Borgarráð - Fundur nr. 5153

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2011, þriðjudaginn 1. mars, var haldinn 5153. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.06. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. febrúar. R11010018

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. febrúar. R11010016

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. febrúar. R11010020

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R11020099

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 24. f.m. þar sem óskað er tilnefningar í stýrihóp vegna undirbúnings undir endurskoðun á núgildandi vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið. R11020100
Samþykkt að tilnefna Árnýju Sigurðardóttur í stýrihópinn.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að borgarráð samþykki fjárveitingar í mars 2011 vegna málefna fatlaðra á grundvelli fyrirheita ríkisins um fullnaðarfjármögnun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að mánaðarleg útgjöld vegna málefna fatlaðra verði um 340 m.kr. árið 2011, sé tekið mið af drögum að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Greinargerð fylgir tillögunni. R11010129
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

7. Rætt er um fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur. R10100312
Samþykkt borgarráðs:
Borgarráð hefur kynnt sér tillögur áhættustýringarhóps Reykjavíkurborgar að áætlun til að mæta fjármögnunarvanda Orkuveitu Reykjavíkur og tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins. Áætlunin er í samræmi við fyrri ákvarðanir borgarráðs og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, enda hefur Reykjavíkurborg haldið umtalsverðum fjármunum til hliðar með það að markmiði að vinna með fyrirtækinu og verja það við erfiðar aðstæður. Um leið og borgarráð styður stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur í því áframhaldandi verkefni að afla lána á ásættanlegum kjörum, er áréttað að Reykjavíkurborg mun fylgja meginmarkmiðum áætlunarinnar, kalli aðstæður á það, þó vinnu við frekari útfærslu á einstaka þáttum og samsetningu aðgerða sé ekki lokið. Áætlunin er þó aðeins gerð til að bregðast við þeim möguleika að lánsfé fáist ekki á ásættanlegum kjörum. Borgarráð felur borgarstjóra að fylgja málinu eftir í samvinnu við aðra eigendur, stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóra fyrirtækisins.

Fundi slitið kl. 13.08

Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir