Barnaheilla verði boðið á fund borgarráðs til að kynna nýlega skýrslu um ofbeldi gagnvart börnum og ítrekar mikilvægi þess að sú kynning fari fram hið fyrsta.
4. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar svohljóðandi fyrirspurn sína frá 17. febrúar sl.:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir áliti borgarlögmanns á þeim álitaefnum sem komið hafa upp vegna sameiningaráforma meirihlutans á leik- og grunnskólum í borginni. Óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum, auk ábendinga um annað það sem mögulega kann að orka tvímælis lagalega í því ferli sem nú fer senn að ljúka:
1. Í ljósi þess að grunn- og leikskólar starfa ekki eftir sömu lögum, eftir hvaða lögum ættu sameinaðir grunn- og leikskólar að starfa?
2. Hvaða reglur vinnuréttar gilda að öðru leyti um starfsmenn sem ganga í starf hvers annars?
3. Má ætla að grunnskólar uppfylli jafnan þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð um starfsumhverfi leikskóla til leikskólastarfs? Hvaða áhrif, ef einhver, myndu ákvæði grunnskólalaga hafa á rekstur leikskóla?
4. Í greinargerð með lögum um leikskóla kemur fram: „Mikilvægt er að við ákvörðun um samrekstur, hvort sem er tveggja eða fleiri leikskóla eða leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla, ráði staðbundnar aðstæður og fagleg sem rekstrarleg sjónarmið enda er þessi breyting einkum hugsuð fyrir þau sveitarfélög sem m.a. vegna fámennis gætu betur hagað sínu skólahaldi, rekstrarlega og faglega, með samrekstrarformi. Með ákvæðinu er einnig verið að opna fyrir fjölbreytni, sveigjanleika og þróun í skólastarfi í þágu barna en ekki til samreksturs stórra fjölmennra skóla né heldur sameiningar margra skóla undir einum skólastjóra.“ Því er óskað eftir mati borgarlögmanns á því hvort fyrirhugaðar breytingar fari gegn anda laganna, þó mögulega megi túlka lagabókstafinn sjálfan í þeirra þágu.
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fundargerðir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar eru stuttar og stikkorðakenndar. Oft eru þær óskiljanlegar þeim sem vilja kynna sér hvar mál eru stödd í kerfinu eða niðurstöður í einstökum málum. Í þeim tilgangi að opna stjórnsýsluna og auðvelda borgarbúum að fylgjast með gangi mála er lagt til að gögn sem lögð eru fram á fundum verði gerð aðgengileg og birt á vefsvæðum borgarinnar samhliða fundargerðum ráða og nefnda. Aukið upplýsingaflæði er sjálfsögð þjónusta sem mun vonandi virka hvetjandi á borgarbúa að taka virkan þátt í vinnslu og ákvörðunum í einstaka málum á vettvangi borgarinnar. Lagt er til að borgarráð gangi á undan í þessum efnum. Jafnframt er lagt til að boðaðar dagskrár í ráðum og nefndum verði með sama hætti birtar opinberlega um leið og þær eru sendar út. Með þeim hætti er borgarbúum gert kleift að fylgjast betur með og koma ábendingum á framfæri í tæka tíð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11030055
Frestað.
31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ítrekað óskað eftir viðræðum við borgaryfirvöld vegna óskar um að fá að setja upp minnismerki við eða í nágrenni Túngötu til minningar um stofnun félagsins þar 21. apríl 1908. Óskað er eftir upplýsingum um hvort umræddar viðræður hafi átt sér stað og hvort ekki sé rétt að taka vel í óskir félagsins, ekki síst m.t.t. jákvæðrar fyrirgreiðslu borgarinnar vegna sambærilegra hugmynda, sem fram hafa komið frá öðrum íþróttafélögum á undanförnum árum. R11030056
32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarstjóri hefur boðað til fundar nk. laugardag ásamt borgarfulltrúum Besta flokksins og Samfylkingarinnar með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grafarvogi vegna umdeildra tillagna um sameiningu skóla og breytinga á skólastarfi. Fundarboð frá Reykjavíkurborg, sem dreift hefur verið í Grafarvogi, verður ekki skilið öðruvísi en svo að ekki sé ætlast til þess að borgarfulltrúar annarra flokka sitji fundinn. Á fundum menntaráðs hefur hins vegar verið rætt um að efnt verði til opinna íbúafunda á vegum Reykjavíkurborgar í öllum hverfum borgarinnar til að ræða umræddar tillögur og á þeim gefist öllum borgarfulltrúum, hvar í flokki sem þeir standa, kostur á að hlýða milliliðalaust á sjónarmið íbúa í þessu mikilvæga máli.
1. Óskað er eftir upplýsingum um hvort þetta fyrirkomulag hafi áður verið við haft, þ.e. að boðað sé til íbúafunda í hverfum af æðsta embættismanni borgarinnar ásamt hluta borgarfulltrúa.
2. Hver greiðir kostnaðinn af umræddum fundi í Grafarvogi, skrifstofa borgarstjóra eða borgarstjórnarflokkar Samfylkingar og Besta flokksins?
3. Eru fleiri slíkir sameiginlegir fundir á vegum skrifstofu borgarstjóra og borgarstjórnarflokka meirihlutans fyrirhugaðir í hverfum borgarinnar? Hvernig verða þeir auglýstir og á vegum hvers? Hver verður aðkoma foreldra að þessum fundum?
4. Hvenær verður staðið við fyrirheit um að opnir fundir með aðkomu allra borgarfulltrúa verði haldnir úti í hverfum borgarinnar til þess að fara yfir tillögur um sameiningu og samrekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila?
5. Hagsmunaaðilum hefur verið gert að skila umsögnum vegna umræddra tillagna fyrir 25. mars nk. en meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur stefnt að því að senda skólastjórnendum og leikskólastjórnendum uppsagnarbréf vegna þeirra fyrir 1. apríl nk. Verða gerðar breytingar á þessari tímaáætlun í ljósi þess hve skammur tími er til stefnu? Hvað telur meirihlutinn eðlilegt að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum langan tíma til að kynna sér umræddar tillögur og skila inn athugasemdum? Hve langur tími verður síðan gefinn til þess að fara yfir umsagnir fag- og hagsmunaaðila áður en endanleg tillaga verður lögð fyrir borgarráð?
6. Með tilliti til þess mikla hraða sem meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins kýs að við hafa í málinu er spurt hvort boðað verði til aukafundar í borgarstjórn til að samþykkja umræddar tillögur? R11010176
Fundi slitið kl. 11.45
Dagur B. Eggertsson
Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir